Erlent

Vilja að Margrét Danadrottning víki fyrir Friðriki krónprins

Ný skoðanakönnun sem birt er í blaðinu Politiken í dag sýnir að meirihluti Dana vill að Margrét Þórhildur Danadrottning víki sæti fyrir Friðrik krónprins strax eða á næstu fimm til tíu árum.

Alls vildu 11% aðspurðra að Margrét Þórhildur hætti strax en 40% vilja að hún hætti í síðasta lagi innan tíu ára.

Það eru engin fordæmi fyrir því að ríkjandi drottning eða kóngur Danmerkur víki sæti nema um sé að ræða alvarlegan sjúkdóm eða andlát viðkomandi. Raunar þekkist hvergi í Evrópu, nema í Hollandi, að kóngar eða drottningar fari á eftirlaun.

Danskir sérfræðingar telja því litlar sem engar líkur á því að Margrét víki úr hásæti sínu til að hleypa Friðrik að á meðan hún hefur heilsu til að gegna embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×