
Þrep virðisaukaskatts
Í nýútkomnu riti Samtaka atvinnulífsins, „Ræktun eða rányrkja?", eru stjórnvöld hvött til að minnka bilið milli þrepa í virðisaukaskatti í áföngum á næstu árum með hækkun lægra þrepsins og lækkun þess hærra.
VSK var tekinn upp hér á landi árið 1990 með einu skattþrepi, 24,5%, og skyldi hann vera almennur og skilvirkur. Sú stefna stóð ekki lengi því árið 1994 var tekið upp 14% þrep fyrir matvörur, gistiþjónustu, fjölmiðla, bækur og húshitun. Lægra þrepið var lækkað í 7% árið 2007 og hærra þrepið hækkað í 25,5% árið 2010. Í raun eru þrepin þrjú þar sem ekki er lagður VSK á fjórðung einkaneyslunnar.
Mikilvægasti tekjustofninn
VSK er mikilvægasti tekjustofn ríkissjóðs, skilar 30% skatttekna. VSK er ekki eins skaðlegur og flestir aðrir skattar þar sem hann hefur tiltölulega lítil áhrif á fjárfestingar og vinnuframboð og þar með verðmætasköpun. Ríkið þarf að rækta þennan skattstofn, hafa hann sem breiðastan, hlutfallið sem lægst og stuðla að stækkun hans. VSK hentar hins vegar afar illa til jöfnunar lífskjara.
Rannsóknir Hagstofunnar á útgjöldum heimila sýna að lægra VSK-þrepið hafi óveruleg áhrif til lífskjarajöfnunar. Hátekjuheimili verja þriðjungi hærri fjárhæð til kaupa á mat- og drykkjarvörum en lágtekjuheimili, þótt þau síðarnefndu verji heldur hærra hlutfalli tekna sinna til þessara þarfa. Stuðningur ríkisins við heimilin gegnum lægra þrep VSK er því þriðjungi meiri við hátekju- en lágtekjuheimili.
Í skattaskýrslu AGS um Ísland árið 2010 voru stjórnvöld hvött til þess að taka upp eitt VSK-þrep í áföngum af hagkvæmniástæðum og afnema ýmsar undanþágur.
Þótt óumdeilt sé að fleiri en eitt þrep í VSK mismuni atvinnugreinum, sé óskilvirkt og torveldi eftirlit, er staðreyndin sú að aðeins örfá ríki Evrópu hafa eitt skattþrep en flest eru með ýmist tvö eða þrjú þrep. Óhjákvæmilegt er að taka mið af þessu hér á landi. Íslensk verslun og ferðaþjónusta eru í samkeppni við fyrirtæki í þessum ríkjum og almannahagur að samkeppnisstaðan sé sem jöfnust.
Skoðun

Gleymdu að vanda sig
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Vindhögg Viðskiptaráðs
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Skref aftur á bak fyrir konur með endómetríósu
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Staða leikskólamála í Reykjanesbæ
Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar

Gervigreindaraðstoð: Kennarinn endurheimtir dýrmætan tíma
Björgmundur Guðmundsson skrifar

Tökum höndum saman áður en það er of seint
Karólína Helga Símonardóttir skrifar

PWC – Traustsins verðir?
Björn Thorsteinsson skrifar

Rasismi útskýrir stuðning við þjóðarmorð
Ingólfur Gíslason skrifar

Skuldin við jörðina: Kolefnisstjórnun skiptir sköpum
Nótt Thorberg skrifar

Pólitískar kreddur á kostnað skattgreiðenda
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Þetta eru börnin sem ég hef áhyggjur af í skólakerfinu
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

Óttumst við það að vera frjálsar manneskjur í frjálsu landi?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Loftslagsváin bíður ekki
Ívar Kristinn Jasonarson skrifar

Hvers vegna að kenna leiklist?
Rannveig Björk Þorkelsdóttir,Jóna Guðrún Jónsdóttir skrifar

Jafnt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll
Telma Sigtryggsdóttir skrifar

Svikin loforð í leikskólamálum Reykjanesbæjar
Gígja Sigríður Guðjónsdóttir skrifar

Heilbrigðiskerfið í bakkgír
Ingibjörg Isaksen skrifar

Blóðrautt norðanáhlaup
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Í vítahring stöðnunnar og úreldra vísinda
Björn Ólafsson skrifar

,,Skildu rétt, hvar skórinn að þér kreppir. Skildu, hver í bönd þig hneppti og hneppir.” (EB)
Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Við erum réttindalaus
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Raunir ríka fólksins og bænir þess
Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar

Myglaða nestisboxið og gleymda sítrónan
María Rut Kristinsdóttir skrifar

Talið við okkur áður en þið talið um okkur
Ian McDonald skrifar

Björgunarleiðangur fyrir Heimsmarkmiðin
Antonio Guterres skrifar

Átti ekki að klára dæmið í geðheilbrigðismálum?
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

Tómstunda- og félagsfræðinemar harma ákvörðun Akureyrarbæjar
Hópur nemenda í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ skrifar

Nefhjól á Austurvelli – Skiptir öryggi fólks á fjölmennasta svæði landsins ekki máli?
Daði Rafnsson,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar

Óður til Sigga sjéní
Ingvi Þór Georgsson skrifar

Álframleiðsla á Íslandi er ekki bara mikilvæg fyrir Ísland
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar