Tækifæri til áhrifa Sigríður Björk Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2012 06:00 Mörg sveitarfélög leitast nú í meira mæli að virkja íbúa til þátttöku hvað varðar skipulagsmál. Það má til dæmis gera með aðkomu snemma í skipulagsferlinu sem gefur um leið íbúum tækifæri til þess að hafa stefnumótandi áhrif á skipulagsþróun í sínu bæjarfélagi. Fyrir nokkru síðan ákváðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að efna til hugmyndasamkeppni um svokallaða Dvergslóð, sem er reitur í miðbæ Hafnarfjarðar sem afmarkast af Lækjargötu, Suðurgötu og Brekkugötu við rætur Hamarsins þar sem smíðaverkstæðið Dvergur var áður til húsa. Svæðið hefur mikla sögulega skírskotun til bæði sögu Hafnarfjarðar en ekki síður í atvinnusögu landsins en trésmiðjan Dvergur var eitt þeirra húsa sem tengd voru við fyrstu rafstöð sem reist var á Íslandi árið 1904. Í nokkur ár hefur staðið til að rífa þá stóru og miklu byggingu sem þar stendur nú og var reist á grunni gömlu timburverksmiðjunnar árið 1965, en óhætt er að segja að hún sé barn síns tíma og ekki í miklu samræmi við þann skala eða það yfirbragð sem annars er ríkjandi í umhverfinu. Í lok ársins 2011 ákvað Skipulags- og byggingarráð að setja af stað hugmyndasamkeppni um þróun þessa svæðis, og er sú ákvörðun í samræmi við bókun Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á hátíðarfundi í tilefni af hundrað ára afmæli bæjarins. Með þessu er íbúum gefinn kostur á að hafa áhrif á þróun skipulags í miðbænum. Um leið er sérstaklega bent á að þetta verkefni er tilvalið að nýta í þeim tilgangi að efla umhverfismennt í grunn- og leikskólum bæjarins, en eins og fram kemur í samkeppnislýsingu er auglýst eftir tillögum í mjög fjölbreyttu formi sem gefur tækifæri til skapandi úrlausna. Markmiðið er að fá sem flestar nýjar hugmyndir frá íbúum og hvað þeir sjá fyrir sér sem heppilega starfsemi eða nýtingu á þessu svæði. Þó er mikilvægt að horfa til þess að sú uppbygging eða sú breyting sem verður á svæðinu verði í góðu samræmi við nálæga byggð og endurheimti eða taki mið af þeim einstaka karakter sem er í byggðinni við Hamarinn og auki gæði miðbæjarins í heild. Lóðin býður upp á ótal möguleika s.s. fyrir íbúðir, stofnanir, útivistarsvæði eða blandaða notkun. Þá skal ný byggð á reitnum taka tillit til umhverfisins og hún má ekki yfirgnæfa eða skyggja á Hamarinn. Opin hugmyndasamkeppni er ekki bindandi heldur leiðbeinandi um skipulagsgerð á svæðinu en sérstök dómnefnd mun velja fimm áhugaverðustu tillögurnar þar sem lögð verður áhersla á eftirfarandi atriði: Ÿ Að hugmyndin falli vel að nálægri byggð og umhverfi. Ÿ Að hugmyndin bjóði upp á aukin gæði á svæðinu í heild. Ÿ Frumleika og framsækni. Ÿ Að í hugmyndinni sé tekið tillit til vistvænna sjónarmiða sem ýta undir sjálfbæra þróun í byggingum og umhverfi. Ÿ Að hugmyndin stuðli að því að skapa samfellu í skipulagi miðbæjarins. Það er vonandi að sem flestir, bæði einstaklingar og hópar, taki þátt og nýti þetta tækifæri til að hafa áhrif á þróun byggðar í miðbæ Hafnarfjarðar. Hægt er að nálgast samkeppnisgögn í þjónustuveri Hafnarfjarðar við Strandgötu og á vef Hafnarfjarðarbæjar, en frestur til að skila inn tillögum rennur út þann 2. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mörg sveitarfélög leitast nú í meira mæli að virkja íbúa til þátttöku hvað varðar skipulagsmál. Það má til dæmis gera með aðkomu snemma í skipulagsferlinu sem gefur um leið íbúum tækifæri til þess að hafa stefnumótandi áhrif á skipulagsþróun í sínu bæjarfélagi. Fyrir nokkru síðan ákváðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að efna til hugmyndasamkeppni um svokallaða Dvergslóð, sem er reitur í miðbæ Hafnarfjarðar sem afmarkast af Lækjargötu, Suðurgötu og Brekkugötu við rætur Hamarsins þar sem smíðaverkstæðið Dvergur var áður til húsa. Svæðið hefur mikla sögulega skírskotun til bæði sögu Hafnarfjarðar en ekki síður í atvinnusögu landsins en trésmiðjan Dvergur var eitt þeirra húsa sem tengd voru við fyrstu rafstöð sem reist var á Íslandi árið 1904. Í nokkur ár hefur staðið til að rífa þá stóru og miklu byggingu sem þar stendur nú og var reist á grunni gömlu timburverksmiðjunnar árið 1965, en óhætt er að segja að hún sé barn síns tíma og ekki í miklu samræmi við þann skala eða það yfirbragð sem annars er ríkjandi í umhverfinu. Í lok ársins 2011 ákvað Skipulags- og byggingarráð að setja af stað hugmyndasamkeppni um þróun þessa svæðis, og er sú ákvörðun í samræmi við bókun Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á hátíðarfundi í tilefni af hundrað ára afmæli bæjarins. Með þessu er íbúum gefinn kostur á að hafa áhrif á þróun skipulags í miðbænum. Um leið er sérstaklega bent á að þetta verkefni er tilvalið að nýta í þeim tilgangi að efla umhverfismennt í grunn- og leikskólum bæjarins, en eins og fram kemur í samkeppnislýsingu er auglýst eftir tillögum í mjög fjölbreyttu formi sem gefur tækifæri til skapandi úrlausna. Markmiðið er að fá sem flestar nýjar hugmyndir frá íbúum og hvað þeir sjá fyrir sér sem heppilega starfsemi eða nýtingu á þessu svæði. Þó er mikilvægt að horfa til þess að sú uppbygging eða sú breyting sem verður á svæðinu verði í góðu samræmi við nálæga byggð og endurheimti eða taki mið af þeim einstaka karakter sem er í byggðinni við Hamarinn og auki gæði miðbæjarins í heild. Lóðin býður upp á ótal möguleika s.s. fyrir íbúðir, stofnanir, útivistarsvæði eða blandaða notkun. Þá skal ný byggð á reitnum taka tillit til umhverfisins og hún má ekki yfirgnæfa eða skyggja á Hamarinn. Opin hugmyndasamkeppni er ekki bindandi heldur leiðbeinandi um skipulagsgerð á svæðinu en sérstök dómnefnd mun velja fimm áhugaverðustu tillögurnar þar sem lögð verður áhersla á eftirfarandi atriði: Ÿ Að hugmyndin falli vel að nálægri byggð og umhverfi. Ÿ Að hugmyndin bjóði upp á aukin gæði á svæðinu í heild. Ÿ Frumleika og framsækni. Ÿ Að í hugmyndinni sé tekið tillit til vistvænna sjónarmiða sem ýta undir sjálfbæra þróun í byggingum og umhverfi. Ÿ Að hugmyndin stuðli að því að skapa samfellu í skipulagi miðbæjarins. Það er vonandi að sem flestir, bæði einstaklingar og hópar, taki þátt og nýti þetta tækifæri til að hafa áhrif á þróun byggðar í miðbæ Hafnarfjarðar. Hægt er að nálgast samkeppnisgögn í þjónustuveri Hafnarfjarðar við Strandgötu og á vef Hafnarfjarðarbæjar, en frestur til að skila inn tillögum rennur út þann 2. maí næstkomandi.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar