Tækifæri framtíðarinnar Einar Smárason skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Hvar liggja atvinnumöguleikar og tækifæri framtíðarinnar? Þetta er spurningin sem fólk ætti að spyrja sig áður en það fer í nám eða út á atvinnumarkaðinn. En hugsar ungt fólk nógu mikið út í þetta? Oftar en ekki eru ákvarðanir byggðar á upplýsingum í fortíðinni og má sem dæmi nefna „hvaða menntun hefur gefið vel af sér fyrir forfeður okkar“. Í rauninni ættu einstaklingar frekar að líta til þess hvaða möguleikar kunna að gefa vel af sér í framtíðinni. Veröldin er síbreytileg og hlutir þróast áfram. Menntun er slík auðlind (ólíkt öllum öðrum) að því meira sem þú notar hana því meira vex hún. Nú kann þetta að hljóma eins og það sé ekkert mál að spá fyrir um framtíðina, sem er ekki raunin. Einstaklingar geta samt sem áður reynt að taka meðvitaðar ákvarðanir um hvað kann að verða og hvar tækifærin liggja. Tækifærin munu líklegast liggja mjög víða og möguleikarnir eru óteljandi. En það er einn hluti af heiminum sem er líklegur til að bjóða upp á gífurlega möguleika í komandi framtíð og það er hafið. Hafið er einn minnst rannsakaði hluti jarðar en samkvæmt NOAA (The National Oceanic and Atmospheric Adminstration) þá eru um 95% af hafinu ókönnuð sem er áhugavert með tilliti til þess að hafið þekur um 70% af yfirborði jarðar. Þetta þýðir bara eitt, að þarna úti liggja gífurleg tækifæri og ekki bara tækifæri fyrir vísindamenn og sjávarútvegsfræðinga heldur alla flóruna af fræðimönnum, viðskiptafræðinga, verkfræðinga, lögfræðinga, tölvunarfræðinga og svo mætti lengi telja. Þetta eru tækifæri sem við ættum að hafa í huga og reyna nýta okkur eftir fremsta megni. Íslendingar eru meðal fremstu þjóða heims í haftengdri starfsemi og sjávarútvegurinn er einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Því ætti það að vera okkur kappsmál að stefna á að vera best á þessu sviði og lykillinn að því er þekking, sem fæst einungis með menntun og reynslu. Við ættum að leggja áherslu á að fræða ungt fólk á þessu sviði og vekja athygli þess á þeim ónýttu tækifærum sem liggja í hafinu. Íslenski sjávarklasinn hefur sett á fót öflugan hóp sem samanstendur af fulltrúum úr framhalds– og háskólum sem og aðilum úr atvinnulífinu til að stuðla að frekari menntun, skilningi og framþróun á þessu sviði. Vandamálið er að ungu fólki finnst haftengd starfsemi oftar en ekki hljóma frekar óspennandi, þegar staðreyndin er sú að það veit lítið sem ekkert um þessa starfsemi. Það þarf að breyta þessari ímynd með því að kynna unga fólkinu það sem hafið hefur upp á að bjóða og það þarf að gera það á áhugaverðan hátt. Ungt fólk getur verið erfiður markhópur, þar sem það verður fyrir ofgnótt upplýsinga á hverjum degi og þess vegna er ekki sama hvernig að þessu er staðið. Það hefur lengi verið sagt hér á Íslandi „annaðhvort ferðu í skóla eða þú endar í fiskinum“ sem er í rauninni mjög röng hugsun og gefur mjög svarta ímynd af sjávarútvegi og annarri haftengdri starfsemi. Það ætti frekar að hvetja fólk til að fara í skóla og mennta sig í haftengdum greinum, á hvaða sviði sem er, til dæmis sjávarútvegsfræði, viðskiptafræði, líffræði og fleira. Ef það er einhver hluti af heiminum sem felur í sér mikla framtíðarmöguleika og tækifæri þá er það hafið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Sjá meira
Hvar liggja atvinnumöguleikar og tækifæri framtíðarinnar? Þetta er spurningin sem fólk ætti að spyrja sig áður en það fer í nám eða út á atvinnumarkaðinn. En hugsar ungt fólk nógu mikið út í þetta? Oftar en ekki eru ákvarðanir byggðar á upplýsingum í fortíðinni og má sem dæmi nefna „hvaða menntun hefur gefið vel af sér fyrir forfeður okkar“. Í rauninni ættu einstaklingar frekar að líta til þess hvaða möguleikar kunna að gefa vel af sér í framtíðinni. Veröldin er síbreytileg og hlutir þróast áfram. Menntun er slík auðlind (ólíkt öllum öðrum) að því meira sem þú notar hana því meira vex hún. Nú kann þetta að hljóma eins og það sé ekkert mál að spá fyrir um framtíðina, sem er ekki raunin. Einstaklingar geta samt sem áður reynt að taka meðvitaðar ákvarðanir um hvað kann að verða og hvar tækifærin liggja. Tækifærin munu líklegast liggja mjög víða og möguleikarnir eru óteljandi. En það er einn hluti af heiminum sem er líklegur til að bjóða upp á gífurlega möguleika í komandi framtíð og það er hafið. Hafið er einn minnst rannsakaði hluti jarðar en samkvæmt NOAA (The National Oceanic and Atmospheric Adminstration) þá eru um 95% af hafinu ókönnuð sem er áhugavert með tilliti til þess að hafið þekur um 70% af yfirborði jarðar. Þetta þýðir bara eitt, að þarna úti liggja gífurleg tækifæri og ekki bara tækifæri fyrir vísindamenn og sjávarútvegsfræðinga heldur alla flóruna af fræðimönnum, viðskiptafræðinga, verkfræðinga, lögfræðinga, tölvunarfræðinga og svo mætti lengi telja. Þetta eru tækifæri sem við ættum að hafa í huga og reyna nýta okkur eftir fremsta megni. Íslendingar eru meðal fremstu þjóða heims í haftengdri starfsemi og sjávarútvegurinn er einn af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Því ætti það að vera okkur kappsmál að stefna á að vera best á þessu sviði og lykillinn að því er þekking, sem fæst einungis með menntun og reynslu. Við ættum að leggja áherslu á að fræða ungt fólk á þessu sviði og vekja athygli þess á þeim ónýttu tækifærum sem liggja í hafinu. Íslenski sjávarklasinn hefur sett á fót öflugan hóp sem samanstendur af fulltrúum úr framhalds– og háskólum sem og aðilum úr atvinnulífinu til að stuðla að frekari menntun, skilningi og framþróun á þessu sviði. Vandamálið er að ungu fólki finnst haftengd starfsemi oftar en ekki hljóma frekar óspennandi, þegar staðreyndin er sú að það veit lítið sem ekkert um þessa starfsemi. Það þarf að breyta þessari ímynd með því að kynna unga fólkinu það sem hafið hefur upp á að bjóða og það þarf að gera það á áhugaverðan hátt. Ungt fólk getur verið erfiður markhópur, þar sem það verður fyrir ofgnótt upplýsinga á hverjum degi og þess vegna er ekki sama hvernig að þessu er staðið. Það hefur lengi verið sagt hér á Íslandi „annaðhvort ferðu í skóla eða þú endar í fiskinum“ sem er í rauninni mjög röng hugsun og gefur mjög svarta ímynd af sjávarútvegi og annarri haftengdri starfsemi. Það ætti frekar að hvetja fólk til að fara í skóla og mennta sig í haftengdum greinum, á hvaða sviði sem er, til dæmis sjávarútvegsfræði, viðskiptafræði, líffræði og fleira. Ef það er einhver hluti af heiminum sem felur í sér mikla framtíðarmöguleika og tækifæri þá er það hafið.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar