Segja framkomu nokkurra einstaklinga í garð Hildar ógeðslega Hugrún Halldórsdóttir skrifar 1. desember 2012 19:20 Feministi sem kvartaði nýverið undan meiðandi umræðu í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu hefur þurft að sæta hótunum og persónulegum árásum á netinu. Þáttastjórnendurnir segja hegðun nokkurra einstaklinga í hennar garð ógeðslega og hvetja þeir Íslendinga til að taka á slíkri hegðun. Þáttastjórnendum útvarpsþáttarins Harmageddon á X-inu 977 hefur verið gert að víkja tímabundið frá störfum vegna brota á siðareglum stöðvarinnar en málið varðar viðtal sem fór í loftið fyrir rúmri viku en þar talaði viðmælandi þeirra félaga um kvenfólk og kynfæri. "Við gerðumst sekir um dómgreindarbrest þegar við sátum hjá og gagnrýndum ekkert að því sem hann sagði og jafnvel hlógum af vitleysunni í honum," segir Frosti Logason, þáttastjórnandi Harmageddon. "Hann fer langt yfir strikið og nafngreinir einn einstakling í samhengi við mjög ósmekklegt grín." Það var Hildur Lillendahl sem vakti athygli yfirstjórnar stöðvarinnar á viðtalinu og fór hún fór þess á leit að eitthvað yrði gert í málunum. Stjórnin ákvað að víkja þáttastjórnendunum tímabundið úr starfi en þess má geta að þeir eiga sjálfir sæti í henni. "Mér brá alveg sérstaklega við þetta vegna þess að þeir eru svo gagnrýnir, þeir spyrja erfiðra spurninga og svo kemur þessi drengur og það er bara ekki múkk, það bara gerist ekkert," segir Hildur. "Ég er ekkert viss um að þetta verði eitthvað langt straff þar sem þetta var samkomulag við okkar yfirmenn en það var alveg ástæða til að setja þáttinn úr loftinu því að það er fullt af liði sem kannski heyrði þetta viðtal. Við hefðum alveg getað farið auðveldu leiðina og sent bara skriflega afsökunarbeiðni eða sagt fyrirgefðu í loftið, en við erum ekkert vissir um að það hefði skilað sér," segir Þorkell Máni Pétursson, þáttastjórnandi Harmageddon. Brottreksturinn tímabundni hefur vakið mikil og sterk viðbrögð í netheimum og hefur umræðan verið sérstaklega óvægin í garð Hildar, reyndar svo óvægin að Vísir ákvað að loka ummælakerfi við frétt um málið í gær. "Hildur gerðu ekki neitt rangt í þessu máli. Mistökin voru alfarið okkar og það er okkar að biðjast afsökunar á honum," segir Máni. "Það er ógeðslegt að lesa sumt af þessu á netinu.Þetta er ógeðslegt að skrifa og þarna er verið að ráðast á persónu en ekki á neinar skoðanir og það er það sem er sorglegast í þessu." "Þetta hlýtur að vera allra Íslendinga og samfélagsins að taka á því það hefur klárlega eitthvað farið virkilega úrskeiðis," segir Máni. "Við viljum bara enn og aftur ítreka þessa afsökunarbeiðni okkar. Hún var sett fram af fullri alvöru og við viljum biðja þig Hildur mín innilegrar afsökunar á að hafa komið þér í þessari klemmu fyrir það eina að gera eitthvað rétt," segir Máni og Hildur svarar: "Já, það er bara svo sannarlega tekið til greina.Sp. blm. Og þið lærið af þessu? "Já, svo sannarlega. Við gerumst örugglega ekki sekir um svona vitleysu aftur," segir Máni og Frosti tekur undir með honum: "Við vonum að allir fjölmiðlamenn geri það líka í leiðinni."Sp. blm. Við þurfum öll að vera vakandi? "Já, við þurfum að vera vakandi," segir Hildur að lokum Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Feministi sem kvartaði nýverið undan meiðandi umræðu í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu hefur þurft að sæta hótunum og persónulegum árásum á netinu. Þáttastjórnendurnir segja hegðun nokkurra einstaklinga í hennar garð ógeðslega og hvetja þeir Íslendinga til að taka á slíkri hegðun. Þáttastjórnendum útvarpsþáttarins Harmageddon á X-inu 977 hefur verið gert að víkja tímabundið frá störfum vegna brota á siðareglum stöðvarinnar en málið varðar viðtal sem fór í loftið fyrir rúmri viku en þar talaði viðmælandi þeirra félaga um kvenfólk og kynfæri. "Við gerðumst sekir um dómgreindarbrest þegar við sátum hjá og gagnrýndum ekkert að því sem hann sagði og jafnvel hlógum af vitleysunni í honum," segir Frosti Logason, þáttastjórnandi Harmageddon. "Hann fer langt yfir strikið og nafngreinir einn einstakling í samhengi við mjög ósmekklegt grín." Það var Hildur Lillendahl sem vakti athygli yfirstjórnar stöðvarinnar á viðtalinu og fór hún fór þess á leit að eitthvað yrði gert í málunum. Stjórnin ákvað að víkja þáttastjórnendunum tímabundið úr starfi en þess má geta að þeir eiga sjálfir sæti í henni. "Mér brá alveg sérstaklega við þetta vegna þess að þeir eru svo gagnrýnir, þeir spyrja erfiðra spurninga og svo kemur þessi drengur og það er bara ekki múkk, það bara gerist ekkert," segir Hildur. "Ég er ekkert viss um að þetta verði eitthvað langt straff þar sem þetta var samkomulag við okkar yfirmenn en það var alveg ástæða til að setja þáttinn úr loftinu því að það er fullt af liði sem kannski heyrði þetta viðtal. Við hefðum alveg getað farið auðveldu leiðina og sent bara skriflega afsökunarbeiðni eða sagt fyrirgefðu í loftið, en við erum ekkert vissir um að það hefði skilað sér," segir Þorkell Máni Pétursson, þáttastjórnandi Harmageddon. Brottreksturinn tímabundni hefur vakið mikil og sterk viðbrögð í netheimum og hefur umræðan verið sérstaklega óvægin í garð Hildar, reyndar svo óvægin að Vísir ákvað að loka ummælakerfi við frétt um málið í gær. "Hildur gerðu ekki neitt rangt í þessu máli. Mistökin voru alfarið okkar og það er okkar að biðjast afsökunar á honum," segir Máni. "Það er ógeðslegt að lesa sumt af þessu á netinu.Þetta er ógeðslegt að skrifa og þarna er verið að ráðast á persónu en ekki á neinar skoðanir og það er það sem er sorglegast í þessu." "Þetta hlýtur að vera allra Íslendinga og samfélagsins að taka á því það hefur klárlega eitthvað farið virkilega úrskeiðis," segir Máni. "Við viljum bara enn og aftur ítreka þessa afsökunarbeiðni okkar. Hún var sett fram af fullri alvöru og við viljum biðja þig Hildur mín innilegrar afsökunar á að hafa komið þér í þessari klemmu fyrir það eina að gera eitthvað rétt," segir Máni og Hildur svarar: "Já, það er bara svo sannarlega tekið til greina.Sp. blm. Og þið lærið af þessu? "Já, svo sannarlega. Við gerumst örugglega ekki sekir um svona vitleysu aftur," segir Máni og Frosti tekur undir með honum: "Við vonum að allir fjölmiðlamenn geri það líka í leiðinni."Sp. blm. Við þurfum öll að vera vakandi? "Já, við þurfum að vera vakandi," segir Hildur að lokum
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira