Innlent

Vilja stöðva framkvæmdir við Bjarnarflagsvirkjun

Stjórn Landverndar hefur farið frama á að Landsvirkjun stöðvi nú þegar framkvæmdir fyrirtækisins við fyrirhugaða Bjarnarflagsvirkjun þar til rammaáætlun hefur verið samþykkt á Alþingi.
Stjórn Landverndar hefur farið frama á að Landsvirkjun stöðvi nú þegar framkvæmdir fyrirtækisins við fyrirhugaða Bjarnarflagsvirkjun þar til rammaáætlun hefur verið samþykkt á Alþingi. mynd/Landvernd
Stjórn Landverndar hefur farið frama á að Landsvirkjun stöðvi nú þegar framkvæmdir fyrirtækisins við fyrirhugaða Bjarnarflagsvirkjun þar til rammaáætlun hefur verið samþykkt á Alþingi.

Samkvæmt upplýsingum frá Landvernd hefur stjórn samtakanna einnig farið fram á að Landsvirkjun vinni nýtt mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar en núgildandi mat er að verða tíu ára gamalt.

Bent er á spurningar sem vaknað hafa um mengun frá fyrirhugaðri virkjun, bæði affallsvatns og brennisteinsvetnis. Einnig getur möguleg kæling á grunnvatnsstreymi í kjölfar orkuvinnslu minnkað kísilstreymi til Mývatns, sem er ein undirstaða fjölbreytts lífríkis vatnsins.

Einstakt lífríki Mývatns skapar því sérstöðu á heimsvísu. Þess vegna segir í ný samþykktri verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá að það sé skylda núlifandi kynslóðar að varðveita sérstöðu svæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×