Mesta heimilisofbeldið á Suðurnesjum 3. desember 2012 10:33 Reykjanesbær. Samkvæmt rannsókn velferðarráðuneytisins svara yfir 23% einstaklinga á Suðurnesjum eldri en 18 ára því að þeir hafi orðið fyrir ofbeldi á heimilum. Samkvæmt sömu rannsókn hafa 3,6% orðið fyrir heimilisofbeldi á síðustu 12 mánuðum. Heimilisofbeldi er því hæst á Suðurnesjum að sögn Hjördísar Árnadóttur, félagsmálastjóra Reykjanesbæjar, sem Víkurfréttir ræddu við. Það var nýleg rannsókn, sem gerð var á landsvísu, sem leiddi í ljós að töluvert væri um líkamlegt og andlegt ofbeldi í samböndum fólks á Suðurnesjum sem að ekki kæmist upp á yfirborðið. Í framhaldi af þessari rannsókn ákvað velferðarráðuneytið að hvetja sveitarfélög til að gera aðgerðaráætlun gegn heimilisofbeldi. Félagsþjónustur sveitarfélaganna á Suðurnesjum ákváðu að taka niðurstöðum rannsóknarinnar alvarlega, minnugar þess árangurs sem náðst hefur í baráttu við kynferðisofbeldi og að rjúfa þögnina í þeim málaflokki. Svo segir í Víkurfréttum: „Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir að það hafi tekið tíma að rjúfa þá þögn en í dag hefur baráttan skilað því að kynferðisofbeldi er almennt ekki liðið. Hún segir heimilisofbeldið á engan hátt öðruvísi. Það séu mál sem þurfi að ná upp á yfirborðið og taka á vandanum, sem samkvæmt könnun velferðarráðuneytisins, er mikill á Suðurnesjum." Þegar Hjördís er spurð um leiðir sem hægt er að fara í baráttunni gegn þessari skæðu vá svarar Hjördís: „Við munum vinna náið með hjúkrunarfræðingum og skólunum og reyna að læra að þekkja það ef börn eru beitt ofbeldi á heimilum. Þar eru ákveðin einkenni sem má læra af. Svo þurfum við að skoða hvaða leiðir á að fara í að tilkynna ofbeldið. Við stefnum að því að vera með gátlista og spurningar til einstaklinga sem er að leita til heilsugæslunnar, okkar eða annarra aðila sem vinna að velferð. Þar verður m.a. spurt hvort viðkomandi hafi orðið fyrir ofbeldi og reynt að koma hlutum þannig fyrir að fólki finnist í lagi að tala um ofbeldi og rjúfa þögnina". Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
Samkvæmt rannsókn velferðarráðuneytisins svara yfir 23% einstaklinga á Suðurnesjum eldri en 18 ára því að þeir hafi orðið fyrir ofbeldi á heimilum. Samkvæmt sömu rannsókn hafa 3,6% orðið fyrir heimilisofbeldi á síðustu 12 mánuðum. Heimilisofbeldi er því hæst á Suðurnesjum að sögn Hjördísar Árnadóttur, félagsmálastjóra Reykjanesbæjar, sem Víkurfréttir ræddu við. Það var nýleg rannsókn, sem gerð var á landsvísu, sem leiddi í ljós að töluvert væri um líkamlegt og andlegt ofbeldi í samböndum fólks á Suðurnesjum sem að ekki kæmist upp á yfirborðið. Í framhaldi af þessari rannsókn ákvað velferðarráðuneytið að hvetja sveitarfélög til að gera aðgerðaráætlun gegn heimilisofbeldi. Félagsþjónustur sveitarfélaganna á Suðurnesjum ákváðu að taka niðurstöðum rannsóknarinnar alvarlega, minnugar þess árangurs sem náðst hefur í baráttu við kynferðisofbeldi og að rjúfa þögnina í þeim málaflokki. Svo segir í Víkurfréttum: „Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir að það hafi tekið tíma að rjúfa þá þögn en í dag hefur baráttan skilað því að kynferðisofbeldi er almennt ekki liðið. Hún segir heimilisofbeldið á engan hátt öðruvísi. Það séu mál sem þurfi að ná upp á yfirborðið og taka á vandanum, sem samkvæmt könnun velferðarráðuneytisins, er mikill á Suðurnesjum." Þegar Hjördís er spurð um leiðir sem hægt er að fara í baráttunni gegn þessari skæðu vá svarar Hjördís: „Við munum vinna náið með hjúkrunarfræðingum og skólunum og reyna að læra að þekkja það ef börn eru beitt ofbeldi á heimilum. Þar eru ákveðin einkenni sem má læra af. Svo þurfum við að skoða hvaða leiðir á að fara í að tilkynna ofbeldið. Við stefnum að því að vera með gátlista og spurningar til einstaklinga sem er að leita til heilsugæslunnar, okkar eða annarra aðila sem vinna að velferð. Þar verður m.a. spurt hvort viðkomandi hafi orðið fyrir ofbeldi og reynt að koma hlutum þannig fyrir að fólki finnist í lagi að tala um ofbeldi og rjúfa þögnina".
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira