Blekkingarleikur með skattlagningu lífeyrissparnaðar Vilhjálmur Egilsson skrifar 1. mars 2012 06:00 Enn koma fram tillögur um skattlagningu lífeyrissparnaðar frá stjórnmálamönnum sem vilja láta taka sig alvarlega. Nú síðast er lagt til að ríkið „innleysi" skattinneign sína af viðbótarlífeyrissparnaði landsmanna til að fjármagna niðurfærslu Íbúðalánasjóðs á lánum. Auk þess verði lagður sérstakur skattur á almennan lífeyrissparnað vegna hagnaðar af svokölluðum Avens-viðskiptum á árinu 2010. Núverandi fyrirkomulag á skattlagningu lífeyrissparnaðar er nauðsynlegt vegna þess að með því verða lífeyrisþegar jafnframt skattgreiðendur á lífeyrisaldrinum. Fyrirséð breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar á komandi áratugum, hlutfallsleg fjölgun aldraðra og fækkun á vinnumarkaði, þýðir að lífeyrisþegarnir sjálfir munu verða að standa undir kostnaði við opinbera þjónustu. Af þessari ástæðu verður ekki hægt að efna loforð stjórnmálamanna samtímans um að tilteknar lífeyrisgreiðslur verði skattfrjálsar þegar þar að kemur. Tekjur lífeyrisþega verða örugglega skattlagðar á ný þótt þær hafi verið skattlagðar áður. Loforð um skattfrelsi tekna úr lífeyrissjóðum í framtíðinni er því blekkingarleikur og viðkomandi stjórnmálamönnum til vansa að taka þátt í þeim leik. Ljóst er að vandi skuldugra heimila og fyrirtækja er mikill en of hægt hefur gengið að auka fjárfestingar í atvinnulífinu og fjölga störfum sem er eina raunhæfa leiðin til að komast út úr vandræðunum. Æskilegt væri að stjórnmálamenn sem vilja láta taka mark á sér hugsuðu um hvernig hægt væri að nota skattkerfið til þess að glæða fjárfestingu og tekjuaukningu í samfélaginu. Ef vilji er fyrir hendi má beita skattkerfinu í þágu skuldugra heimila með réttum hvötum þar sem fólk fær svigrúm til að greiða niður skuldir með vinnu og tekjum. Sú leið er miklu líklegri til árangurs heldur en blekkingarleikur með skattlagningu lífeyrissparnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Enn koma fram tillögur um skattlagningu lífeyrissparnaðar frá stjórnmálamönnum sem vilja láta taka sig alvarlega. Nú síðast er lagt til að ríkið „innleysi" skattinneign sína af viðbótarlífeyrissparnaði landsmanna til að fjármagna niðurfærslu Íbúðalánasjóðs á lánum. Auk þess verði lagður sérstakur skattur á almennan lífeyrissparnað vegna hagnaðar af svokölluðum Avens-viðskiptum á árinu 2010. Núverandi fyrirkomulag á skattlagningu lífeyrissparnaðar er nauðsynlegt vegna þess að með því verða lífeyrisþegar jafnframt skattgreiðendur á lífeyrisaldrinum. Fyrirséð breyting á aldurssamsetningu þjóðarinnar á komandi áratugum, hlutfallsleg fjölgun aldraðra og fækkun á vinnumarkaði, þýðir að lífeyrisþegarnir sjálfir munu verða að standa undir kostnaði við opinbera þjónustu. Af þessari ástæðu verður ekki hægt að efna loforð stjórnmálamanna samtímans um að tilteknar lífeyrisgreiðslur verði skattfrjálsar þegar þar að kemur. Tekjur lífeyrisþega verða örugglega skattlagðar á ný þótt þær hafi verið skattlagðar áður. Loforð um skattfrelsi tekna úr lífeyrissjóðum í framtíðinni er því blekkingarleikur og viðkomandi stjórnmálamönnum til vansa að taka þátt í þeim leik. Ljóst er að vandi skuldugra heimila og fyrirtækja er mikill en of hægt hefur gengið að auka fjárfestingar í atvinnulífinu og fjölga störfum sem er eina raunhæfa leiðin til að komast út úr vandræðunum. Æskilegt væri að stjórnmálamenn sem vilja láta taka mark á sér hugsuðu um hvernig hægt væri að nota skattkerfið til þess að glæða fjárfestingu og tekjuaukningu í samfélaginu. Ef vilji er fyrir hendi má beita skattkerfinu í þágu skuldugra heimila með réttum hvötum þar sem fólk fær svigrúm til að greiða niður skuldir með vinnu og tekjum. Sú leið er miklu líklegri til árangurs heldur en blekkingarleikur með skattlagningu lífeyrissparnaðar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun