Ingólfstorg – borgartorg – ekki byggingarlóð Egill Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Mikil umræða er þessa dagana um nýafstaðna alþjóðlega arkitektasamkeppni á svæðinu í Kvosinni við Ingólfstorg og Kirkjustræti, sem haldin var á vegum Reykjavíkurborgar og eiganda fasteigna á svæðinu. Hann hefur hug á að byggja þar hótel. Skiptar skoðanir eru um verðlaunatillöguna úr samkeppninni, sem leggja á til grundvallar við væntanlegt deiliskipulag fyrir þennan reit í miðborg Reykjavíkur. Margir hafa þegar tjáð sig í ræðu og í riti og kallað er eftir málefnalegri umræðu um Ingólfstorg. Ekki ætti að koma neinum á óvart að Reykvíkingar hafi skoðanir á þessu máli, því að skipulagsmál eru ekki einkamál borgaryfirvalda heldur varða borgarbúa alla. Svæðið sem um ræðir er hluti af elstu kaupstaðarmynd Reykjavíkur. Til fróðleiks þá er Aðalstræti elsta gata Reykjavíkur samkvæmt upplýsingum úr bókinni Kvosin eftir Guðmund Ingólfsson, Guðnýju G. Gunnarsdóttur og Hjörleif Stefánsson, og var upprunalega nefnd „Hovedgaden“. Ekki er þó rætt um Aðalstræti sem götu fyrr en við stofnun og uppbyggingu Innréttinganna undir forystu Skúla fógeta og fyrstu húsa sem þar voru byggð um 1750. Frá þeim tíma hefur byggð staðið við götuna. Eitt húsanna, Aðalstræti 10, er eitt af húsum Innréttinganna. Það stendur enn og myndar nú eitt af hornum Ingólfstorgs ásamt öðrum byggingum. Skúli gætir ennþá svæðisins í Fógetagarðinum, steyptur í kopar. Hvað skyldi honum finnast um hið nýja skipulag Ingólfstorgs? Eðli allra borga er að þær þróast í tímanna rás og forsendur fyrri tíma fyrir skipulagi þeirra breytast. Miðborg Reykjavíkur hefur þannig þróast frá tíð Innréttinganna til okkar daga eins og má sjá á Ingólfstorgi, sem í raun er ekki upprunalegt torg í borginni, samkvæmt skipulagi hennar, heldur varð rými torgsins til þegar að Hótel Ísland brann árið 1944 og ekki byggt þar aftur, og síðan þegar að byggingar norðar á torginu voru fjarlægðar, ein af annarri. Torgið hefur síðan fest sig í sessi sem eitt af helstu opnu rýmum miðborgarinnar og er gott dæmi um hvernig borgarrými geta þróast, jafnvel án þess að gert hafi verið ráð fyrir því í skipulagi. Ingólfstorg er nú eitt af aðaltorgum borgarinnar samkvæmt samþykktu skipulagi Kvosarinnar. Sú hugmynd að byggja á torginu af því að Hótel Ísland stóð þar áður á varla við rök að styðjast í dag. Aðstæður í Reykjavík laust eftir 1900 þegar bygging hússins hófst voru allt aðrar en í dag auk þess sem þörf fyrir stórt almenningsrými er önnur en þá. Ingólfstorg er í dag, að mínu mati, aðalborgartorg Reykjavíkur. Lækjartorg vantar þá afmörkun sem yfirleitt er notuð um torg, sem er a.m.k fjórar hliðar til afmörkunar rýmisins. Austurvöllur er blanda af torgi og garði og þess vegna ekki með sömu eiginleika og borgartorg, sem flest eru með hörðu undirlagi og henta því betur. Önnur torg eða svæði af svipaðri stærð og með eiginleika borgartorga eru ekki í miðborginni. Ingólfstorg er staður fyrir alla og þar hefur þróast mjög fjölbreytt mannlíf undanfarna áratugi, allt frá ungum borgarbúum á hjólabrettum til formlegra atburða á tyllidögum. Í því liggur besta nýting torgsins fyrir Reykvíkinga, ekki síst í þessari margbreytilegu notkun og fjölnota möguleikum. Þetta mannlíf mætti eflaust styrkja með því að skipuleggja torgið betur, t.d. minnka þá miklu bílaumferð sem oft myndast við Aðalstræti vegna hótela sem þar eru. Núverandi stærð torgsins og afmörkun má hins vegar varla vera minni til þess að torgið standi undir nafni sem aðalborgartorg Reykjavíkur með fjölbreytilega nýtingarmöguleika og sem torg fyrir umtalsverðan fjölda fólks eins og þörf er á t.d. á þjóðhátíðardaginn. Ef byggt verður á Ingólfstorgi miðað við verðlaunatillöguna minnkar heildarstærð torgsins um ca. 40% frá því sem nú er. Það sem þá yrði eftir af torginu er að mínu mati orðið of lítið rými til þess að uppfylla eðli torgsins sem aðalborgartorgs Reykjavíkur. Skuggavarp af fyrirhuguðum nýbyggingum sem verða allt að 3 hæðir verður einnig umtalsvert á þann hluta sem eftir verður af torginu og opnar sig á móti sólu vegna þess að suðurhlið núverandi torgs færist til norðurs. Ekki verður heldur séð hvers vegna byggja þarf á torginu. Er vöntun á húsnæði fyrir þá starfsemi sem fyrirhuguð er byggingunni? Ef þétta þarf byggðina í miðborginni eða nágrenni vegna skorts á húsnæði eða af öðrum ástæðum, þá hlýtur að finnast annar staður en Ingólfstorg. Eins og fram hefur komið hjá borgaryfirvöldum verður verðlaunatillaga samkeppninnar um fyrirhugað hótel og skipulag Ingólfstorgs notuð sem grunnur að gerð nýs deiliskipulags fyrir þennan reit. Ingólfstorg og umhverfi þess er mikilvægur staður í hjarta Reykjavíkur þar sem fjölbreytilegt mannlíf er vissulega til staðar í dag. Því er nauðsynlegt að vel takist til við endanlega uppbyggingu svæðisins og skipulag torgsins og einnig að sátt verði um heildarlausn. Enn eiga borgaryfirvöld eftir að fara yfir öll atriði þessa máls á nýjan leik og einnig að kynna þau fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu og borgarbúum þannig að það verði ekki eingöngu hagsmunir eiganda fyrirhugaðs hótels sem aðallega ráða ferðinni. Ég vona að skipulagsyfirvöld í Reykjavík beri gæfu til að hlífa Ingólfstorgi við frekari byggð þannig að það geti staðið áfram sem aðal borgartorg Reykjavíkur í nútíð og framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Mikil umræða er þessa dagana um nýafstaðna alþjóðlega arkitektasamkeppni á svæðinu í Kvosinni við Ingólfstorg og Kirkjustræti, sem haldin var á vegum Reykjavíkurborgar og eiganda fasteigna á svæðinu. Hann hefur hug á að byggja þar hótel. Skiptar skoðanir eru um verðlaunatillöguna úr samkeppninni, sem leggja á til grundvallar við væntanlegt deiliskipulag fyrir þennan reit í miðborg Reykjavíkur. Margir hafa þegar tjáð sig í ræðu og í riti og kallað er eftir málefnalegri umræðu um Ingólfstorg. Ekki ætti að koma neinum á óvart að Reykvíkingar hafi skoðanir á þessu máli, því að skipulagsmál eru ekki einkamál borgaryfirvalda heldur varða borgarbúa alla. Svæðið sem um ræðir er hluti af elstu kaupstaðarmynd Reykjavíkur. Til fróðleiks þá er Aðalstræti elsta gata Reykjavíkur samkvæmt upplýsingum úr bókinni Kvosin eftir Guðmund Ingólfsson, Guðnýju G. Gunnarsdóttur og Hjörleif Stefánsson, og var upprunalega nefnd „Hovedgaden“. Ekki er þó rætt um Aðalstræti sem götu fyrr en við stofnun og uppbyggingu Innréttinganna undir forystu Skúla fógeta og fyrstu húsa sem þar voru byggð um 1750. Frá þeim tíma hefur byggð staðið við götuna. Eitt húsanna, Aðalstræti 10, er eitt af húsum Innréttinganna. Það stendur enn og myndar nú eitt af hornum Ingólfstorgs ásamt öðrum byggingum. Skúli gætir ennþá svæðisins í Fógetagarðinum, steyptur í kopar. Hvað skyldi honum finnast um hið nýja skipulag Ingólfstorgs? Eðli allra borga er að þær þróast í tímanna rás og forsendur fyrri tíma fyrir skipulagi þeirra breytast. Miðborg Reykjavíkur hefur þannig þróast frá tíð Innréttinganna til okkar daga eins og má sjá á Ingólfstorgi, sem í raun er ekki upprunalegt torg í borginni, samkvæmt skipulagi hennar, heldur varð