Árið 1969 var Manson fundinn sekur um að hafa myrt sjö manns, þar af leikkonuna Sharon Tate, eiginkonu leikstjórans Roman Polanski. Tate var gengin rúma átta mánuði á leið þegar hún var stungin til bana.
Manson var upphaflega dæmdur til dauða en eftir að dauðarefsingar voru afnumdar í Kaliforníu var dómi hans breytt í lífstíðar fangelsi.
Manson var leiðtogi hinnar svokölluðu Manson-fjölskyldu. Talið er að hópurinn beri ábyrgð á níu morðum í Kaliforníu á árunum 1968 til 1969.

Manson hefur margoft brotið af sér innan veggja fangelsisins. Hann hefur ógnað fangavörðum og smyglað bæði vopnum og farsímum inn í fangelsið.
Fjöldi fólks var í réttarsalnum í Kaliforníu í dag. Þar á meðal var Debra Tate, systir Sharon Tate.