Um niðurfellingu sakamáls Ragnar H. Hall skrifar 19. janúar 2012 06:00 Fyrir fáeinum dögum birtist í Fréttablaðinu grein eftir Róbert Spanó lagaprófessor þar sem hann fór yfir lögfræðileg álitaefni um niðurfellingu máls fyrir Landsdómi. Prófessorinn komst að þeirri niðurstöðu að Alþingi færi með ákæruvald í málinu, málið væri rekið eftir meginreglum laga um meðferð sakamála nr. 50/2008 og þetta sama ákæruvald hefði fulla heimild til að fella málið niður með nýrri ákvörðun. Þingflokkur Hreyfingarinnar hefur komið saman til að fjalla um þetta álitaefni. Tilefni þess er tillaga formanns Sjálfstæðisflokksins um að Alþingi álykti að yfirstandandi mál fyrir Landsdómi gegn Geir Haarde verði fellt niður. Hreyfingin boðar, að komi til umfjöllunar um þess háttar þingsályktunartillögu inni á Alþingi muni þingmenn hennar flytja tillögu um nýja ákvörðun um málssókn gegn hinum þremur ráðherrunum sem Alþingi ákvað á sínum tíma að ákæra ekki. Afstaða Hreyfingarinnar þarfnast athugunar. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála tekur ákæruvaldið ákvörðun um hvort mál skuli höfðað á hendur tilteknum manni fyrir ætlaða refsiverða háttsemi. Ef maður hefur fengið stöðu grunaðs manns við rannsókn tekur ákæruvaldið formlega ákvörðun um framhaldið. Ef ákveðið er að sækja ekki mál á hendur honum er sú ákvörðun endanleg og verður ekki endurskoðuð nema fram komi ný sönnunargögn sem kollvarpa hinni fyrri ákvörðun – grundvöllur máls verður þá annar. Það var einmitt þannig þegar ákvörðun var tekin á Alþingi um að ákæra Geir Haarde að formleg ákvörðun var tekin um að ákæra ekki þrjá aðra ráðherra sem þingnefnd hafði gert tillögu um. Það þýðir að málshöfðun á hendur þeim getur ekki komið til greina. Hæstaréttarmálið nr. 4/2009Hinn 4. janúar 2009 var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli sem ákæruvaldið höfðaði á hendur fjórum mönnum. Þrír þeirra voru ákærðir fyrir skattalagabrot, en sá fjórði var endurskoðandi, sem ákærður var fyrir brot á lögum sem gilda um starfsemi hans og voru þau talin hafa gert hinum kleift að brjóta skattalög. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að vísa bæri ákærunni frá dómi að því er varðaði sakargiftir á hendur þeim þremur sem ákærðir voru fyrir skattalagabrot, en frávísunarkrafa var ekki gerð af hálfu endurskoðandans. Hæstiréttur breytti ekki þessari ákvörðun, þannig að þegar niðurstaða hans lá fyrir var bara einn sakborningur eftir í málinu. Ákæruvaldið ákvað þá að fella málið niður gagnvart honum líka. Þetta mál þekkir aðstoðarmaður saksóknara Alþingis mjög vel – hann rak málið af hálfu ákæruvaldsins frá upphafi til enda. Honum er að sjálfsögðu ljóst að ákæruvaldið í máli Geirs Haarde er hjá Alþingi, og að Alþingi hefur fulla heimild til að taka nýja ákvörðun í því máli. Nú er alveg sérstakt tilefni fyrir Alþingi til að taka nýja ákvörðun – mikilvægum þáttum ákærunnar í málinu hefur verið vísað frá vegna gallaðs málatilbúnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum dögum birtist í Fréttablaðinu grein eftir Róbert Spanó lagaprófessor þar sem hann fór yfir lögfræðileg álitaefni um niðurfellingu máls fyrir Landsdómi. Prófessorinn komst að þeirri niðurstöðu að Alþingi færi með ákæruvald í málinu, málið væri rekið eftir meginreglum laga um meðferð sakamála nr. 50/2008 og þetta sama ákæruvald hefði fulla heimild til að fella málið niður með nýrri ákvörðun. Þingflokkur Hreyfingarinnar hefur komið saman til að fjalla um þetta álitaefni. Tilefni þess er tillaga formanns Sjálfstæðisflokksins um að Alþingi álykti að yfirstandandi mál fyrir Landsdómi gegn Geir Haarde verði fellt niður. Hreyfingin boðar, að komi til umfjöllunar um þess háttar þingsályktunartillögu inni á Alþingi muni þingmenn hennar flytja tillögu um nýja ákvörðun um málssókn gegn hinum þremur ráðherrunum sem Alþingi ákvað á sínum tíma að ákæra ekki. Afstaða Hreyfingarinnar þarfnast athugunar. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála tekur ákæruvaldið ákvörðun um hvort mál skuli höfðað á hendur tilteknum manni fyrir ætlaða refsiverða háttsemi. Ef maður hefur fengið stöðu grunaðs manns við rannsókn tekur ákæruvaldið formlega ákvörðun um framhaldið. Ef ákveðið er að sækja ekki mál á hendur honum er sú ákvörðun endanleg og verður ekki endurskoðuð nema fram komi ný sönnunargögn sem kollvarpa hinni fyrri ákvörðun – grundvöllur máls verður þá annar. Það var einmitt þannig þegar ákvörðun var tekin á Alþingi um að ákæra Geir Haarde að formleg ákvörðun var tekin um að ákæra ekki þrjá aðra ráðherra sem þingnefnd hafði gert tillögu um. Það þýðir að málshöfðun á hendur þeim getur ekki komið til greina. Hæstaréttarmálið nr. 4/2009Hinn 4. janúar 2009 var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli sem ákæruvaldið höfðaði á hendur fjórum mönnum. Þrír þeirra voru ákærðir fyrir skattalagabrot, en sá fjórði var endurskoðandi, sem ákærður var fyrir brot á lögum sem gilda um starfsemi hans og voru þau talin hafa gert hinum kleift að brjóta skattalög. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að vísa bæri ákærunni frá dómi að því er varðaði sakargiftir á hendur þeim þremur sem ákærðir voru fyrir skattalagabrot, en frávísunarkrafa var ekki gerð af hálfu endurskoðandans. Hæstiréttur breytti ekki þessari ákvörðun, þannig að þegar niðurstaða hans lá fyrir var bara einn sakborningur eftir í málinu. Ákæruvaldið ákvað þá að fella málið niður gagnvart honum líka. Þetta mál þekkir aðstoðarmaður saksóknara Alþingis mjög vel – hann rak málið af hálfu ákæruvaldsins frá upphafi til enda. Honum er að sjálfsögðu ljóst að ákæruvaldið í máli Geirs Haarde er hjá Alþingi, og að Alþingi hefur fulla heimild til að taka nýja ákvörðun í því máli. Nú er alveg sérstakt tilefni fyrir Alþingi til að taka nýja ákvörðun – mikilvægum þáttum ákærunnar í málinu hefur verið vísað frá vegna gallaðs málatilbúnaðar.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun