Erlent

Meira en 20 er enn saknað

Flotgirðingar lagðar Óttast er að olía geti lekið úr skipinu.
Flotgirðingar lagðar Óttast er að olía geti lekið úr skipinu. nordicphotos/AFP
Enn er 23 manna saknað en ellefu að auki hafa fundist látnir í skemmtiferðaskipinu Costa Concordia, sem strandaði við Ítalíu um síðustu helgi.

Fresta þurfti björgunaraðgerðum í gær þegar skipið hreyfðist til, en vonast var til að þær gætu hafist fljótlega þegar gengið hefði verið úr skugga um að lega þess væri nógu traust. Stefnt var að því að hefjast sem fyrst handa við að dæla olíu úr skipinu.

Framferði skipstjórans, Francescos Schettino, vekur æ meiri furðu og frásögn hans af strandinu verður æ ótrúlegri. Ítölsk dagblöð hafa það eftir rannsóknardómara að hann hafi verið óstöðugur á fótum þegar hann „skjögraðist“ um borð í björgunarbát. Auk þess hafi hann ekki verið fær um að snúa aftur til skips þegar björgunarmenn nánast skipuðu honum að koma til hjálpar.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×