Eflum menninguna, burt með niðurgreiðslur Guðmundur Edgarsson skrifar 10. mars 2012 12:00 Væri menningarlíf hér á landi fábrotið ef engar væru niðurgreiðslur? Væri miði í leikhús þá einungis á færi ríkra? Og ef menningin nyti ekki ríkisaðstoðar, hvað þá með önnur svið, t.d. jarðgöng? Allt eru þetta eðlilegar spurningar í ljósi greinar minnar um vanhugsaðar niðurgreiðslur ríkisins í menningar- og afþreyingargeiranum. Greinin birtist í Fréttablaðinu 21. febrúar sl. Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður er einn þeirra sem bregst við á prentvellinum í svargrein sem birtist þann 1. mars sl. í sama blaði. Vil ég nú svara gagnrökum Hjálmtýs. Fyrst ber að nefna að miði í Þjóðleikhúsið kostar mun meira fyrir einstaklinginn heldur en uppgefið verð í miðasölu því hann niðurgreiðir með sköttum sínum keypta og ókeypta miða alla ævina á enda. Raunkostnaður hans kynni því að vera margfaldur á hvern keyptan miða hvort sem er. Mikilvægara er þó að gera sér grein fyrir að við vitum ekkert um hvort menningarstarfsemi yrði öflugri eða veikari án niðurgreiðslna frá ríkinu. Ef engir væru ríkisstyrkirnir þyrftu veitendur menningarþjónustunnar nefnilega að lúta aðhaldi markaðarins og væru þar með líklegri til að leggja sig meira fram um að gera list og menningu meira aðlaðandi fyrir hinn almenna borgara. Fyrirtæki á frjálsum samkeppnismarkaði þurfa auk þess sífellt að bjóða vörur sínar eða þjónustu á eins lágu verði og hægt er. Af þeim sökum hafa margfalt fleiri efni á ýmsum vörum í dag sem einungis efnameira fólk hafði ráð á áður. Venjulegur farsími kostar nú einungis brotabrot af því sem hann kostaði áður fyrr. Mun fleiri hafa ráð á ferðast til útlanda nú en áður. Þá er ekkert slæmt við það að ein tegund rekstrar, t.d. ríkisrekinna leikhúsa, veikist, því að jafnaði styrkjast önnur svið á móti. Eitthvert fara jú peningarnir. Skattar ættu að lækka og ráðstöfunarfé fólks þar með að hækka. Þannig fær fólk meira svigrúm til að njóta annarra hluta. Stína fer oftar í líkamsrækt og Jón kaupir sér gítar. Í tilfelli Stínu mætti segja að heilsurækt í landinu efldist á kostnað menningarstafsemi, en í tilfelli Jóns styrktist einn geiri menningar, þ.e. tónlistarlíf, á kostnað annars konar menningar, t.d. leiklistar. Varðandi þau sjónarmið Hjálmtýs að niðurgreiða beri tiltekna starfsemi vegna afleiddra verðmæta sem nýtist öðrum en viðskiptavininum sjálfum, er sá hængur á að nota má slíkar röksemdir um hvaða starfsemi sem er. Lítið færi fyrir sköpunargleði fatahönnuða ef engar væru fataverslanir. Eitthvað væri matargerðarlist fátæklegri ef engin væru veitingahúsin. Samt dettur engum í hug að niðurgreiða rekstur veitingahúsa eða fataverslana. Að auki er ekkert óeðlilegt við það að stundum ber tiltekinn rekstur sig einfaldlega ekki. Ef loka þarf fyrirtæki er það iðulega skýrt merki um að ekki sé nægur áhugi á meðal fólks á viðkomandi þjónustu eða vöru. Þá er heiðarlegra að hætta rekstrinum heldur en að þvinga fé af saklausu fólki til að bera hann uppi. Varðandi samanburðinn við gangagerð bendi ég á að vaxandi skilningur er á því að fjármagna slík verkefni með veggjöldum, þ.e. að þeir borgi sem noti. Nefni ég Hvalfjarðargöng í því sambandi. Einnig er rætt um að fjármagna fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng með sama hætti svo og endurbættan Suðurlandsveg. Einkaframtakið hefur því að einhverju leyti rutt sér til rúms í vegagerð og vonandi sér bætt tækni svo til þess að aðrar vegaframkvæmdir í framtíðinni verði fjármagnaðar þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Væri menningarlíf hér á landi fábrotið ef engar væru niðurgreiðslur? Væri miði í leikhús þá einungis á færi ríkra? Og ef menningin nyti ekki ríkisaðstoðar, hvað þá með önnur svið, t.d. jarðgöng? Allt eru þetta eðlilegar spurningar í ljósi greinar minnar um vanhugsaðar niðurgreiðslur ríkisins í menningar- og afþreyingargeiranum. Greinin birtist í Fréttablaðinu 21. febrúar sl. Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður er einn þeirra sem bregst við á prentvellinum í svargrein sem birtist þann 1. mars sl. í sama blaði. Vil ég nú svara gagnrökum Hjálmtýs. Fyrst ber að nefna að miði í Þjóðleikhúsið kostar mun meira fyrir einstaklinginn heldur en uppgefið verð í miðasölu því hann niðurgreiðir með sköttum sínum keypta og ókeypta miða alla ævina á enda. Raunkostnaður hans kynni því að vera margfaldur á hvern keyptan miða hvort sem er. Mikilvægara er þó að gera sér grein fyrir að við vitum ekkert um hvort menningarstarfsemi yrði öflugri eða veikari án niðurgreiðslna frá ríkinu. Ef engir væru ríkisstyrkirnir þyrftu veitendur menningarþjónustunnar nefnilega að lúta aðhaldi markaðarins og væru þar með líklegri til að leggja sig meira fram um að gera list og menningu meira aðlaðandi fyrir hinn almenna borgara. Fyrirtæki á frjálsum samkeppnismarkaði þurfa auk þess sífellt að bjóða vörur sínar eða þjónustu á eins lágu verði og hægt er. Af þeim sökum hafa margfalt fleiri efni á ýmsum vörum í dag sem einungis efnameira fólk hafði ráð á áður. Venjulegur farsími kostar nú einungis brotabrot af því sem hann kostaði áður fyrr. Mun fleiri hafa ráð á ferðast til útlanda nú en áður. Þá er ekkert slæmt við það að ein tegund rekstrar, t.d. ríkisrekinna leikhúsa, veikist, því að jafnaði styrkjast önnur svið á móti. Eitthvert fara jú peningarnir. Skattar ættu að lækka og ráðstöfunarfé fólks þar með að hækka. Þannig fær fólk meira svigrúm til að njóta annarra hluta. Stína fer oftar í líkamsrækt og Jón kaupir sér gítar. Í tilfelli Stínu mætti segja að heilsurækt í landinu efldist á kostnað menningarstafsemi, en í tilfelli Jóns styrktist einn geiri menningar, þ.e. tónlistarlíf, á kostnað annars konar menningar, t.d. leiklistar. Varðandi þau sjónarmið Hjálmtýs að niðurgreiða beri tiltekna starfsemi vegna afleiddra verðmæta sem nýtist öðrum en viðskiptavininum sjálfum, er sá hængur á að nota má slíkar röksemdir um hvaða starfsemi sem er. Lítið færi fyrir sköpunargleði fatahönnuða ef engar væru fataverslanir. Eitthvað væri matargerðarlist fátæklegri ef engin væru veitingahúsin. Samt dettur engum í hug að niðurgreiða rekstur veitingahúsa eða fataverslana. Að auki er ekkert óeðlilegt við það að stundum ber tiltekinn rekstur sig einfaldlega ekki. Ef loka þarf fyrirtæki er það iðulega skýrt merki um að ekki sé nægur áhugi á meðal fólks á viðkomandi þjónustu eða vöru. Þá er heiðarlegra að hætta rekstrinum heldur en að þvinga fé af saklausu fólki til að bera hann uppi. Varðandi samanburðinn við gangagerð bendi ég á að vaxandi skilningur er á því að fjármagna slík verkefni með veggjöldum, þ.e. að þeir borgi sem noti. Nefni ég Hvalfjarðargöng í því sambandi. Einnig er rætt um að fjármagna fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng með sama hætti svo og endurbættan Suðurlandsveg. Einkaframtakið hefur því að einhverju leyti rutt sér til rúms í vegagerð og vonandi sér bætt tækni svo til þess að aðrar vegaframkvæmdir í framtíðinni verði fjármagnaðar þannig.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar