Á fimm árum hefur innbrotum fækkað um þriðjung, eignaspjöllum um fjórðung og ofbeldisbrotum um 40% í Hlíðunum. Þetta kom fram á hverfafundi lögreglunnar með íbúum Hlíðanna í gær.
Hlíðarnar koma vel út í tölfræði lögreglunnar og afbrotum fækkar jafnt og þétt á svæðinu. Langtímamarkmið lögreglunnar er að fækka hvers kyns afbrotum enn frekar á svæðinu og auka þannig öryggistilfinningu íbúa. Fram kom að niðurstöður kannana bendi til þess að sífellt fleiri upplifi sig örugga þegar þeir eru einir á gangi á svæðinu.
Íbúar Hlíðanna voru ánægðir að heyra um þróuninna og sögðust 92% þeirra ánægðir með störf lögreglunnar í netkönnun.
Afbrotum fækkar í Hlíðunum
BBI skrifar
