Ríkisstjórnin hafnar nýsköpun og framförum Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Nýsköpun felur í sér lærdóm og kallar í mörgum tilvikum á ný viðmið þegar tekist er á um hvað sé skynsamlegt og eðlilegt. Eftir hrun gerðu margir Íslendingar sér vonir um að stjórnmálamenn myndu læra af hrakförum íslenska þjóðarbúsins og bæta starfshætti í stjórnsýslunni. Hrunið er talandi dæmi um það hversu klíkumenning stjórnmálaflokkanna er hættuleg almenningi. En umbætur í íslenskri stjórnsýslu eru nýsköpunarverkefni sem krefst breytts hugarfars og að menn komi auga á mikilvægi annarra markmiða en þeirra sem stýrðu þjóðarbúinu í þrot. Lágkúran í íslenskri stjórnmála- og stjórnsýslumenningu birtist vel í götusaltsmálinu þegar eftirlitsaðili heimilaði ölgerðinni að klára birgðirnar af salti sem ætlað er til iðnaðar og selja þær til matvælaframleiðslu. Þátttaka landlæknis í leyndarspili um gallaða brjóstapúða er annað dæmi um kæruleysi og fyrirlitningu gagnvart íslenskum neytendum. Víðast hvar í hinum vestræna heimi er talið að þegar menn eru skipaðir í ráðherraembætti sé þeim falin ábyrgð á þeim stofnunum sem heyra undir viðkomandi ráðuneyti. Það er viðtekið að þegar stjórnendur stofnana bregðast er það skylda ráðherra að sjá til þess að fjarlægja viðkomandi stjórnendur og skipa hæfa stjórnendur í þeirra stað. Þetta er þáttur í því að tryggja gæði stjórnsýslunnar, ásýnd um öryggi og mikilvægur þáttur í að skapa traust meðal almennings. Á Íslandi bera innan við 10% almennings traust til Alþingis og traust til annarra stofnana fer þverrandi. Geðþóttavald og rassvasabókhald eru einkenni á íslenskri stjórnsýslu. Steingrímur Joð hefur talað um, í ræðum erlendis, mikilvægi þess að sannfæra almenning um nauðsyn. Taka ákvarðanir og sannfæra almenning um nauðsyn þeirra. Í þessu birtist hugsunarháttur forræðishyggjunnar. Málflutningur Steingríms líkist í þessu málflutningi sérhagsmunaafla á borð við LÍÚ. Ef ákvarðanir ríkisvaldsins eru almennt vondar fyrir almenning en þjóna þröngum hagsmunum fjármálakerfis og einokunarhafa þá er eins gott að hafa sannfæringarkraftinn og friðþægja þjóðina. Leyndarhyggjan styður geðþóttavaldið sem fylgir sérhagsmunagæslunni. Hentar það ekki ráðherrum að fara eftir eðlilegum sjónarmiðum um stjórnsýslugæði við embættisverk? Enda dregur það úr valdi ráðherrans sem þá þarf að lúta faglegum sjónarmiðum sem ekki samræmast endilega hans persónulegu þörfum. Í þessum töluðu orðum er Steingrímur Joð að beita sannfæringarkraftinum við að réttlæta að farið sé á svig við gæði í ráðningarferli ráðuneytisstjóra. Hann reisir sjálfum sér stall og hlutgerir ríkið í sjálfum sér. Hann ætlar ekki að auglýsa starf ráðuneytisstjóra heldur að ráða hann á persónulegum nótum í gegnum „samninga“. En ríkið er ekki Steingrímur Joð heldur þjóðin og það kerfi sem þjóðin vill að sé mótað til þess að framfylgja vilja hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Nýsköpun felur í sér lærdóm og kallar í mörgum tilvikum á ný viðmið þegar tekist er á um hvað sé skynsamlegt og eðlilegt. Eftir hrun gerðu margir Íslendingar sér vonir um að stjórnmálamenn myndu læra af hrakförum íslenska þjóðarbúsins og bæta starfshætti í stjórnsýslunni. Hrunið er talandi dæmi um það hversu klíkumenning stjórnmálaflokkanna er hættuleg almenningi. En umbætur í íslenskri stjórnsýslu eru nýsköpunarverkefni sem krefst breytts hugarfars og að menn komi auga á mikilvægi annarra markmiða en þeirra sem stýrðu þjóðarbúinu í þrot. Lágkúran í íslenskri stjórnmála- og stjórnsýslumenningu birtist vel í götusaltsmálinu þegar eftirlitsaðili heimilaði ölgerðinni að klára birgðirnar af salti sem ætlað er til iðnaðar og selja þær til matvælaframleiðslu. Þátttaka landlæknis í leyndarspili um gallaða brjóstapúða er annað dæmi um kæruleysi og fyrirlitningu gagnvart íslenskum neytendum. Víðast hvar í hinum vestræna heimi er talið að þegar menn eru skipaðir í ráðherraembætti sé þeim falin ábyrgð á þeim stofnunum sem heyra undir viðkomandi ráðuneyti. Það er viðtekið að þegar stjórnendur stofnana bregðast er það skylda ráðherra að sjá til þess að fjarlægja viðkomandi stjórnendur og skipa hæfa stjórnendur í þeirra stað. Þetta er þáttur í því að tryggja gæði stjórnsýslunnar, ásýnd um öryggi og mikilvægur þáttur í að skapa traust meðal almennings. Á Íslandi bera innan við 10% almennings traust til Alþingis og traust til annarra stofnana fer þverrandi. Geðþóttavald og rassvasabókhald eru einkenni á íslenskri stjórnsýslu. Steingrímur Joð hefur talað um, í ræðum erlendis, mikilvægi þess að sannfæra almenning um nauðsyn. Taka ákvarðanir og sannfæra almenning um nauðsyn þeirra. Í þessu birtist hugsunarháttur forræðishyggjunnar. Málflutningur Steingríms líkist í þessu málflutningi sérhagsmunaafla á borð við LÍÚ. Ef ákvarðanir ríkisvaldsins eru almennt vondar fyrir almenning en þjóna þröngum hagsmunum fjármálakerfis og einokunarhafa þá er eins gott að hafa sannfæringarkraftinn og friðþægja þjóðina. Leyndarhyggjan styður geðþóttavaldið sem fylgir sérhagsmunagæslunni. Hentar það ekki ráðherrum að fara eftir eðlilegum sjónarmiðum um stjórnsýslugæði við embættisverk? Enda dregur það úr valdi ráðherrans sem þá þarf að lúta faglegum sjónarmiðum sem ekki samræmast endilega hans persónulegu þörfum. Í þessum töluðu orðum er Steingrímur Joð að beita sannfæringarkraftinum við að réttlæta að farið sé á svig við gæði í ráðningarferli ráðuneytisstjóra. Hann reisir sjálfum sér stall og hlutgerir ríkið í sjálfum sér. Hann ætlar ekki að auglýsa starf ráðuneytisstjóra heldur að ráða hann á persónulegum nótum í gegnum „samninga“. En ríkið er ekki Steingrímur Joð heldur þjóðin og það kerfi sem þjóðin vill að sé mótað til þess að framfylgja vilja hennar.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar