Eflum menninguna, burt með niðurgreiðslur Guðmundur Edgarsson skrifar 10. mars 2012 12:00 Væri menningarlíf hér á landi fábrotið ef engar væru niðurgreiðslur? Væri miði í leikhús þá einungis á færi ríkra? Og ef menningin nyti ekki ríkisaðstoðar, hvað þá með önnur svið, t.d. jarðgöng? Allt eru þetta eðlilegar spurningar í ljósi greinar minnar um vanhugsaðar niðurgreiðslur ríkisins í menningar- og afþreyingargeiranum. Greinin birtist í Fréttablaðinu 21. febrúar sl. Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður er einn þeirra sem bregst við á prentvellinum í svargrein sem birtist þann 1. mars sl. í sama blaði. Vil ég nú svara gagnrökum Hjálmtýs. Fyrst ber að nefna að miði í Þjóðleikhúsið kostar mun meira fyrir einstaklinginn heldur en uppgefið verð í miðasölu því hann niðurgreiðir með sköttum sínum keypta og ókeypta miða alla ævina á enda. Raunkostnaður hans kynni því að vera margfaldur á hvern keyptan miða hvort sem er. Mikilvægara er þó að gera sér grein fyrir að við vitum ekkert um hvort menningarstarfsemi yrði öflugri eða veikari án niðurgreiðslna frá ríkinu. Ef engir væru ríkisstyrkirnir þyrftu veitendur menningarþjónustunnar nefnilega að lúta aðhaldi markaðarins og væru þar með líklegri til að leggja sig meira fram um að gera list og menningu meira aðlaðandi fyrir hinn almenna borgara. Fyrirtæki á frjálsum samkeppnismarkaði þurfa auk þess sífellt að bjóða vörur sínar eða þjónustu á eins lágu verði og hægt er. Af þeim sökum hafa margfalt fleiri efni á ýmsum vörum í dag sem einungis efnameira fólk hafði ráð á áður. Venjulegur farsími kostar nú einungis brotabrot af því sem hann kostaði áður fyrr. Mun fleiri hafa ráð á ferðast til útlanda nú en áður. Þá er ekkert slæmt við það að ein tegund rekstrar, t.d. ríkisrekinna leikhúsa, veikist, því að jafnaði styrkjast önnur svið á móti. Eitthvert fara jú peningarnir. Skattar ættu að lækka og ráðstöfunarfé fólks þar með að hækka. Þannig fær fólk meira svigrúm til að njóta annarra hluta. Stína fer oftar í líkamsrækt og Jón kaupir sér gítar. Í tilfelli Stínu mætti segja að heilsurækt í landinu efldist á kostnað menningarstafsemi, en í tilfelli Jóns styrktist einn geiri menningar, þ.e. tónlistarlíf, á kostnað annars konar menningar, t.d. leiklistar. Varðandi þau sjónarmið Hjálmtýs að niðurgreiða beri tiltekna starfsemi vegna afleiddra verðmæta sem nýtist öðrum en viðskiptavininum sjálfum, er sá hængur á að nota má slíkar röksemdir um hvaða starfsemi sem er. Lítið færi fyrir sköpunargleði fatahönnuða ef engar væru fataverslanir. Eitthvað væri matargerðarlist fátæklegri ef engin væru veitingahúsin. Samt dettur engum í hug að niðurgreiða rekstur veitingahúsa eða fataverslana. Að auki er ekkert óeðlilegt við það að stundum ber tiltekinn rekstur sig einfaldlega ekki. Ef loka þarf fyrirtæki er það iðulega skýrt merki um að ekki sé nægur áhugi á meðal fólks á viðkomandi þjónustu eða vöru. Þá er heiðarlegra að hætta rekstrinum heldur en að þvinga fé af saklausu fólki til að bera hann uppi. Varðandi samanburðinn við gangagerð bendi ég á að vaxandi skilningur er á því að fjármagna slík verkefni með veggjöldum, þ.e. að þeir borgi sem noti. Nefni ég Hvalfjarðargöng í því sambandi. Einnig er rætt um að fjármagna fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng með sama hætti svo og endurbættan Suðurlandsveg. Einkaframtakið hefur því að einhverju leyti rutt sér til rúms í vegagerð og vonandi sér bætt tækni svo til þess að aðrar vegaframkvæmdir í framtíðinni verði fjármagnaðar þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Væri menningarlíf hér á landi fábrotið ef engar væru niðurgreiðslur? Væri miði í leikhús þá einungis á færi ríkra? Og ef menningin nyti ekki ríkisaðstoðar, hvað þá með önnur svið, t.d. jarðgöng? Allt eru þetta eðlilegar spurningar í ljósi greinar minnar um vanhugsaðar niðurgreiðslur ríkisins í menningar- og afþreyingargeiranum. Greinin birtist í Fréttablaðinu 21. febrúar sl. Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðarmaður er einn þeirra sem bregst við á prentvellinum í svargrein sem birtist þann 1. mars sl. í sama blaði. Vil ég nú svara gagnrökum Hjálmtýs. Fyrst ber að nefna að miði í Þjóðleikhúsið kostar mun meira fyrir einstaklinginn heldur en uppgefið verð í miðasölu því hann niðurgreiðir með sköttum sínum keypta og ókeypta miða alla ævina á enda. Raunkostnaður hans kynni því að vera margfaldur á hvern keyptan miða hvort sem er. Mikilvægara er þó að gera sér grein fyrir að við vitum ekkert um hvort menningarstarfsemi yrði öflugri eða veikari án niðurgreiðslna frá ríkinu. Ef engir væru ríkisstyrkirnir þyrftu veitendur menningarþjónustunnar nefnilega að lúta aðhaldi markaðarins og væru þar með líklegri til að leggja sig meira fram um að gera list og menningu meira aðlaðandi fyrir hinn almenna borgara. Fyrirtæki á frjálsum samkeppnismarkaði þurfa auk þess sífellt að bjóða vörur sínar eða þjónustu á eins lágu verði og hægt er. Af þeim sökum hafa margfalt fleiri efni á ýmsum vörum í dag sem einungis efnameira fólk hafði ráð á áður. Venjulegur farsími kostar nú einungis brotabrot af því sem hann kostaði áður fyrr. Mun fleiri hafa ráð á ferðast til útlanda nú en áður. Þá er ekkert slæmt við það að ein tegund rekstrar, t.d. ríkisrekinna leikhúsa, veikist, því að jafnaði styrkjast önnur svið á móti. Eitthvert fara jú peningarnir. Skattar ættu að lækka og ráðstöfunarfé fólks þar með að hækka. Þannig fær fólk meira svigrúm til að njóta annarra hluta. Stína fer oftar í líkamsrækt og Jón kaupir sér gítar. Í tilfelli Stínu mætti segja að heilsurækt í landinu efldist á kostnað menningarstafsemi, en í tilfelli Jóns styrktist einn geiri menningar, þ.e. tónlistarlíf, á kostnað annars konar menningar, t.d. leiklistar. Varðandi þau sjónarmið Hjálmtýs að niðurgreiða beri tiltekna starfsemi vegna afleiddra verðmæta sem nýtist öðrum en viðskiptavininum sjálfum, er sá hængur á að nota má slíkar röksemdir um hvaða starfsemi sem er. Lítið færi fyrir sköpunargleði fatahönnuða ef engar væru fataverslanir. Eitthvað væri matargerðarlist fátæklegri ef engin væru veitingahúsin. Samt dettur engum í hug að niðurgreiða rekstur veitingahúsa eða fataverslana. Að auki er ekkert óeðlilegt við það að stundum ber tiltekinn rekstur sig einfaldlega ekki. Ef loka þarf fyrirtæki er það iðulega skýrt merki um að ekki sé nægur áhugi á meðal fólks á viðkomandi þjónustu eða vöru. Þá er heiðarlegra að hætta rekstrinum heldur en að þvinga fé af saklausu fólki til að bera hann uppi. Varðandi samanburðinn við gangagerð bendi ég á að vaxandi skilningur er á því að fjármagna slík verkefni með veggjöldum, þ.e. að þeir borgi sem noti. Nefni ég Hvalfjarðargöng í því sambandi. Einnig er rætt um að fjármagna fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng með sama hætti svo og endurbættan Suðurlandsveg. Einkaframtakið hefur því að einhverju leyti rutt sér til rúms í vegagerð og vonandi sér bætt tækni svo til þess að aðrar vegaframkvæmdir í framtíðinni verði fjármagnaðar þannig.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir Skoðun