Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 34-29 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 6. desember 2012 15:02 FH vann flottan sigur á ÍR, 34-29, í Kaplakrika í kvöld en heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. FH tyllti sér því í annað sæti deildarinnar með 13 stig. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með átta mörk en Guðni Már Kristinsson gerði sjö fyrir ÍR. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en þegar staðan var 7-6 fyrir FH-ingum eftir rúmlega tíu mínútna leik þá stungu heimamenn af. Næstu mínútur voru FH-ingar ívið sterkari og sýndu lipra takta í sóknarleik sínum. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru FH-ingar komnir í 12-9 og ÍR-ingar brugðu á það ráð að taka leikhlé. ÍR-ingar græddur ekkert á leikhléinu og var spilamennska þeirra alveg skelfilega í fyrri hálfleiknum. FH komust fljótlega í 17-9 og ÍR-ingum var fyrirmunað að koma boltanum í netið. Staðan var síðan 19-12 fyrir FH í hálfleik og ÍR-ingar þurftu því heldur betur að taka sinn leik í gegn í hálfleiknum til að komast aftur inn í leikinn. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust fljótlega níu mörkum yfir, 22-13, en þá tóku ÍR-ingar aðeins við sér og minnkuðu muninn niður í fimm mörk, 24-19. Eftir það var munurinn svipaður næstu mínútur og ÍR-ingar neituði að gefast upp. Gestirnir náðu að þétta vörnina og FH-ingar voru oft á tíðum í vandræðum að komast í gegn. FH-ingar voru samt aldrei á því að gefa leikinn frá sér og héldu sama muni nánast út allan leikinn en honum lauk með þægilegum sigri heimamanna, 34-29. Bjarki: Ekki boðlegt að fá á sig 19 mörk í fyrri hálfleik„Að fá 34 mörk á sig í svona leik er mjög slæmt," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn í kvöld. „Leikurinn var nokkuð jafn alveg þangað til að staðan var 9-9 og þá virðist eitthvað gerast í kollinum á mönnum." „Varnarleikurinn hrinur hjá okkur og sóknarleikurinn var alltof einstaklingsmiðaður. Við fáum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleiknum og það er einfaldlega ekki boðlegt." „Við vörum loksins í gang undir lokin þegar korter er eftir af leiknum og þá átta strákarnir sig á því að við eigum möguleika. Það var bara fyrir mörg byrjenda mistök í lok leiksins sem leikurinn fer alfarið frá okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Einar Andri: Sýndum frábæran sóknarleik í 60 mínútur„Ég er bara gríðarlega ánægður með liðið, við spiluðum virkilega vel," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Liðið spilaði sérstaklega vel sóknarlega enda skorum við 34 mörk. Við erum að keyra upp hraðann í leiknum allan tímann og mikið af mörkum koma eftir hröð upphlaup. Síðan er liðið að fá mörk úr öllum stöðum og þetta leit virkilega vel út í kvöld." „Það var ekki mikil markvarsla hjá liðinu til að byrja með en síðan kemur Sigurður (Örn Arnarson) inná völlinn, tekur nokkrar mikilvæga bolta og það svona skóp þessa forystu sem liðið náði í fyrri hálfleiknum." „Sigurður er búinn að vera brjálaður á bekknum í allan vetur að bíða eftir tækifærinu, það kom í kvöld og hann sýndi heldur betur að hann er traustsins verður."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
FH vann flottan sigur á ÍR, 34-29, í Kaplakrika í kvöld en heimamenn höfðu yfirhöndina allan leikinn og var sigurinn aldrei í hættu. FH tyllti sér því í annað sæti deildarinnar með 13 stig. Ásbjörn Friðriksson var atkvæðamestur í liði FH með átta mörk en Guðni Már Kristinsson gerði sjö fyrir ÍR. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins en þegar staðan var 7-6 fyrir FH-ingum eftir rúmlega tíu mínútna leik þá stungu heimamenn af. Næstu mínútur voru FH-ingar ívið sterkari og sýndu lipra takta í sóknarleik sínum. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum voru FH-ingar komnir í 12-9 og ÍR-ingar brugðu á það ráð að taka leikhlé. ÍR-ingar græddur ekkert á leikhléinu og var spilamennska þeirra alveg skelfilega í fyrri hálfleiknum. FH komust fljótlega í 17-9 og ÍR-ingum var fyrirmunað að koma boltanum í netið. Staðan var síðan 19-12 fyrir FH í hálfleik og ÍR-ingar þurftu því heldur betur að taka sinn leik í gegn í hálfleiknum til að komast aftur inn í leikinn. FH-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og komust fljótlega níu mörkum yfir, 22-13, en þá tóku ÍR-ingar aðeins við sér og minnkuðu muninn niður í fimm mörk, 24-19. Eftir það var munurinn svipaður næstu mínútur og ÍR-ingar neituði að gefast upp. Gestirnir náðu að þétta vörnina og FH-ingar voru oft á tíðum í vandræðum að komast í gegn. FH-ingar voru samt aldrei á því að gefa leikinn frá sér og héldu sama muni nánast út allan leikinn en honum lauk með þægilegum sigri heimamanna, 34-29. Bjarki: Ekki boðlegt að fá á sig 19 mörk í fyrri hálfleik„Að fá 34 mörk á sig í svona leik er mjög slæmt," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn í kvöld. „Leikurinn var nokkuð jafn alveg þangað til að staðan var 9-9 og þá virðist eitthvað gerast í kollinum á mönnum." „Varnarleikurinn hrinur hjá okkur og sóknarleikurinn var alltof einstaklingsmiðaður. Við fáum á okkur 19 mörk í fyrri hálfleiknum og það er einfaldlega ekki boðlegt." „Við vörum loksins í gang undir lokin þegar korter er eftir af leiknum og þá átta strákarnir sig á því að við eigum möguleika. Það var bara fyrir mörg byrjenda mistök í lok leiksins sem leikurinn fer alfarið frá okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Bjarka hér að ofan. Einar Andri: Sýndum frábæran sóknarleik í 60 mínútur„Ég er bara gríðarlega ánægður með liðið, við spiluðum virkilega vel," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Liðið spilaði sérstaklega vel sóknarlega enda skorum við 34 mörk. Við erum að keyra upp hraðann í leiknum allan tímann og mikið af mörkum koma eftir hröð upphlaup. Síðan er liðið að fá mörk úr öllum stöðum og þetta leit virkilega vel út í kvöld." „Það var ekki mikil markvarsla hjá liðinu til að byrja með en síðan kemur Sigurður (Örn Arnarson) inná völlinn, tekur nokkrar mikilvæga bolta og það svona skóp þessa forystu sem liðið náði í fyrri hálfleiknum." „Sigurður er búinn að vera brjálaður á bekknum í allan vetur að bíða eftir tækifærinu, það kom í kvöld og hann sýndi heldur betur að hann er traustsins verður."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira