Lífsbjörg og framtíðarvon í Gambíu 24. desember 2012 06:00 Nú sjá 42.859 einstaklingar í Gambíu fram á að eiga mat langt fram á næsta ár, þökk sé aðstoð frá almenningi í köldu landi í norðri. Það rigndi stopult á Sahel-svæðinu í vesturhluta Afríku í fyrra. Uppskeran brást. Neyðaraðstoð var veitt en mikið vantar upp á að náðst hafi til allra. Í Gambíu – minnsta landi Afríku – tók Rauði krossinn á Íslandi að sér að veita neyðaraðstoð og hjálpa fólki að ná sér á strik eftir áfallið. Nú, sex mánuðum síðar, hafa 42.859 einstaklingar fengið hrísgrjónauppskeru sem þeir hefðu annars ekki fengið. Margir voru orðnir uppiskroppa með mat þegar í sumar. Rauða krossinum tókst að hjálpa sumum þeirra sem voru verst staddir. Þeir, og fleiri til, fengu svo hrísgrjónaútsæði til að tryggja uppskeru fyrir næsta ár. Birna Halldórsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins, leiðir nú framhald hjálparstarfsins, sem felst meðal annars í því að hjálpa fátækum konum við að koma sér upp matjurtagörðum. Í þeim geta þær ræktað grænmeti sem er bæði hægt að borða með hrísgrjónunum, til að auka næringargildi máltíðarinnar, og selja til að afla tekna fyrir heimilið. Meðfram matjurtagörðunum er komið upp lágum veggjum til að geitur flækist ekki í garðana og éti þar allt góðgætið og brunnar eru grafnir til að tryggja reglulega áveitu. Þá læra konurnar nýjar aðferðir við að yrkja garðinn og geyma matinn, þannig að útbreiðsla þekkingar er líka hluti af verkefnunum. Nærvera Birnu í Gambíu gerði Rauða krossinum sömuleiðis kleift að koma framlagi tombólukrakka í góð not. Um 500 krakkar söfnuðu samtals 600 þúsund krónum sem verða notaðar til að kaupa námsvörur og skólabúninga fyrir börn, sem annars kæmust ekki í skóla. Birna telur ekki eftir sér að vinna þetta starf yfir jólin. Hjálparstarf Íslendinga er ekki fyrirferðarmikið á alþjóðavísu. En fátækt fólk í Gambíu sem Íslendingar hjálpuðu til að lifa af mesta matarskortinn í sumar og haust – og aðstoða þessa dagana við að ná sér á strik á ný – hugsa án efa hlýlega til landsins í norðri yfir hátíðirnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Nú sjá 42.859 einstaklingar í Gambíu fram á að eiga mat langt fram á næsta ár, þökk sé aðstoð frá almenningi í köldu landi í norðri. Það rigndi stopult á Sahel-svæðinu í vesturhluta Afríku í fyrra. Uppskeran brást. Neyðaraðstoð var veitt en mikið vantar upp á að náðst hafi til allra. Í Gambíu – minnsta landi Afríku – tók Rauði krossinn á Íslandi að sér að veita neyðaraðstoð og hjálpa fólki að ná sér á strik eftir áfallið. Nú, sex mánuðum síðar, hafa 42.859 einstaklingar fengið hrísgrjónauppskeru sem þeir hefðu annars ekki fengið. Margir voru orðnir uppiskroppa með mat þegar í sumar. Rauða krossinum tókst að hjálpa sumum þeirra sem voru verst staddir. Þeir, og fleiri til, fengu svo hrísgrjónaútsæði til að tryggja uppskeru fyrir næsta ár. Birna Halldórsdóttir, sendifulltrúi Rauða krossins, leiðir nú framhald hjálparstarfsins, sem felst meðal annars í því að hjálpa fátækum konum við að koma sér upp matjurtagörðum. Í þeim geta þær ræktað grænmeti sem er bæði hægt að borða með hrísgrjónunum, til að auka næringargildi máltíðarinnar, og selja til að afla tekna fyrir heimilið. Meðfram matjurtagörðunum er komið upp lágum veggjum til að geitur flækist ekki í garðana og éti þar allt góðgætið og brunnar eru grafnir til að tryggja reglulega áveitu. Þá læra konurnar nýjar aðferðir við að yrkja garðinn og geyma matinn, þannig að útbreiðsla þekkingar er líka hluti af verkefnunum. Nærvera Birnu í Gambíu gerði Rauða krossinum sömuleiðis kleift að koma framlagi tombólukrakka í góð not. Um 500 krakkar söfnuðu samtals 600 þúsund krónum sem verða notaðar til að kaupa námsvörur og skólabúninga fyrir börn, sem annars kæmust ekki í skóla. Birna telur ekki eftir sér að vinna þetta starf yfir jólin. Hjálparstarf Íslendinga er ekki fyrirferðarmikið á alþjóðavísu. En fátækt fólk í Gambíu sem Íslendingar hjálpuðu til að lifa af mesta matarskortinn í sumar og haust – og aðstoða þessa dagana við að ná sér á strik á ný – hugsa án efa hlýlega til landsins í norðri yfir hátíðirnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun