Tiger Ísland ehf., í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað þrjár tegundir af hrökkbrauði. Í pakkningum varanna fundust skordýr og eru þær því óhæfar til neyslu. Um er að ræða vörur sem voru í sölu á tímabilinu 22. október- 29. nóvember og eru með best fyrir dagsetningu 28.02.2013. Vörurnar hafa verið teknar af markaði.
Vörurnar voru til sölu í verslunum Tiger í Smáralind, Kringlunni, á Laugavegi og Akureyri. Viðskiptavinir sem hafa keypt vörurnar á ofangreindu tímabili eru beðnir um að skila þeim í næstu verslun Tiger gegn endurgreiðslu eða farga þeim.
Vörurnar eru:
Knækbrød - hørfrø & sesam
Knækbrød - græskarkerner
Speltknækbrød - græskarkerner & ost
