Sahara-hlauparar undirbúa tvöfalt lengra hlaup um óbyggðir Íslands Hugrún Halldórsdóttir skrifar 10. mars 2012 20:00 Tveir fílhraustir Reykvíkingar luku í gær við hundrað og tólf kílómetra hlaup í Sahara-eyðimörkinni fyrstir Íslendinga. Aðstandendur hlaupsins leggja nú drög að tvöfalt lengra hlaupi um óbyggðir Íslands. Arnaldur Birgir Konráðsson og Ágúst Guðmundsson fóru leiðina á fjórum dögum en þeir unnu til verðlauna fyrir að koma alla leið frá Íslandi og takast á við aðstæður sem eru Íslendingum ókunnar. „Nóttina fyrir maraþonið var fjögurra stiga frost þannig að öll hlaupafötin frusu og síðan lögðum við af stað í maraþonið og þá fengum við 35 gráðu hita og aldrei upplifað annan eins hita. Síðan er búið að vera rok og rigning, það er bara öll flóran á einni viku," sagði Arnaldur Birgir þegar hann lýsti hrikalegu veðurfari þessarar alræmdu eyðimerkur. Strákarnir fengu að hafa eina tösku meðferðis þar sem þeir geymdu hlaupafötin, orkudrykki og aðrar nauðsynjar en á nóttunni sváfu þeir í opnum tjöldum. „Við fengum góðan sandstorm eina nóttina þannig að maður vaknaði með öll vitin full af sandi og það var nú enn ein upplifunin," segir Arnaldur. 175 tóku þátt í hlaupinu í ár en Arnaldur og Ágúst fylgdust allan tímann að. „Við lögðum af stað saman og komum í mark saman í hverjum einasta legg og hefðum ekki vilja gera þetta neitt öðruvísi. Það er líka bara skynsemi, þetta eru aðstæður sem við þekkjum lítið og það hefði ekki verið vit í neinu öðru en að taka þetta bara saman. Það er líka bara það sem gerir þetta eftirminnilegt," segir Arnaldur. Og fyrir þá sem vilja feta í fótspor félaganna þurfa ekki að bíða lengi því allt stefnir í æsispennandi hlaup hér á landi sumarið 2013. „Þeir sem að hönnuðu brautina fyrir þetta hlaup eru að koma til Íslands í ágúst til að búa til 250 km hlaup um hálendi Íslands, ekki það að ég sé endilega að fara að skrá mig en það er bara mjög gaman af því," segir Arnaldur sem er síður en svo búinn að fá nóg. Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
Tveir fílhraustir Reykvíkingar luku í gær við hundrað og tólf kílómetra hlaup í Sahara-eyðimörkinni fyrstir Íslendinga. Aðstandendur hlaupsins leggja nú drög að tvöfalt lengra hlaupi um óbyggðir Íslands. Arnaldur Birgir Konráðsson og Ágúst Guðmundsson fóru leiðina á fjórum dögum en þeir unnu til verðlauna fyrir að koma alla leið frá Íslandi og takast á við aðstæður sem eru Íslendingum ókunnar. „Nóttina fyrir maraþonið var fjögurra stiga frost þannig að öll hlaupafötin frusu og síðan lögðum við af stað í maraþonið og þá fengum við 35 gráðu hita og aldrei upplifað annan eins hita. Síðan er búið að vera rok og rigning, það er bara öll flóran á einni viku," sagði Arnaldur Birgir þegar hann lýsti hrikalegu veðurfari þessarar alræmdu eyðimerkur. Strákarnir fengu að hafa eina tösku meðferðis þar sem þeir geymdu hlaupafötin, orkudrykki og aðrar nauðsynjar en á nóttunni sváfu þeir í opnum tjöldum. „Við fengum góðan sandstorm eina nóttina þannig að maður vaknaði með öll vitin full af sandi og það var nú enn ein upplifunin," segir Arnaldur. 175 tóku þátt í hlaupinu í ár en Arnaldur og Ágúst fylgdust allan tímann að. „Við lögðum af stað saman og komum í mark saman í hverjum einasta legg og hefðum ekki vilja gera þetta neitt öðruvísi. Það er líka bara skynsemi, þetta eru aðstæður sem við þekkjum lítið og það hefði ekki verið vit í neinu öðru en að taka þetta bara saman. Það er líka bara það sem gerir þetta eftirminnilegt," segir Arnaldur. Og fyrir þá sem vilja feta í fótspor félaganna þurfa ekki að bíða lengi því allt stefnir í æsispennandi hlaup hér á landi sumarið 2013. „Þeir sem að hönnuðu brautina fyrir þetta hlaup eru að koma til Íslands í ágúst til að búa til 250 km hlaup um hálendi Íslands, ekki það að ég sé endilega að fara að skrá mig en það er bara mjög gaman af því," segir Arnaldur sem er síður en svo búinn að fá nóg.
Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent