Innlent

Varað við ísingu

Tveir bílar lentu utan vegar á Holtavörðuheiði í dag. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Tveir bílar lentu utan vegar á Holtavörðuheiði í dag. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Úr myndasafni
Tveir bílar lentu utan vegar á Holtavörðuheiði í dag. Engin slys urðu á fólki. Mikil ísing er á heiðinni en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi hefur snjóað þó nokkuð í dag.

Svipað slys átti sér stað á Hellisheiði í nótt. Þar urðu minniháttar slys á fólki eftir bíll valt og brann til kaldra kola. Vegagerðin bendir ökumönnum á að þar sem vegir eru blautir og sums staðar krapi, myndast fljótlega eftir að dimmir ísing nokkuð víða.

Þetta á við um vestanvert landið frá Markarfljóti vestur og norður um í Skagafjörð. Vestan til á Norðurlandi nær þó víða að þorna á vegum áður en það frystir í kvöld.

Á fjallvegum vestan til hlánar nú yfir hádaginn, en frystir aftur undir kvöld fyrst með krapaéljum, en síðan með ísingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×