Erlent

Umsóknir um skotvopnaleyfi slógu öll met vestan hafs

Umsóknir um leyfi til að bera skotvopn slógu öll met í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.

Þannig sóttu 1,7 milljón Bandaríkjamanna um slíkt leyfi í mánuðinum en það eru 350.000 fleiri en gerðu slíkt í nóvember á síðasta ári þegar fyrra met var slegið í þessum efnum. Af þessum fjölda voru um hálf milljón umsókna vegna skammbyssna.

Talið er að stór hluti af þessum skotvopnum hafi verið notaður sem jólagjafir í ár. Talsmaður sambands skotveiðimanna í Bandaríkjunum segir að þessi auknu skotvopnakaup Bandaríkjamanna séu til þess að vega upp á móti sífellt fækkandi fjölda lögreglumanna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×