Erlent

Orban hyggst lagfæra lögin

Viktor Orban Segist hafa fullan skilning á gagnrýninni.
Viktor Orban Segist hafa fullan skilning á gagnrýninni. nordicphotos/AFP
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur sent bréf til José Manuels Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þar sem hann lofar því að umdeildum lögum verði breytt þannig að þau fullnægi lýðræðiskröfum Evrópusambandsins.

Orban heldur því reyndar fram að nýja stjórnarskráin, sem tók gildi um áramótin, sé reist á grundvallarhugsjónum ESB. Hins vegar viðurkenndi hann að ekki væri undarlegt þótt hún vekti spurningar um sjálfstæði bæði seðlabanka og dómsvalds í Ungverjalandi.

Framkvæmdastjórn ESB krefst þess að lögunum verði breytt, að öðrum kosti verði höfðað mál á hendur Ungverjalandi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×