Skuldadagar. Um Ísland í Evrópu Árni Páll Árnason skrifar 21. ágúst 2012 06:00 Í fyrri greinum hef ég rakið þann mikla ávinning sem við höfum haft af opnun hagkerfisins með EES-samningnum en líka rætt hversu berskjölduð við urðum þá fyrir hræringum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Markmið okkar hlýtur nú að vera að koma Íslandi aftur í full tengsl við hið alþjóðlega viðskiptaumhverfi, en tryggja okkur líka fullnægjandi hagvarnir svo að við verðum ekki aftur jafn berskjölduð og við höfum verið síðustu ár. Og stóra spurningin er hvort það sé mögulegt innan EES eða hvort það verði auðveldara með aðild að ESB? Fyrst af öllu þurfum við þá að greina rétt þann vanda sem nú steðjar að mörgum Evrópuríkjum. Sumir kenna evrunni um stöðuna og aðrir segja vandamálið einungis vera skuldavanda sumra aðildarríkja evrunnar. Málið er hins vegar flóknara er svo. Fjármálakreppan frá 2008 hefur nú þróast í torleysta skuldakreppu. Heimili á Vesturlöndum hafa um áratugi gengið á eigið fé og aukið skuldsetningu sína. Þetta á við um Bandaríkin, Bretland, ýmis evruríki og svo Ísland, en í misríku mæli. Skuldsetning í atvinnulífi hefur líka aukist í kjölfar sífellt fjölbreyttara framboðs á fjármálaþjónustu. Sama má svo segja um hið opinbera – ríki og sveitarfélög – í ýmsum ríkjum. Evran greiddi að mörgu leyti fyrir þessari þróun, því með henni fengu flest aðildarríkin og bankar þeirra aðgang að lánsfé á mun lægri kjörum en þeim hefðu ella boðist. Fleiri og fleiri gátu því tekið hærri og hærri lán. En það þurfti ekki evruna til – þar er reynsla Íslendinga ólygnust. Bætt lánshæfismat íslenska ríkisins nýttist íslenskum bönkum til útþenslu með sama hætti. Grunnurinn að vandanum er því skuldsetning heimila, fyrirtækja og opinberra aðila. Þeim mun fleiri þættir efnahagslífsins sem eru skuldsettir upp í rjáfur, því minna svigrúm er til að takast á við óvænt áföll. Þess vegna er enginn eðlismunur á orsökum vanda evruríkjanna Spánar, Írlands og Portúgals og svo Lettlands, Ungverjalands og Bretlands. Eini munurinn felst í því hversu víðtæk skuldsetningin var og hvort það voru ríkið sjálft, sveitarfélögin, bankakerfið, heimilin eða fyrirtækin sem stofnuðu til skuldanna. Sú staðreynd að reglur innri markaðarins byggja á því að hvert ríki um sig styðji við og regli eigið fjármálakerfi veldur því hins vegar að vandi banka verður fljótt vandi þjóða á hinum evrópska markaði. Þar gildir einu hvort við eigum í hlut eða evruríki. Spurningin er bara hversu vel eða illa gengur að komast hjá því að bankakerfi í vanda verði viðkomandi þjóð að fótakefli. Þegar harðnar á dalnum hætta bankar að geta lánað og lánsfé verður torfengnara og hækkar í verði. Bankar vilja að lán séu greidd upp eða vextir hækki. Afleiðingarnar verða ólíkar eftir því hvaða land á í hlut, en þær eru alltaf erfiðar. Ísland byggði allt sitt á erlendum lánum. Fyrir vikið komu áhrif versnandi skilyrða að fullu og öllu fram á gjaldeyrismarkaðnum. Erlendir bankar heimtuðu að íslenskir skuldarar borguðu lánin sín. Spákaupmenn vildu líka breyta krónunum sínum í evrur. Enginn gjaldeyrir var til og krónan hrundi. Evran veldur því að kreppan hefur annars konar áhrif á evruríkin. Innan evrusvæðisins er ekki um gjaldeyrisyfirfærslur að ræða. Þar koma afleiðingar fram á skuldabréfamarkaði, þar sem áhættuálag á skuldug ríki og skulduga banka eykst. Ríkin þurfa að verja meira fé til að styðja við fjármálakerfi sín. Hóflegar ríkisskuldir geta fljótt orðið algerlega óviðráðanlegar þegar vaxtastigið fer upp úr öllu valdi. Vandinn er sá sami, en afleiðingarnar verða aðrar. Hið öfugsnúna er að við núverandi aðstæður ýkir evran aðstöðumun aðildarríkjanna. Lántökukostnaður Þjóðverja hefur þannig lækkað stórlega á meðan kostnaður annarra hefur hækkað. Spánverjar og Ítalir hafa undanfarið þurft að borga 6-7% vexti á 10 ára skuldabréfum, en Þjóðverjar borga nú rétt rúmt prósent og njóta neikvæðra vaxta á bréfum til tveggja ára - fjárfestar borga sem sé fyrir að fá að lána Þjóðverjum peninga til skamms tíma. Fjármögnunarkjör þessara þjóða voru hins vegar áþekk fyrir 2008. Þjóðverjar hafa þannig sparað sér tugi milljarða evra í vaxtagjöld á þessu ári einu, á meðan að öll önnur lönd þurfa að skuldsetja sig - og almenning - til að standa skil á vaxtagreiðslum, sem oftar en ekki renna á endanum til þýskra banka. Þetta ójafnvægi hefur sífellt víðtækari áhrif. Vaxtastig það sem ríkið borgar er það gólf sem vaxtastig allra annarra miðast við. Þannig mun vaxtakostnaður ítalskra og spænskra fyrirtækja rjúka upp að óbreyttu þegar þarlendir bankar munu hækka vexti. Augljóst virðist því að þessi staða muni að óbreyttu valda vaxandi misvægi á evrusvæðinu, sem birtist í lakari samkeppnisstöðu banka í ríkjum í erfiðleikum, hættu á fjármagnsflótta og mismun í fjármögnunarkjörum ríkja sem er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Evran hafði þannig áhrif til að auka skuldsetningu sumra evruríkja og hún ýtir – við núverandi aðstæður – undir misvægi milli aðildarríkja, en hún er sem slík hvorki orsök vanda allra evruríkja né hindrun í vegi skynsamlegra lausna á vandanum. Ekki má gleyma því að evran kemur líka í veg fyrir að menn geti beitt hefðbundnum lausnum sem ríki hafa gripið til í alvarlegum fjármálakreppum hingað til – stórfelldum gengisfellingum, höftum á fjármagnsútstreymi og einangrunarstefnu í milliríkjaviðskiptum. Það er auðvelt að mæla með hinni „íslensku leið“ stórfelldrar gengisfellingar – sem felur í sér launalækkun um tugi prósenta – en við vitum líka að slík leið skapar engin verðmæti heldur einfaldlega flytur þau til. Ef allir færu hana, væru allir á sama stað. Ef evran á að lifa, þurfa aðildarríkin að takast á við hið raunverulega misvægi sem er að baki kreppunni og þá veikleika sem þegar hafa komið fram í evrusamstarfinu. Á sama tíma er það misvægi sem olli hér bankahruni og haftabúskap óleyst. Þetta misvægi ógnar ekki bara stöðugleika evrusamstarfsins heldur líka umgjörð frjálsra fjármagnshreyfinga á hinum samevrópska markaði. Ef ekki tekst vel til kann innri markaðurinn og sá stöðugleiki sem honum hefur fylgt um áratugi að vera í hættu. Það er jafn mikið áhyggjuefni fyrir okkur og önnur Evrópuríki. En hvað er þá til ráða? Við þá spurningu held ég áfram að glíma í næstu greinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum hef ég rakið þann mikla ávinning sem við höfum haft af opnun hagkerfisins með EES-samningnum en líka rætt hversu berskjölduð við urðum þá fyrir hræringum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Markmið okkar hlýtur nú að vera að koma Íslandi aftur í full tengsl við hið alþjóðlega viðskiptaumhverfi, en tryggja okkur líka fullnægjandi hagvarnir svo að við verðum ekki aftur jafn berskjölduð og við höfum verið síðustu ár. Og stóra spurningin er hvort það sé mögulegt innan EES eða hvort það verði auðveldara með aðild að ESB? Fyrst af öllu þurfum við þá að greina rétt þann vanda sem nú steðjar að mörgum Evrópuríkjum. Sumir kenna evrunni um stöðuna og aðrir segja vandamálið einungis vera skuldavanda sumra aðildarríkja evrunnar. Málið er hins vegar flóknara er svo. Fjármálakreppan frá 2008 hefur nú þróast í torleysta skuldakreppu. Heimili á Vesturlöndum hafa um áratugi gengið á eigið fé og aukið skuldsetningu sína. Þetta á við um Bandaríkin, Bretland, ýmis evruríki og svo Ísland, en í misríku mæli. Skuldsetning í atvinnulífi hefur líka aukist í kjölfar sífellt fjölbreyttara framboðs á fjármálaþjónustu. Sama má svo segja um hið opinbera – ríki og sveitarfélög – í ýmsum ríkjum. Evran greiddi að mörgu leyti fyrir þessari þróun, því með henni fengu flest aðildarríkin og bankar þeirra aðgang að lánsfé á mun lægri kjörum en þeim hefðu ella boðist. Fleiri og fleiri gátu því tekið hærri og hærri lán. En það þurfti ekki evruna til – þar er reynsla Íslendinga ólygnust. Bætt lánshæfismat íslenska ríkisins nýttist íslenskum bönkum til útþenslu með sama hætti. Grunnurinn að vandanum er því skuldsetning heimila, fyrirtækja og opinberra aðila. Þeim mun fleiri þættir efnahagslífsins sem eru skuldsettir upp í rjáfur, því minna svigrúm er til að takast á við óvænt áföll. Þess vegna er enginn eðlismunur á orsökum vanda evruríkjanna Spánar, Írlands og Portúgals og svo Lettlands, Ungverjalands og Bretlands. Eini munurinn felst í því hversu víðtæk skuldsetningin var og hvort það voru ríkið sjálft, sveitarfélögin, bankakerfið, heimilin eða fyrirtækin sem stofnuðu til skuldanna. Sú staðreynd að reglur innri markaðarins byggja á því að hvert ríki um sig styðji við og regli eigið fjármálakerfi veldur því hins vegar að vandi banka verður fljótt vandi þjóða á hinum evrópska markaði. Þar gildir einu hvort við eigum í hlut eða evruríki. Spurningin er bara hversu vel eða illa gengur að komast hjá því að bankakerfi í vanda verði viðkomandi þjóð að fótakefli. Þegar harðnar á dalnum hætta bankar að geta lánað og lánsfé verður torfengnara og hækkar í verði. Bankar vilja að lán séu greidd upp eða vextir hækki. Afleiðingarnar verða ólíkar eftir því hvaða land á í hlut, en þær eru alltaf erfiðar. Ísland byggði allt sitt á erlendum lánum. Fyrir vikið komu áhrif versnandi skilyrða að fullu og öllu fram á gjaldeyrismarkaðnum. Erlendir bankar heimtuðu að íslenskir skuldarar borguðu lánin sín. Spákaupmenn vildu líka breyta krónunum sínum í evrur. Enginn gjaldeyrir var til og krónan hrundi. Evran veldur því að kreppan hefur annars konar áhrif á evruríkin. Innan evrusvæðisins er ekki um gjaldeyrisyfirfærslur að ræða. Þar koma afleiðingar fram á skuldabréfamarkaði, þar sem áhættuálag á skuldug ríki og skulduga banka eykst. Ríkin þurfa að verja meira fé til að styðja við fjármálakerfi sín. Hóflegar ríkisskuldir geta fljótt orðið algerlega óviðráðanlegar þegar vaxtastigið fer upp úr öllu valdi. Vandinn er sá sami, en afleiðingarnar verða aðrar. Hið öfugsnúna er að við núverandi aðstæður ýkir evran aðstöðumun aðildarríkjanna. Lántökukostnaður Þjóðverja hefur þannig lækkað stórlega á meðan kostnaður annarra hefur hækkað. Spánverjar og Ítalir hafa undanfarið þurft að borga 6-7% vexti á 10 ára skuldabréfum, en Þjóðverjar borga nú rétt rúmt prósent og njóta neikvæðra vaxta á bréfum til tveggja ára - fjárfestar borga sem sé fyrir að fá að lána Þjóðverjum peninga til skamms tíma. Fjármögnunarkjör þessara þjóða voru hins vegar áþekk fyrir 2008. Þjóðverjar hafa þannig sparað sér tugi milljarða evra í vaxtagjöld á þessu ári einu, á meðan að öll önnur lönd þurfa að skuldsetja sig - og almenning - til að standa skil á vaxtagreiðslum, sem oftar en ekki renna á endanum til þýskra banka. Þetta ójafnvægi hefur sífellt víðtækari áhrif. Vaxtastig það sem ríkið borgar er það gólf sem vaxtastig allra annarra miðast við. Þannig mun vaxtakostnaður ítalskra og spænskra fyrirtækja rjúka upp að óbreyttu þegar þarlendir bankar munu hækka vexti. Augljóst virðist því að þessi staða muni að óbreyttu valda vaxandi misvægi á evrusvæðinu, sem birtist í lakari samkeppnisstöðu banka í ríkjum í erfiðleikum, hættu á fjármagnsflótta og mismun í fjármögnunarkjörum ríkja sem er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Evran hafði þannig áhrif til að auka skuldsetningu sumra evruríkja og hún ýtir – við núverandi aðstæður – undir misvægi milli aðildarríkja, en hún er sem slík hvorki orsök vanda allra evruríkja né hindrun í vegi skynsamlegra lausna á vandanum. Ekki má gleyma því að evran kemur líka í veg fyrir að menn geti beitt hefðbundnum lausnum sem ríki hafa gripið til í alvarlegum fjármálakreppum hingað til – stórfelldum gengisfellingum, höftum á fjármagnsútstreymi og einangrunarstefnu í milliríkjaviðskiptum. Það er auðvelt að mæla með hinni „íslensku leið“ stórfelldrar gengisfellingar – sem felur í sér launalækkun um tugi prósenta – en við vitum líka að slík leið skapar engin verðmæti heldur einfaldlega flytur þau til. Ef allir færu hana, væru allir á sama stað. Ef evran á að lifa, þurfa aðildarríkin að takast á við hið raunverulega misvægi sem er að baki kreppunni og þá veikleika sem þegar hafa komið fram í evrusamstarfinu. Á sama tíma er það misvægi sem olli hér bankahruni og haftabúskap óleyst. Þetta misvægi ógnar ekki bara stöðugleika evrusamstarfsins heldur líka umgjörð frjálsra fjármagnshreyfinga á hinum samevrópska markaði. Ef ekki tekst vel til kann innri markaðurinn og sá stöðugleiki sem honum hefur fylgt um áratugi að vera í hættu. Það er jafn mikið áhyggjuefni fyrir okkur og önnur Evrópuríki. En hvað er þá til ráða? Við þá spurningu held ég áfram að glíma í næstu greinum.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar