Styttum vinnutímann og bætum lífsgæði Guðmundur D. Haraldsson skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Sumir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í kreppu. Aðrir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í uppsveiflu. Staðreyndin er sú að það er almennt góð hugmynd að stytta vinnutímann. Nokkrar blákaldar staðreyndir: Íslenskt samfélag er mjög efnað, þó svo hér sé hópur fólks sem þurfi að lifa við kjör sem engum ætti að bjóðast. Nóg er til af góðu húsnæði, gott heilbrigðis- og menntakerfi og fá ríki eru eins tæknivædd. Ein ástæða þess að lífsgæði eru mikil á Íslandi er að við höfum yfir vélum að ráða sem geta unnið verkin fyrir okkur í hluta eða heild. Fyrir einni öld var til dæmis róið á opnum bátum til sjós – nú gera menn út á stórum stálskipum, en líka minni bátum í bland. Allt saman er þetta vélknúið. Samt vinnum við mjög mikið. Og raunar hefur vinnudagurinn almennt lítið styst undanfarna áratugi: Árið 2005 var meðalvinnuvikan 42 stundir á viku, en árið 1991 stóð hún í 44 stundum. Milli áranna 1980 og 2008 fækkaði vikulegum vinnustundum aðeins um 1,2 stundir. Og það allt þrátt fyrir sífellt aukna framleiðslu og að vélar létti sífellt verkin. Ástæðan fyrir þessu er í sjálfu sér einföld: Launafólk hefur almennt lítið um sinn vinnutíma að segja, atvinnurekendur stjórna vinnutímanum mestmegnis. Svo er það hitt að áherslumál stéttarfélaga hafa falist í að tryggja fólki hærri laun og aukinn kaupmátt. Það var ekki vanþörf á en ýmislegt hefur breyst á undanförnum áratugum.Skipting gæðanna Rannsóknir hafa sýnt að með auknum tekjum samfélaga aukast lífsgæði. Þegar vissum punkti er náð hættir það hins vegar að vera raunin, er hér átt við t.d. lífslíkur, félagsleg tengsl, gæði húsakosts og menntunar. Það sem skiptir þá meira máli er hvernig gæðum er skipt innan samfélaganna. Ef samfélag er ríkt og tekjum er mjög misskipt, þá er meira um félagsleg vandamál, svo dæmi sé tekið. Ef skiptingin er jafnari er minna um félagsleg vandamál. Fróðleiksfúsir geta lesið meira um þetta í bókinni The Spirit Level eftir Richard Wilkinson og Kate Pickett. Barátta stéttarfélaganna hefur skilað mörgum hópum bættum kjörum, en vinnutíminn er langur og lítt styttur. En misskipting jókst á undanförnum áratugum, sumir hafa mjög há laun meðan aðrir skrimta. Og misskiptingin felst ekki bara í launum því sumir eru fastir í skuldasúpu sem hrunið og eftirköst þess ýttu undir eða bjuggu til.Breyttar áherslur Stéttarfélögin hafa því mikilvæga hlutverki að gegna að auka lífskjör fólks. Í ljósi þessara breytinga er þörf á breyttum áherslum. Megináherslan ætti nú að felast í að stytta vinnutíma, enda mjög augljós lífsgæðaaukning sem felst í því: Meiri tími gefst með fjölskyldu, vinum og til að sinna áhugamálum. Hin áherslan ætti að felast í að draga úr misskiptingu, einkum með að minnka launabil og berjast fyrir umbótum á lánafyrirkomulagi. Með því að stíga þessi tvö skref má draga úr vinnu og dreifa auðnum, þannig að allir hafi það betra. Lítið hefur heyrst frá stjórnmálaflokkum um styttingu vinnutíma. Íslendingar vinna lengur en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Stjórnmálamenn hafa nú tækifæri á kosningavetri að setja aukin lífsgæði á dagskrána. Til þess að auka lífsgæði hérlendis þurfum við að hætta að einblína á kaupmátt. Það er ekki síður mikilvægt að stytta vinnutímann og draga úr misskiptingunni. Það þarf ekki lengur að strita dag og nótt til að draga björg í bú. Við eigum öll skilið styttri vinnudag, meiri tíma með fjölskyldum og vinum, til að sinna áhugamálum. Það er engin ástæða til þess að fólk komi dauðþreytt heim og eigi þá eftir að sinna húsverkum. Og að þessu ber stéttarfélögunum að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Sumir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í kreppu. Aðrir segja að það sé vond hugmynd að stytta vinnutíma í uppsveiflu. Staðreyndin er sú að það er almennt góð hugmynd að stytta vinnutímann. Nokkrar blákaldar staðreyndir: Íslenskt samfélag er mjög efnað, þó svo hér sé hópur fólks sem þurfi að lifa við kjör sem engum ætti að bjóðast. Nóg er til af góðu húsnæði, gott heilbrigðis- og menntakerfi og fá ríki eru eins tæknivædd. Ein ástæða þess að lífsgæði eru mikil á Íslandi er að við höfum yfir vélum að ráða sem geta unnið verkin fyrir okkur í hluta eða heild. Fyrir einni öld var til dæmis róið á opnum bátum til sjós – nú gera menn út á stórum stálskipum, en líka minni bátum í bland. Allt saman er þetta vélknúið. Samt vinnum við mjög mikið. Og raunar hefur vinnudagurinn almennt lítið styst undanfarna áratugi: Árið 2005 var meðalvinnuvikan 42 stundir á viku, en árið 1991 stóð hún í 44 stundum. Milli áranna 1980 og 2008 fækkaði vikulegum vinnustundum aðeins um 1,2 stundir. Og það allt þrátt fyrir sífellt aukna framleiðslu og að vélar létti sífellt verkin. Ástæðan fyrir þessu er í sjálfu sér einföld: Launafólk hefur almennt lítið um sinn vinnutíma að segja, atvinnurekendur stjórna vinnutímanum mestmegnis. Svo er það hitt að áherslumál stéttarfélaga hafa falist í að tryggja fólki hærri laun og aukinn kaupmátt. Það var ekki vanþörf á en ýmislegt hefur breyst á undanförnum áratugum.Skipting gæðanna Rannsóknir hafa sýnt að með auknum tekjum samfélaga aukast lífsgæði. Þegar vissum punkti er náð hættir það hins vegar að vera raunin, er hér átt við t.d. lífslíkur, félagsleg tengsl, gæði húsakosts og menntunar. Það sem skiptir þá meira máli er hvernig gæðum er skipt innan samfélaganna. Ef samfélag er ríkt og tekjum er mjög misskipt, þá er meira um félagsleg vandamál, svo dæmi sé tekið. Ef skiptingin er jafnari er minna um félagsleg vandamál. Fróðleiksfúsir geta lesið meira um þetta í bókinni The Spirit Level eftir Richard Wilkinson og Kate Pickett. Barátta stéttarfélaganna hefur skilað mörgum hópum bættum kjörum, en vinnutíminn er langur og lítt styttur. En misskipting jókst á undanförnum áratugum, sumir hafa mjög há laun meðan aðrir skrimta. Og misskiptingin felst ekki bara í launum því sumir eru fastir í skuldasúpu sem hrunið og eftirköst þess ýttu undir eða bjuggu til.Breyttar áherslur Stéttarfélögin hafa því mikilvæga hlutverki að gegna að auka lífskjör fólks. Í ljósi þessara breytinga er þörf á breyttum áherslum. Megináherslan ætti nú að felast í að stytta vinnutíma, enda mjög augljós lífsgæðaaukning sem felst í því: Meiri tími gefst með fjölskyldu, vinum og til að sinna áhugamálum. Hin áherslan ætti að felast í að draga úr misskiptingu, einkum með að minnka launabil og berjast fyrir umbótum á lánafyrirkomulagi. Með því að stíga þessi tvö skref má draga úr vinnu og dreifa auðnum, þannig að allir hafi það betra. Lítið hefur heyrst frá stjórnmálaflokkum um styttingu vinnutíma. Íslendingar vinna lengur en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Stjórnmálamenn hafa nú tækifæri á kosningavetri að setja aukin lífsgæði á dagskrána. Til þess að auka lífsgæði hérlendis þurfum við að hætta að einblína á kaupmátt. Það er ekki síður mikilvægt að stytta vinnutímann og draga úr misskiptingunni. Það þarf ekki lengur að strita dag og nótt til að draga björg í bú. Við eigum öll skilið styttri vinnudag, meiri tíma með fjölskyldum og vinum, til að sinna áhugamálum. Það er engin ástæða til þess að fólk komi dauðþreytt heim og eigi þá eftir að sinna húsverkum. Og að þessu ber stéttarfélögunum að vinna.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun