Hlakka til að deila út fatapökkum 1. desember 2012 21:00 Steinunn Björgvinsdóttir hefur starfað fyrir UNICEF frá því í apríl í vor, áður var hún hjá frjálsum félagasamtökum sem heita Terre des hommes. Flestir íbúarnir búa í tjöldum og það segir sig sjálft að þegar hitinn er kominn niður fyrir frostmark á nóttunni er kalt að sofa bara með teppi,“ segir Steinunn Björgvinsdóttir, barnaverndarfulltrúi hjá UNICEF, um vetrarkuldann sem farinn er að segja til sín í Zaatari-flóttamannabúðunum við landamæri Sýrlands og Jórdaníu og búast má við að vari fram í mars. Hún segir UNICEF þess vegna hafa útvegað yfir þrjú þúsund fatapakka fyrir ungbörn. Pakkarnir innihalda allt sem þarf til að halda á þeim hita yfir veturinn, föt til skiptanna, hlýja sokka og húfur, teppi og burðarrúm fyrir þau yngstu. „Við munum byrja að deila þessum pökkum út í næstu viku og ég hlakka mikið til. Það er erfitt að horfa upp á lítil börn sem eiga bágt, og foreldrarnir geta lítið gert til að útvega það sem þarf.“Skólinn kominn í hús Fyrir nokkrum dögum komu gámahús á flóttamannasvæðið við landamærin, sem hluti af íbúunum getur flutt inn í á næstunni, að sögn Steinunnar. Önnur góð frétt er að fyrir viku gat skólinn, sem starfræktur hefur verið á svæðinu í einn mánuð, flutt úr tjöldum inn í hús sem Barein, lítið ríki við Persaflóann, gaf jórdönskum yfirvöldum. „Að komast í hús er bylting fyrir þau tæplega fjögur þúsund börn á aldrinum sex til sextán ára sem ganga þarna í skóla á hverjum einasta degi,“ segir hún. Steinunn stýrir sjö manna teymi og fer reglulega í flóttamannabúðirnar til að fylgjast með ástandinu. „Það sem ég og mitt fólk gerum er að þjálfa þá sem vinna með börnunum,“ lýsir hún. „UNICEF á Íslandi hefur safnað framlögum til aðgerða UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum með sérstakri neyðarsöfnun sem enn er í gangi. Framlög heimsforeldra á Íslandi hafa líka runnið til verkefnisins. Okkar hlutverk hér úti er að sjá til þess að þeir sem vinna með börnunum hafi fengið þá þjálfun sem þeir þurfa á að halda og að veita þeim hjálp. Það getur verið í gegnum félagsaðstoð, sálfræðiaðstoð eða í skólunum sem við rekum. En ég sit ekki sjálf á hverjum degi inni í tjaldi með börnunum. Þó get ég aðeins talað arabísku og hef því möguleika á að hafa einföld samskipti við þau.“Með eigin smárekstur Steinunn segir að frá því að flóttamannabúðirnar voru opnaðar í lok júlí síðastliðnum hafi yfir 60 þúsund flóttamenn farið þar í gegn. Sumir hafi farið áfram inn í Jórdaníu og sest að í borgum og bæjum í norðanverðu landinu, aðrir hafi snúið til baka til Sýrlands. „En fjöldinn í flóttamannabúðunum hefur haldist í kringum 25 þúsund í nokkuð langan tíma og yfir helmingur þess hóps eru börn yngri en 18 ára,“ upplýsir hún. Hvernig skyldi svo lífið vera í flóttamannabúðunum og hvað er fólk að sýsla? „UNICEF hefur reynt að virkja fólk og skapa störf í búðunum. Samtökin hafa ráðið fólk til að sjá um alla sorphirðu og þrif og viðhald á hreinlætisaðstöðu. Þau hafa líka ráðið kringum sextíu sýrlenska kennara við skólana ásamt því að hafa sjálfboðaliða á öllum barnvænu svæðunum sem komið hefur verið upp. Sameinuðu þjóðirnar sjá um allan mat og ráða fólk til vinnu við að elda og deila út matarpökkum. Það er líka yndislegt að sjá að fólk er sjálft að opna eigin smárekstur. Það er að búa til mat úr kjúklingabaunum, selja notuð föt, ávexti og grænmeti og sumir eru komnir með saumavélar og taka að sér fatasaum og viðgerðir.“ En hafa þá aðrir íbúar peninga til að borga fyrir eitthvað? „Já, fólkið hefur reynt að grípa með sér það sem það gat þegar það lagði á flótta, þó það fé dugi auðvitað ekki um eilífð.“Alvöru jól Steinunn er fædd og uppalin í hinum friðsæla bæ Stykkishólmi en hleypti heimdraganum snemma. „Ég fór ung að heiman til að mennta mig og hef ekki átt heima fyrir vestan síðan ég var 18 ára,“ segir Steinunn, sem nam alþjóðlega félagsráðgjöf í Danmörku og tók meistaragráðu í þróunarfræði frá háskólanum í Manchester. Síðan hefur hún sérhæft sig í sálfélagslegum verkefnum og búið í Amman í Jórdaníu frá árinu 2009, ásamt frönskum eiginmanni sínum. Hann starfar líka fyrir UNICEF, fyrir Svæðisskrifstofu UNICEF fyrir Norður-Afríku og Mið-Austurlönd. Fyrir tæpum tveimur árum eignuðust þau son sem byrjaður er í leikskóla og unir hag sínum vel. Hvar ætlar svo þessi litla fjölskylda að halda heilög jól? „Við ætlum að koma heim til Íslands og það verður voða gaman. Alvöru jól með hangikjöti og öllu.“ Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Flestir íbúarnir búa í tjöldum og það segir sig sjálft að þegar hitinn er kominn niður fyrir frostmark á nóttunni er kalt að sofa bara með teppi,“ segir Steinunn Björgvinsdóttir, barnaverndarfulltrúi hjá UNICEF, um vetrarkuldann sem farinn er að segja til sín í Zaatari-flóttamannabúðunum við landamæri Sýrlands og Jórdaníu og búast má við að vari fram í mars. Hún segir UNICEF þess vegna hafa útvegað yfir þrjú þúsund fatapakka fyrir ungbörn. Pakkarnir innihalda allt sem þarf til að halda á þeim hita yfir veturinn, föt til skiptanna, hlýja sokka og húfur, teppi og burðarrúm fyrir þau yngstu. „Við munum byrja að deila þessum pökkum út í næstu viku og ég hlakka mikið til. Það er erfitt að horfa upp á lítil börn sem eiga bágt, og foreldrarnir geta lítið gert til að útvega það sem þarf.“Skólinn kominn í hús Fyrir nokkrum dögum komu gámahús á flóttamannasvæðið við landamærin, sem hluti af íbúunum getur flutt inn í á næstunni, að sögn Steinunnar. Önnur góð frétt er að fyrir viku gat skólinn, sem starfræktur hefur verið á svæðinu í einn mánuð, flutt úr tjöldum inn í hús sem Barein, lítið ríki við Persaflóann, gaf jórdönskum yfirvöldum. „Að komast í hús er bylting fyrir þau tæplega fjögur þúsund börn á aldrinum sex til sextán ára sem ganga þarna í skóla á hverjum einasta degi,“ segir hún. Steinunn stýrir sjö manna teymi og fer reglulega í flóttamannabúðirnar til að fylgjast með ástandinu. „Það sem ég og mitt fólk gerum er að þjálfa þá sem vinna með börnunum,“ lýsir hún. „UNICEF á Íslandi hefur safnað framlögum til aðgerða UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum með sérstakri neyðarsöfnun sem enn er í gangi. Framlög heimsforeldra á Íslandi hafa líka runnið til verkefnisins. Okkar hlutverk hér úti er að sjá til þess að þeir sem vinna með börnunum hafi fengið þá þjálfun sem þeir þurfa á að halda og að veita þeim hjálp. Það getur verið í gegnum félagsaðstoð, sálfræðiaðstoð eða í skólunum sem við rekum. En ég sit ekki sjálf á hverjum degi inni í tjaldi með börnunum. Þó get ég aðeins talað arabísku og hef því möguleika á að hafa einföld samskipti við þau.“Með eigin smárekstur Steinunn segir að frá því að flóttamannabúðirnar voru opnaðar í lok júlí síðastliðnum hafi yfir 60 þúsund flóttamenn farið þar í gegn. Sumir hafi farið áfram inn í Jórdaníu og sest að í borgum og bæjum í norðanverðu landinu, aðrir hafi snúið til baka til Sýrlands. „En fjöldinn í flóttamannabúðunum hefur haldist í kringum 25 þúsund í nokkuð langan tíma og yfir helmingur þess hóps eru börn yngri en 18 ára,“ upplýsir hún. Hvernig skyldi svo lífið vera í flóttamannabúðunum og hvað er fólk að sýsla? „UNICEF hefur reynt að virkja fólk og skapa störf í búðunum. Samtökin hafa ráðið fólk til að sjá um alla sorphirðu og þrif og viðhald á hreinlætisaðstöðu. Þau hafa líka ráðið kringum sextíu sýrlenska kennara við skólana ásamt því að hafa sjálfboðaliða á öllum barnvænu svæðunum sem komið hefur verið upp. Sameinuðu þjóðirnar sjá um allan mat og ráða fólk til vinnu við að elda og deila út matarpökkum. Það er líka yndislegt að sjá að fólk er sjálft að opna eigin smárekstur. Það er að búa til mat úr kjúklingabaunum, selja notuð föt, ávexti og grænmeti og sumir eru komnir með saumavélar og taka að sér fatasaum og viðgerðir.“ En hafa þá aðrir íbúar peninga til að borga fyrir eitthvað? „Já, fólkið hefur reynt að grípa með sér það sem það gat þegar það lagði á flótta, þó það fé dugi auðvitað ekki um eilífð.“Alvöru jól Steinunn er fædd og uppalin í hinum friðsæla bæ Stykkishólmi en hleypti heimdraganum snemma. „Ég fór ung að heiman til að mennta mig og hef ekki átt heima fyrir vestan síðan ég var 18 ára,“ segir Steinunn, sem nam alþjóðlega félagsráðgjöf í Danmörku og tók meistaragráðu í þróunarfræði frá háskólanum í Manchester. Síðan hefur hún sérhæft sig í sálfélagslegum verkefnum og búið í Amman í Jórdaníu frá árinu 2009, ásamt frönskum eiginmanni sínum. Hann starfar líka fyrir UNICEF, fyrir Svæðisskrifstofu UNICEF fyrir Norður-Afríku og Mið-Austurlönd. Fyrir tæpum tveimur árum eignuðust þau son sem byrjaður er í leikskóla og unir hag sínum vel. Hvar ætlar svo þessi litla fjölskylda að halda heilög jól? „Við ætlum að koma heim til Íslands og það verður voða gaman. Alvöru jól með hangikjöti og öllu.“
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira