Innlent

Hlutfall erlendra starfsmanna breyttist lítið

Alla þá fækkun sem hefur orðið á erlendum ríkisborgurum á íslenskum vinnumarkaði frá 2008 má rekja til starfsmanna í mannvirkjagerð og iðnaði.n
Alla þá fækkun sem hefur orðið á erlendum ríkisborgurum á íslenskum vinnumarkaði frá 2008 má rekja til starfsmanna í mannvirkjagerð og iðnaði.n Fréttablaðið/Anto
Hlutfall erlendra ríkisborgara af þátttakendum á vinnumarkaði lækkaði einungis lítillega á árinu 2011 eftir að hafa lækkað hratt árin á undan. Erlendir ríkisborgarar voru alls 8,2% af öllum á vinnumarkaði árið 2011. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar um erlenda ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði.

Eftir hrun íslensku viðskiptabankanna haustið 2008 fækkaði erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaði hratt árin 2009 og 2010. Árið 2008 voru alls 18.070 erlendir ríkisborgarar á vinnumarkaði en þeim fækkaði í 15.070 á árinu 2010. Á síðasta ári fækkaði þeim svo í 14.600.

Nær alla fækkunina á þessum árum má rekja til starfsmanna í mannvirkjagerð og iðnaði. Þannig hefur erlendum starfsmönnum í þessum greinum fækkað úr 9.230 árið 2008 í 5.290 á síðasta ári. Erlendum starfsmönnum í öðrum greinum hefur hins vegar fjölgað örlítið, úr 9.230 árið 2008 í 9.310 á síðasta ári.

Eins og áður sagði voru erlendir ríkisborgarar 8,2% af öllum á vinnumarkaði á síðasta ári en það hlutfall náði hámarki árið 2008 þegar það var 9,9%. Samhliða fækkun erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði hefur atvinnuþátttaka hópsins einnig dregist saman. Farið úr 85,1% árið 2008 í 82,1% á síðasta ári. Á sama tíma hefur atvinnuþátttaka íslenskra ríkisborgara lækkað úr 82,3% í 80,2 prósent.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×