Eins manns rusl er annars gull 1. desember 2012 08:00 Jón Svanberg á um 100 lögguhúfur alls staðar að úr heiminum. Myndir/Pjetur Sigurðsson Dellusafnið á Flateyri sem opnað var á liðnu sumri hýsir forvitnileg einkasöfn sem fólk hefur lánað til sýningar og auðvelt er að gleyma sér við að skoða. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari leit þar inn og heillaðist. "Öll viðbrögð við þessu safni hafa verið mjög jákvæð. Gestur sem kom í gær lýsti til dæmis yfir ánægju með að alltaf væri eitthvað nýtt og öðruvísi handan við hornið, enda er hér um mörg einkasöfn að ræða," segir Jón Svanberg Hjartarson, hugmyndasmiður Dellusafnsins á Flateyri. Hann er framkvæmdastjóri Iceland ProFishing sem gerir út sjóstangveiðibáta á Flateyri og Suðureyri. Einnig er hann nýráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann segir misjafnt hverju gestir heillist mest af á safninu. "Lítill gutti var hrifnastur af teskeiðunum þrátt fyrir að vinnuvélamódelin væru skammt frá. Svo komu síðhærðir og skeggjaðir mótorhjólamenn í rifnum vestum. Þá var ég með í láni gamalt Harley Davidson mótorhjól og taldi víst að þeir myndu falla flatir fyrir því en þeir stóðu þá slefandi yfir sykurmolunum. Svona er þetta óútreiknanlegt." Mikil ástríða liggur að baki hverju safni. "Safnarar þurfa að vera vel vakandi og geta sannfært eigandann um að hlutur sé betur kominn annars staðar en hjá honum," bendir Jón Svanberg á. "En stundum er rusl í augum eins gull í augum annars." Jón Svanberg var um árabil lögreglumaður fyrir vestan. Þá kveðst hann hafa fengið þá flugu í höfuðið að safna merkjum, húfum og öllu mögulegu sem tengdist starfinu. Nú er lögguminjasafnið undirstaða Dellusafnsins. "Ég fann margt á netinu og skipti við kollega úti um allan heim," lýsir hann og bætir við hlæjandi að stundum hafi hann þurft að beita útsjónarsemi eins og öll söfnun krefjist. "Vinnufélagar mínir á Ísafirði kvörtuðu undan því að þeir mættu ekki fara úr jökkunum í kaffitímanum, þá væri ég búinn að spretta af þeim merkjunum!" Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Dellusafnið á Flateyri sem opnað var á liðnu sumri hýsir forvitnileg einkasöfn sem fólk hefur lánað til sýningar og auðvelt er að gleyma sér við að skoða. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari leit þar inn og heillaðist. "Öll viðbrögð við þessu safni hafa verið mjög jákvæð. Gestur sem kom í gær lýsti til dæmis yfir ánægju með að alltaf væri eitthvað nýtt og öðruvísi handan við hornið, enda er hér um mörg einkasöfn að ræða," segir Jón Svanberg Hjartarson, hugmyndasmiður Dellusafnsins á Flateyri. Hann er framkvæmdastjóri Iceland ProFishing sem gerir út sjóstangveiðibáta á Flateyri og Suðureyri. Einnig er hann nýráðinn framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann segir misjafnt hverju gestir heillist mest af á safninu. "Lítill gutti var hrifnastur af teskeiðunum þrátt fyrir að vinnuvélamódelin væru skammt frá. Svo komu síðhærðir og skeggjaðir mótorhjólamenn í rifnum vestum. Þá var ég með í láni gamalt Harley Davidson mótorhjól og taldi víst að þeir myndu falla flatir fyrir því en þeir stóðu þá slefandi yfir sykurmolunum. Svona er þetta óútreiknanlegt." Mikil ástríða liggur að baki hverju safni. "Safnarar þurfa að vera vel vakandi og geta sannfært eigandann um að hlutur sé betur kominn annars staðar en hjá honum," bendir Jón Svanberg á. "En stundum er rusl í augum eins gull í augum annars." Jón Svanberg var um árabil lögreglumaður fyrir vestan. Þá kveðst hann hafa fengið þá flugu í höfuðið að safna merkjum, húfum og öllu mögulegu sem tengdist starfinu. Nú er lögguminjasafnið undirstaða Dellusafnsins. "Ég fann margt á netinu og skipti við kollega úti um allan heim," lýsir hann og bætir við hlæjandi að stundum hafi hann þurft að beita útsjónarsemi eins og öll söfnun krefjist. "Vinnufélagar mínir á Ísafirði kvörtuðu undan því að þeir mættu ekki fara úr jökkunum í kaffitímanum, þá væri ég búinn að spretta af þeim merkjunum!"
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira