Innlent

Fá að skila umsögnum til 13 desember

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Valgerður Bjarnadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Valgerður Bjarnadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis gefur þeim sem þess óska kost á að senda skriflegar athugasemdir við frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breytingar á stjórnarskrá Íslands.

Á vefsíðu þingsins segir að nefndin veiti viðtöku umsögnum og erindum frá félögum, samtökum og einstaklingum á netfangið stjornskipun@althingi.is fyrir 13 desember. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni hafa mótmælt því að fresturinn sé of skammur.

Eldri umsagnir um skýrslu forsætisnefndar um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands sem voru til meðferðar á síðasta löggjafarþingi liggja einnig til grundvallar við vinnu nefndarinnar við frumvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×