Erlent

FIFA krefst þess að bjórsala verði leyfð á HM í Brasilíu

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur krafist þess að bjór verði seldur á öllum leikvöngum þar sem Heimsmeistarakeppnin í fótbolta fer fram í Brasilíu árið 2014.

Hinsvegar er bannað með lögum í Brasilíu að selja áfengi á fótboltavöllum. Þing landsins hefur haft breytingar á þessum lögum til meðferðar um langa hríð en hvorki gengur né rekur að fá henni breytt. Raunar er heilbrigðismálaráðherra landsins alfarið á móti því að leyfa bjórsölu á fótboltaleikjum.

FIFA segir hinsvegar að rétturinn til að selja bjór á leikjum heimsmeistarakeppninnar verði að vera til staðar áður en keppnin hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×