Handbolti

Stelpurnar töpuðu með tveimur gegn Tékkum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stella Sigurðardóttir var markahæst í íslenska liðinu.
Stella Sigurðardóttir var markahæst í íslenska liðinu. Mynd/Pjetur
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik beið lægri hlut 25-23 í æfingaleik gegn Tékkum í gærkvöldi. Undirbúningur liðsins stendur sem hæst enda fyrsti leikurá EM í Serbíu gegn Svartfjallalandi á þriðjudag.

Tékkar höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 13-10, og unnu að lokum tveggja marka sigur. Stella Sigurðardóttir skoraði sjö mörk fyrir íslenska liðið og Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði tólf skot í markinu.

Mörk Íslands: Stella Sigurðardóttir 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Rut Jónsdóttir 3, Rakel Dögg Bragadóttir 2, Hrafnhildur Skúladóttir 2, Ramune Pekarskyte 2, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1, Arna Sif Pálsdóttir 1 og Dagný Skúladóttir 1.

Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 12, Dröfn Haraldsdóttir 4

Liðin mætast aftur í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×