Erlent

Kosið í Egyptalandi

mynd/nordicphotos
Seinni dagur egypsku forsetakosninganna fer fram í dag og hefur þátttakan verið fremur dræm eins og spáð var. Tveir frambjóðendur eru í kjöri, annars vegar fulltrúi Múslimska bræðralagsins, Mohamed Morsi og Ahmed Shafiq, sem var forsætisráðherra í síðustu ríkisstjórni Mubaraks fyrrverandi forseta. Hann er sagður njóta stuðnings hersins í landinu sem haldið hefur um stjórnartaumana frá því Mubarak var komið frá. Margir þeirra sem stóðu að mótmælunum í landinu á sínum tíma eru ósáttir með valkostina í forsetakjörinu og hafa hvatt fólk til þess að sitja heima.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×