Hamilton vann í Bandaríkjunum Birgir Þór Harðarson skrifar 18. nóvember 2012 21:01 Lewis Hamilton vann bandaríska kappaksturinn í dag. mynd/ap Lewis Hamilton, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, vann frábæran bandarískan kappakstur nú rétt í þessu. Hann ræsti annar og háði meistaralega baráttu við Sebastian Vettel um fyrsta sætið. Vettel varð annar. Red Bull-liðið er heimsmeistari bílasmiða í Formúlu 1 eftir þetta mót í Bandaríkjunum. Ferrari hefði þurft að hafa báða ökumenn sína á verðlaunapalli til að eiga möguleika á að krækja í þann bikar í Brasilíu eftir viku. Fernando Alonso, á Ferrari, varð þriðji í kappakstrinum og því verður háð úrslitabarátta um heimsmeistaratitill ökuþóra í brasilíska kappakstrinum eftir viku. Nú skilja 13 stig Vettel og Alonso að í titilbaráttunni. Felipe Massa ók listavel í dag og náði fjórða sæti eftir að hafa færst aftur um fimm sæti á ráslínunni og ræst ellefti. Jenson Button ók McLaren-bílnum sínum yfir endalínuna í fimmta sæti. Button ók einnig mjög vel - hafði aðra keppnisáætlun en keppinautarnir og nýtti dekkin til fullnustu. Lotus-félagarnir Kimi Raikkönen og Romain Grosjean háðu mikla baráttu undir lok kappakstursins og luku keppni í sjötta og sjöunda sæti á undan Nico Hulkenberg á Force India. Í síðustu tvö stigasætin settust Williams-ökuþórarnir Pastor Maldonado og Bruno Senna. Hamilton, Vettel og Alonso hafa, þótt ótrúlegt megi virðast, aldrei staðið saman á verðlaunapalli þrátt fyrir að vera taldir bestu ökuþórarnir í Formúlu 1 eins og stendur. Allir eru heimsmeistarar. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, þurfti að hætta keppni eftir 16 hringi þegar rafallinn bilaði í bílnum hans. Red Bull-liðið hafði áhyggjur af því að rafallinn í bíl Vettel myndi bila líka. Vettel slapp hins vegar með skrekkinn í þetta skiptið. Renault-vélaframleiðandinn, sem skaffar Red Bull meðal annars vélar, þurfti að nota rafala sömu gerðar og notaðir voru í Valencia og á Ítalíu. Þá þurfti Vettel að hætta keppni vegna sama vandamáls og Webber upplifði í dag. Næsti kappakstur er eftir viku í Brasilíu. Það verður tuttugasti og síðasti kappakstur ársins. Eins og áður segir mun heimsmeistaratitill ökuþóra ráðast þar. Formúla Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Lewis Hamilton, ökuþór McLaren-liðsins í Formúlu 1, vann frábæran bandarískan kappakstur nú rétt í þessu. Hann ræsti annar og háði meistaralega baráttu við Sebastian Vettel um fyrsta sætið. Vettel varð annar. Red Bull-liðið er heimsmeistari bílasmiða í Formúlu 1 eftir þetta mót í Bandaríkjunum. Ferrari hefði þurft að hafa báða ökumenn sína á verðlaunapalli til að eiga möguleika á að krækja í þann bikar í Brasilíu eftir viku. Fernando Alonso, á Ferrari, varð þriðji í kappakstrinum og því verður háð úrslitabarátta um heimsmeistaratitill ökuþóra í brasilíska kappakstrinum eftir viku. Nú skilja 13 stig Vettel og Alonso að í titilbaráttunni. Felipe Massa ók listavel í dag og náði fjórða sæti eftir að hafa færst aftur um fimm sæti á ráslínunni og ræst ellefti. Jenson Button ók McLaren-bílnum sínum yfir endalínuna í fimmta sæti. Button ók einnig mjög vel - hafði aðra keppnisáætlun en keppinautarnir og nýtti dekkin til fullnustu. Lotus-félagarnir Kimi Raikkönen og Romain Grosjean háðu mikla baráttu undir lok kappakstursins og luku keppni í sjötta og sjöunda sæti á undan Nico Hulkenberg á Force India. Í síðustu tvö stigasætin settust Williams-ökuþórarnir Pastor Maldonado og Bruno Senna. Hamilton, Vettel og Alonso hafa, þótt ótrúlegt megi virðast, aldrei staðið saman á verðlaunapalli þrátt fyrir að vera taldir bestu ökuþórarnir í Formúlu 1 eins og stendur. Allir eru heimsmeistarar. Mark Webber, liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, þurfti að hætta keppni eftir 16 hringi þegar rafallinn bilaði í bílnum hans. Red Bull-liðið hafði áhyggjur af því að rafallinn í bíl Vettel myndi bila líka. Vettel slapp hins vegar með skrekkinn í þetta skiptið. Renault-vélaframleiðandinn, sem skaffar Red Bull meðal annars vélar, þurfti að nota rafala sömu gerðar og notaðir voru í Valencia og á Ítalíu. Þá þurfti Vettel að hætta keppni vegna sama vandamáls og Webber upplifði í dag. Næsti kappakstur er eftir viku í Brasilíu. Það verður tuttugasti og síðasti kappakstur ársins. Eins og áður segir mun heimsmeistaratitill ökuþóra ráðast þar.
Formúla Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira