Erlent

Anonymous sýnir klærnar

mynd/AFP
Tölvuþrjótar á vegum Anonymous hafa birt rúmlega 800.000 netföng og lykilorð viðskiptavina bandaríska öryggisfyrirtækisins Stratfor. Gögnin voru birt á internetinu og hafa þau að geyma viðkvæmar upplýsingar um alþjóðleg fyrirtæki sem og hátt setta einstaklinga í opinberum stofnunum Bandaríkjanna.

Hópur innan Anonymous sem kallar sig Antisec lýsti því yfir um helgina að hann hefði brotist inn í tölvukerfi Stratfor og rænt þaðan gögnum. Talsmenn Stratfor hafa staðfest öryggisbrotið og aðstoða nú lögregluyfirvöld við rannsókn á málinu.

Stratfor er alþjóðlegt fyrirtæki sem aðstoðar viðskiptavini sína í öryggismálum. Mikil leynd hvílir yfir fyrirtækinu og þá sérstaklega með tilliti til viðskiptavina þess.

Stuttu áður en gögnin voru birt sagði forsvarsmaður Anonymous á samskiptasíðunni Twitter að gögnin myndu sýna fram á það að Stratfor væri ekki jafn meinlaust fyrirtæki og talsmenn þess segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×