Greiða 300 þúsund í ferðakostnað vegna tæknifrjóvgana Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 1. desember 2012 19:37 Tæknifrjóvganir eru ekki á færi allra vegna kostnaðar. Þetta segir einn þeirra sem hefur farið í gegnum slíkar meðferðir en ofan á kostnað við meðferðirnar hefur hann þurft að greiða 300 þúsund krónur í ferðakostnað þar sem þau hjónin eru búsett á Akureyri. Glasafrjóvgunum fer fækkandi hér á landi og nær enginn biðlisti er eftir því að komast í meðferð en fyrir ári var hann fjórir mánuðir. Þórðir Óskarsson læknir hjá ART Medica, sem sér um meðferðirnar, sagði í fréttum okkar í gær marga setja fyrir sig aukinn kostnað eftir að dregið var úr niðurgreiðslu ríksins á meðferðum í byrjun ársins. Á meðal þess sem breyttist var að alveg var hætt að aðstoða þá sem eiga barn fyrir og ferðakostnaður er aðeins niðurgreiddur hjá barnlausu fólki sem kemur í aðra, þriðju og fjórðu meðferð. Þetta hefur mikil áhrif á þá sem búsettir eru utan höfuðborgarinnar. Rúnar Gunnarsson og kona hans eru ein þeirra sem hafa farið tæknifrjóvganir í ár en þau búa á Akureyri og eiga eina dóttur. „Við erum búin að fara núna í þrjár meðferðir og þurfum að halda áfram núna eftir áramótin og þetta hefur kostað okkur töluverða fjármuni," segir Rúnar. Rúnar segir kostnað við sjálfar meðferðirnar vera allt frá um fimmtíu þúsund krónum upp í hátt í fjögur hundruð þúsund. Ofan á það leggist svo ferðakostnaður en á árinu hafa þau eytt um þrjú hundruð þúsund í ferðir til Reykjavíkur. „Við hverja meðferð þá eru farnar nokkrar ferðir til Reykjavíkur með litlum fyrirvara því þarf oft að panta flug með skömmum fyrirvara til þess að komast á réttum tíma eða þá að dveljast langdvölum í Reykjavík og það er náttúrulega tilheyrand vinnutap og annar kostnaður sem hlýst af því." Hann segir marga þurfa að fara í þrjár til sex meðferðir áður en þær skila árangri og því geti kostnaðurinn í sumum tilfellum hlaupið á milljónum. „Fjárhæðirnar eru gríðarlegar þannig að þetta er ekkert á færi allra." Þau hjónin eiga bókað í glasameðferð eftir áramótin en Rúnar segir þau hafa velt því fyrir sér að fresta henni vegna kostnaðar. „Núna leggjast fjárhagsáhyggjur ofan á aðra streitu sem tengist ófrjósemi það er náttúrulega ekki til þess að bæta það eða hjálpa fólki". Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Tæknifrjóvganir eru ekki á færi allra vegna kostnaðar. Þetta segir einn þeirra sem hefur farið í gegnum slíkar meðferðir en ofan á kostnað við meðferðirnar hefur hann þurft að greiða 300 þúsund krónur í ferðakostnað þar sem þau hjónin eru búsett á Akureyri. Glasafrjóvgunum fer fækkandi hér á landi og nær enginn biðlisti er eftir því að komast í meðferð en fyrir ári var hann fjórir mánuðir. Þórðir Óskarsson læknir hjá ART Medica, sem sér um meðferðirnar, sagði í fréttum okkar í gær marga setja fyrir sig aukinn kostnað eftir að dregið var úr niðurgreiðslu ríksins á meðferðum í byrjun ársins. Á meðal þess sem breyttist var að alveg var hætt að aðstoða þá sem eiga barn fyrir og ferðakostnaður er aðeins niðurgreiddur hjá barnlausu fólki sem kemur í aðra, þriðju og fjórðu meðferð. Þetta hefur mikil áhrif á þá sem búsettir eru utan höfuðborgarinnar. Rúnar Gunnarsson og kona hans eru ein þeirra sem hafa farið tæknifrjóvganir í ár en þau búa á Akureyri og eiga eina dóttur. „Við erum búin að fara núna í þrjár meðferðir og þurfum að halda áfram núna eftir áramótin og þetta hefur kostað okkur töluverða fjármuni," segir Rúnar. Rúnar segir kostnað við sjálfar meðferðirnar vera allt frá um fimmtíu þúsund krónum upp í hátt í fjögur hundruð þúsund. Ofan á það leggist svo ferðakostnaður en á árinu hafa þau eytt um þrjú hundruð þúsund í ferðir til Reykjavíkur. „Við hverja meðferð þá eru farnar nokkrar ferðir til Reykjavíkur með litlum fyrirvara því þarf oft að panta flug með skömmum fyrirvara til þess að komast á réttum tíma eða þá að dveljast langdvölum í Reykjavík og það er náttúrulega tilheyrand vinnutap og annar kostnaður sem hlýst af því." Hann segir marga þurfa að fara í þrjár til sex meðferðir áður en þær skila árangri og því geti kostnaðurinn í sumum tilfellum hlaupið á milljónum. „Fjárhæðirnar eru gríðarlegar þannig að þetta er ekkert á færi allra." Þau hjónin eiga bókað í glasameðferð eftir áramótin en Rúnar segir þau hafa velt því fyrir sér að fresta henni vegna kostnaðar. „Núna leggjast fjárhagsáhyggjur ofan á aðra streitu sem tengist ófrjósemi það er náttúrulega ekki til þess að bæta það eða hjálpa fólki".
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira