Erlent

Öryggisráðið þrýstir á Sýrlendinga

Al Assad, forseti Sýrlands.
Al Assad, forseti Sýrlands.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í gærkvöldi og samþykkti ályktun þar sem stjórnvöld í Sýrlandi eru hvött til þess að breyta um stefnu og standa við gefin loforð um vopnahlé í landinu.

Kofi Annan, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins segir að Al Assad forseti hafi ekki staðið við sinn hluta en í gær héldu stjórnarhermenn áfram árásum sínum á nokkrar borgir í landinu. Andófsmenn í Sýrlandi segja að 60 hafi látist í árásunum.

Þá berast fregnir af því að 37 lík hafi fundist í fjöldagröf í borginni Homs í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×