Erlent

Sarkozy á undir högg að sækja í frönsku forsetakosningunum

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti á undir högg að sækja í fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi sem haldin verður um helgina.

Skoðanakannanir sýna að hann er nokkuð á eftir Francois Hollande frambjóðenda sósílista. Samkvæmt þeim mun Hollande fá 26 til 29% atkvæða en Sarkozy 24 til 28%. Hinsvegar eru mjög margir kjósendur óákveðnir eða hafa ekki gert upp hug sinn þannig að í báðum herbúðum er nú lögð áherlsa á að fá fólk til að mæta á kjörstað.

Líklega verður kosið á milli þeirra tveggja í seinni umferðinni en skoðanakannanir fyrir hana sýna að Hollande myndi vinna þá umferð auðveldlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×