Erlent

Norðmenn verða fimm milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Norðmenn verða fimm milljónir á morgun.
Norðmenn verða fimm milljónir á morgun. mynd/ afp.
Norðmenn verða fimm milljónir talsins á morgun, samkvæmt spá norsku hagstofunnar. Þeim mun þá hafa fjölgað um rúmlega 4000 frá því um áramótin. Norðmenn fylltu fyrstu milljónina árið 1822 og árið 1890 voru Norðmenn orðnir tvær milljónir. Verulega dró úr ungbarnadauða í Noregi á 19, öld og á tímabili var mest fólksfjölgun í Noregi af öllum löndum í Evrópu, segir á vef norska Dagbladet. Norðmenn gætu þó verið enn fleiri því að á tímabilinu 1825-1930 fluttu um ein milljón manna til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×