Innlent

Handteknar með 300 grömm af kóki innvortis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það voru tollverðir á Keflavíkurflugvelli sem gripu stúlkurnar.
Það voru tollverðir á Keflavíkurflugvelli sem gripu stúlkurnar. Mynd/ Hag.
Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar handtóku tvær íslenskar stúlkur um tvítugt sem voru að koma frá London þann 20. nóvember síðastliðinn. Þær reyndust hafa kókaín innvortis, samtals tæplega 300 grömm. Stúlkurnar voru úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 2. desember, en hafa verið látnar lausar. Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum er á lokastigi, samkvæmt tilkynningu og ekki hafa fleiri verið handteknir vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×