Um niðurfellingu sakamáls Ragnar H. Hall skrifar 19. janúar 2012 06:00 Fyrir fáeinum dögum birtist í Fréttablaðinu grein eftir Róbert Spanó lagaprófessor þar sem hann fór yfir lögfræðileg álitaefni um niðurfellingu máls fyrir Landsdómi. Prófessorinn komst að þeirri niðurstöðu að Alþingi færi með ákæruvald í málinu, málið væri rekið eftir meginreglum laga um meðferð sakamála nr. 50/2008 og þetta sama ákæruvald hefði fulla heimild til að fella málið niður með nýrri ákvörðun. Þingflokkur Hreyfingarinnar hefur komið saman til að fjalla um þetta álitaefni. Tilefni þess er tillaga formanns Sjálfstæðisflokksins um að Alþingi álykti að yfirstandandi mál fyrir Landsdómi gegn Geir Haarde verði fellt niður. Hreyfingin boðar, að komi til umfjöllunar um þess háttar þingsályktunartillögu inni á Alþingi muni þingmenn hennar flytja tillögu um nýja ákvörðun um málssókn gegn hinum þremur ráðherrunum sem Alþingi ákvað á sínum tíma að ákæra ekki. Afstaða Hreyfingarinnar þarfnast athugunar. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála tekur ákæruvaldið ákvörðun um hvort mál skuli höfðað á hendur tilteknum manni fyrir ætlaða refsiverða háttsemi. Ef maður hefur fengið stöðu grunaðs manns við rannsókn tekur ákæruvaldið formlega ákvörðun um framhaldið. Ef ákveðið er að sækja ekki mál á hendur honum er sú ákvörðun endanleg og verður ekki endurskoðuð nema fram komi ný sönnunargögn sem kollvarpa hinni fyrri ákvörðun – grundvöllur máls verður þá annar. Það var einmitt þannig þegar ákvörðun var tekin á Alþingi um að ákæra Geir Haarde að formleg ákvörðun var tekin um að ákæra ekki þrjá aðra ráðherra sem þingnefnd hafði gert tillögu um. Það þýðir að málshöfðun á hendur þeim getur ekki komið til greina. Hæstaréttarmálið nr. 4/2009Hinn 4. janúar 2009 var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli sem ákæruvaldið höfðaði á hendur fjórum mönnum. Þrír þeirra voru ákærðir fyrir skattalagabrot, en sá fjórði var endurskoðandi, sem ákærður var fyrir brot á lögum sem gilda um starfsemi hans og voru þau talin hafa gert hinum kleift að brjóta skattalög. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að vísa bæri ákærunni frá dómi að því er varðaði sakargiftir á hendur þeim þremur sem ákærðir voru fyrir skattalagabrot, en frávísunarkrafa var ekki gerð af hálfu endurskoðandans. Hæstiréttur breytti ekki þessari ákvörðun, þannig að þegar niðurstaða hans lá fyrir var bara einn sakborningur eftir í málinu. Ákæruvaldið ákvað þá að fella málið niður gagnvart honum líka. Þetta mál þekkir aðstoðarmaður saksóknara Alþingis mjög vel – hann rak málið af hálfu ákæruvaldsins frá upphafi til enda. Honum er að sjálfsögðu ljóst að ákæruvaldið í máli Geirs Haarde er hjá Alþingi, og að Alþingi hefur fulla heimild til að taka nýja ákvörðun í því máli. Nú er alveg sérstakt tilefni fyrir Alþingi til að taka nýja ákvörðun – mikilvægum þáttum ákærunnar í málinu hefur verið vísað frá vegna gallaðs málatilbúnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum dögum birtist í Fréttablaðinu grein eftir Róbert Spanó lagaprófessor þar sem hann fór yfir lögfræðileg álitaefni um niðurfellingu máls fyrir Landsdómi. Prófessorinn komst að þeirri niðurstöðu að Alþingi færi með ákæruvald í málinu, málið væri rekið eftir meginreglum laga um meðferð sakamála nr. 50/2008 og þetta sama ákæruvald hefði fulla heimild til að fella málið niður með nýrri ákvörðun. Þingflokkur Hreyfingarinnar hefur komið saman til að fjalla um þetta álitaefni. Tilefni þess er tillaga formanns Sjálfstæðisflokksins um að Alþingi álykti að yfirstandandi mál fyrir Landsdómi gegn Geir Haarde verði fellt niður. Hreyfingin boðar, að komi til umfjöllunar um þess háttar þingsályktunartillögu inni á Alþingi muni þingmenn hennar flytja tillögu um nýja ákvörðun um málssókn gegn hinum þremur ráðherrunum sem Alþingi ákvað á sínum tíma að ákæra ekki. Afstaða Hreyfingarinnar þarfnast athugunar. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála tekur ákæruvaldið ákvörðun um hvort mál skuli höfðað á hendur tilteknum manni fyrir ætlaða refsiverða háttsemi. Ef maður hefur fengið stöðu grunaðs manns við rannsókn tekur ákæruvaldið formlega ákvörðun um framhaldið. Ef ákveðið er að sækja ekki mál á hendur honum er sú ákvörðun endanleg og verður ekki endurskoðuð nema fram komi ný sönnunargögn sem kollvarpa hinni fyrri ákvörðun – grundvöllur máls verður þá annar. Það var einmitt þannig þegar ákvörðun var tekin á Alþingi um að ákæra Geir Haarde að formleg ákvörðun var tekin um að ákæra ekki þrjá aðra ráðherra sem þingnefnd hafði gert tillögu um. Það þýðir að málshöfðun á hendur þeim getur ekki komið til greina. Hæstaréttarmálið nr. 4/2009Hinn 4. janúar 2009 var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli sem ákæruvaldið höfðaði á hendur fjórum mönnum. Þrír þeirra voru ákærðir fyrir skattalagabrot, en sá fjórði var endurskoðandi, sem ákærður var fyrir brot á lögum sem gilda um starfsemi hans og voru þau talin hafa gert hinum kleift að brjóta skattalög. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að vísa bæri ákærunni frá dómi að því er varðaði sakargiftir á hendur þeim þremur sem ákærðir voru fyrir skattalagabrot, en frávísunarkrafa var ekki gerð af hálfu endurskoðandans. Hæstiréttur breytti ekki þessari ákvörðun, þannig að þegar niðurstaða hans lá fyrir var bara einn sakborningur eftir í málinu. Ákæruvaldið ákvað þá að fella málið niður gagnvart honum líka. Þetta mál þekkir aðstoðarmaður saksóknara Alþingis mjög vel – hann rak málið af hálfu ákæruvaldsins frá upphafi til enda. Honum er að sjálfsögðu ljóst að ákæruvaldið í máli Geirs Haarde er hjá Alþingi, og að Alþingi hefur fulla heimild til að taka nýja ákvörðun í því máli. Nú er alveg sérstakt tilefni fyrir Alþingi til að taka nýja ákvörðun – mikilvægum þáttum ákærunnar í málinu hefur verið vísað frá vegna gallaðs málatilbúnaðar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun