Lífsbjörg og framtíðarvon í Gambíu 24. desember 2012 06:00 Nú sjá 42.859 einstaklingar í Gambíu fram á að eiga mat langt fram á næsta ár, þökk sé aðstoð frá almenningi í köldu landi í norðri. Það rigndi stopult á Sahel-svæðinu í vesturhluta Afríku í fyrra. Uppskeran brást. Neyðaraðstoð var veitt en mikið vantar upp á að náðst hafi til allra. Í Gambíu – minnsta landi Afríku – tók Rauði krossinn á Íslandi að sér að veita neyðaraðstoð og hjálpa fólki að ná sér á strik eftir áfallið. Nú, sex mánuðum síðar, hafa 42.859 einstaklingar fengið hrísgrjónauppskeru sem þeir hefðu annars ekki fengið. Margir voru orðnir uppiskroppa með mat þegar í sumar. Rauða krossinum tókst að hjálpa sumum þeirra sem voru verst staddir. Þeir, og fleiri til, fengu svo hrísgrjónaútsæði til að tryggja uppskeru fyrir næsta ár. Birna Halldórsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins, leiðir nú framhald hjálparstarfsins, sem felst meðal annars í því að hjálpa fátækum konum við að koma sér upp matjurtagörðum. Í þeim geta þær ræktað grænmeti sem er bæði hægt að borða með hrísgrjónunum, til að auka næringargildi máltíðarinnar, og selja til að afla tekna fyrir heimilið. Meðfram matjurtagörðunum er komið upp lágum veggjum til að geitur flækist ekki í garðana og éti þar allt góðgætið og brunnar eru grafnir til að tryggja reglulega áveitu. Þá læra konurnar nýjar aðferðir við að yrkja garðinn og geyma matinn, þannig að útbreiðsla þekkingar er líka hluti af verkefnunum. Nærvera Birnu í Gambíu gerði Rauða krossinum sömuleiðis kleift að koma framlagi tombólukrakka í góð not. Um 500 krakkar söfnuðu samtals 600 þúsund krónum sem verða notaðar til að kaupa námsvörur og skólabúninga fyrir börn, sem annars kæmust ekki í skóla. Birna telur ekki eftir sér að vinna þetta starf yfir jólin. Hjálparstarf Íslendinga er ekki fyrirferðarmikið á alþjóðavísu. En fátækt fólk í Gambíu sem Íslendingar hjálpuðu til að lifa af mesta matarskortinn í sumar og haust – og aðstoða þessa dagana við að ná sér á strik á ný – hugsa án efa hlýlega til landsins í norðri yfir hátíðirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú sjá 42.859 einstaklingar í Gambíu fram á að eiga mat langt fram á næsta ár, þökk sé aðstoð frá almenningi í köldu landi í norðri. Það rigndi stopult á Sahel-svæðinu í vesturhluta Afríku í fyrra. Uppskeran brást. Neyðaraðstoð var veitt en mikið vantar upp á að náðst hafi til allra. Í Gambíu – minnsta landi Afríku – tók Rauði krossinn á Íslandi að sér að veita neyðaraðstoð og hjálpa fólki að ná sér á strik eftir áfallið. Nú, sex mánuðum síðar, hafa 42.859 einstaklingar fengið hrísgrjónauppskeru sem þeir hefðu annars ekki fengið. Margir voru orðnir uppiskroppa með mat þegar í sumar. Rauða krossinum tókst að hjálpa sumum þeirra sem voru verst staddir. Þeir, og fleiri til, fengu svo hrísgrjónaútsæði til að tryggja uppskeru fyrir næsta ár. Birna Halldórsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins, leiðir nú framhald hjálparstarfsins, sem felst meðal annars í því að hjálpa fátækum konum við að koma sér upp matjurtagörðum. Í þeim geta þær ræktað grænmeti sem er bæði hægt að borða með hrísgrjónunum, til að auka næringargildi máltíðarinnar, og selja til að afla tekna fyrir heimilið. Meðfram matjurtagörðunum er komið upp lágum veggjum til að geitur flækist ekki í garðana og éti þar allt góðgætið og brunnar eru grafnir til að tryggja reglulega áveitu. Þá læra konurnar nýjar aðferðir við að yrkja garðinn og geyma matinn, þannig að útbreiðsla þekkingar er líka hluti af verkefnunum. Nærvera Birnu í Gambíu gerði Rauða krossinum sömuleiðis kleift að koma framlagi tombólukrakka í góð not. Um 500 krakkar söfnuðu samtals 600 þúsund krónum sem verða notaðar til að kaupa námsvörur og skólabúninga fyrir börn, sem annars kæmust ekki í skóla. Birna telur ekki eftir sér að vinna þetta starf yfir jólin. Hjálparstarf Íslendinga er ekki fyrirferðarmikið á alþjóðavísu. En fátækt fólk í Gambíu sem Íslendingar hjálpuðu til að lifa af mesta matarskortinn í sumar og haust – og aðstoða þessa dagana við að ná sér á strik á ný – hugsa án efa hlýlega til landsins í norðri yfir hátíðirnar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun