Innlent

Pósturinn minnir á sig

Síðasti öruggi dagurinn til að skila B pósti sem á að fara til landa utan Evrópu er í dag.

Nú geta viðskiptavinir valið tvær leiðir til að koma jólakortunum eða bréfapósti í þyngdarflokkinum 0-50 gr. til skila, í A eða B pósti. A póstur fer í dreifingu næsta virka dag eftir póstlagningu en B pósti er dreift að hámarki þremur virkum dögum eftir póstlagningu. Verð á A pósti er 120 kr. og verð á B pósti er 103 krónur.

Síðustu öruggu skiladagar fyrir jólin.

· 3.desember - B póstur til landa utan Evrópu

· 5.desember - pakkar til landa utan Evrópu

· 10.desember - A póstur til landa utan Evrópu, B póstur til Evrópu, TNT hraðsendingar til landa utan Evrópu

· 12.desember - pakkar til Evrópu

· 14.desember - B póstur innanlands, A póstur til Evrópu, pakkar til Norðurlanda

· 19.desember - A póstur og pakkar innanlands, TNT hraðsendingar til Evrópu

Í Póstappinu (fyrir Android og iPhone) er að finna helstu upplýsingar varðandi staðsetningar pósthúsa og póstkassa. Þar má einnig finna upplýsingar um jólapósthús og opnunartíma pósthúsa fyrir jólin. Einnig má finna helstu upplýsingar fyrir jólin á postur.is eða hjá þjónustuveri Póstsins í síma 580 1200.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×