Erlent

100 ár liðin frá ferð Robert Scott á Suðurpólinn

Í þessari viku voru liðin 100 ár frá örlagaríkum leiðangri breska landkönnuðarins Robert Scott á Suðurpólinn.

Scott og félagar hans náðu á Suðurpólinn þann 17. janúar árið 1912 en sáu þá sér til mikillar gremju að norski landkönnuðurinn Roald Amundsen hafði náð þangað rúmlega mánuði áður.

Á leiðinni frá pólnum lentu Scott og félagar hans í miklum hremmingum sem enduðu með því að þeir fórust allir úr hungri og kulda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×