rými torgsins til þegar að Hótel Ísland brann árið 1944 og ekki byggt þar aftur, og síðan þegar að byggingar norðar á torginu voru fjarlægðar, ein af annarri. Torgið hefur síðan fest sig í sessi sem eitt af helstu opnu rýmum miðborgarinnar og er gott dæmi um hvernig borgarrými geta þróast, jafnvel án þess að gert hafi verið ráð fyrir því í skipulagi. Ingólfstorg er nú eitt af aðaltorgum borgarinnar samkvæmt samþykktu skipulagi Kvosarinnar. Sú hugmynd að byggja á torginu af því að Hótel Ísland stóð þar áður á varla við rök að styðjast í dag. Aðstæður í Reykjavík laust eftir 1900 þegar bygging hússins hófst voru allt aðrar en í dag auk þess sem þörf fyrir stórt almenningsrými er önnur en þá. Ingólfstorg er í dag, að mínu mati, aðalborgartorg Reykjavíkur. Lækjartorg vantar þá afmörkun sem yfirleitt er notuð um torg, sem er a.m.k fjórar hliðar til afmörkunar rýmisins. Austurvöllur er blanda af torgi og garði og þess vegna ekki með sömu eiginleika og borgartorg, sem flest eru með hörðu undirlagi og henta því betur. Önnur torg eða svæði af svipaðri stærð og með eiginleika borgartorga eru ekki í miðborginni. Ingólfstorg er staður fyrir alla og þar hefur þróast mjög fjölbreytt mannlíf undanfarna áratugi, allt frá ungum borgarbúum á hjólabrettum til formlegra atburða á tyllidögum. Í því liggur besta nýting torgsins fyrir Reykvíkinga, ekki síst í þessari margbreytilegu notkun og fjölnota möguleikum. Þetta mannlíf mætti eflaust styrkja með því að skipuleggja torgið betur, t.d. minnka þá miklu bílaumferð sem oft myndast við Aðalstræti vegna hótela sem þar eru. Núverandi stærð torgsins og afmörkun má hins vegar varla vera minni til þess að torgið standi undir nafni sem aðalborgartorg Reykjavíkur með fjölbreytilega nýtingarmöguleika og sem torg fyrir umtalsverðan fjölda fólks eins og þörf er á t.d. á þjóðhátíðardaginn. Ef byggt verður á Ingólfstorgi miðað við verðlaunatillöguna minnkar heildarstærð torgsins um ca. 40% frá því sem nú er. Það sem þá yrði eftir af torginu er að mínu mati orðið of lítið rými til þess að uppfylla eðli torgsins sem aðalborgartorgs Reykjavíkur. Skuggavarp af fyrirhuguðum nýbyggingum sem verða allt að 3 hæðir verður einnig umtalsvert á þann hluta sem eftir verður af torginu og opnar sig á móti sólu vegna þess að suðurhlið núverandi torgs færist til norðurs. Ekki verður heldur séð hvers vegna byggja þarf á torginu. Er vöntun á húsnæði fyrir þá starfsemi sem fyrirhuguð er byggingunni? Ef þétta þarf byggðina í miðborginni eða nágrenni vegna skorts á húsnæði eða af öðrum ástæðum, þá hlýtur að finnast annar staður en Ingólfstorg. Eins og fram hefur komið hjá borgaryfirvöldum verður verðlaunatillaga samkeppninnar um fyrirhugað hótel og skipulag Ingólfstorgs notuð sem grunnur að gerð nýs deiliskipulags fyrir þennan reit. Ingólfstorg og umhverfi þess er mikilvægur staður í hjarta Reykjavíkur þar sem fjölbreytilegt mannlíf er vissulega til staðar í dag. Því er nauðsynlegt að vel takist til við endanlega uppbyggingu svæðisins og skipulag torgsins og einnig að sátt verði um heildarlausn. Enn eiga borgaryfirvöld eftir að fara yfir öll atriði þessa máls á nýjan leik og einnig að kynna þau fyrir hagsmunaaðilum á svæðinu og borgarbúum þannig að það verði ekki eingöngu hagsmunir eiganda fyrirhugaðs hótels sem aðallega ráða ferðinni. Ég vona að skipulagsyfirvöld í Reykjavík beri gæfu til að hlífa Ingólfstorgi við frekari byggð þannig að það geti staðið áfram sem aðal borgartorg Reykjavíkur í nútíð og framtíð.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun