Erlent

Í 11 ára fangelsi fyrir að kveikja í húsgagnaverslun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rústir Reeves verslunarinnar í Croydon hverfinu.
Rústir Reeves verslunarinnar í Croydon hverfinu. mynd/ afp.
Gordon Thompson var í dag dæmdur í ellefu og hálfs árs fangelsi fyrir að kveikja í Reeves húsgagnaversluninni í Croydon í Lundúnaróeirðunum í fyrra. Thompson, sem er 34 ára gamall, var fundinn sekur um að hafa stefnt lífi fólks í hættu. Samkvæmt frásögn Sky fréttastöðinni reyndi hann að kveikja í Iceland og House of Fraser áður en hann beindi athygli sinni að House of Reeves. Verslunin var stofnuð árið 1867 og hafði verið í rekstur sömu fjölskyldu frá kynslóð til kynslóðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×