Erlent

Hóta kvenkyns ökumönnum og ræna bílum þeirra

Frá höfuðborgar Norður-Írlands, Belfast.
Frá höfuðborgar Norður-Írlands, Belfast. mynd/afp
Mikið hefur verið um það í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands, undanfarið að glæpagengi ganga um götur bæjarins og hóta bílstjórum lífláti í þeim tilgangi að ræna bíl þeirra.

Lögreglan rannsakar nú þessa glæpaöldu en svo virðist sem glæpamennirnir hóti einungis kvenkyns bílstjórum.

Í dag sat kona í rólegheitum í bílsínum í miðborg Belfast þegar tveir menn komu upp að bíl hennar og ógnuðu henni með hnífi. Þeir sögðu henni að fara koma sér út úr bílnum ef hún vildi ekki verða drepin. Mennirnir tveir keyrðu svo í burtu á bílnum en lögreglan segir að konan hafi ekki slasast í atvikinu en hún hafi þurft á áfallahjálp að halda.

Lögreglan hefur ekki enn fundið bifreiðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×