Erlent

Auglýsingaherferð vegna offitu barna í Bandaríkjunum hneykslar

Nýleg auglýsingaherferð gegn offitu barna í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur vakið hörð viðbrögð. Auglýsingarnar sýna sorgmædd börn sem lýsa einelti og öðrum erfiðleikum. Sérfræðingar segja að þetta sé gert til að varpa ljósi á alvarleika málsins á meðan gagnrýnendur segja að auglýsingarnar brjóti niður sjálfstraust barnanna.

Auglýsingaherferðin var skipulögð af heilbrigðisyfirvöldum í Georgíu en offita barna er alvarlegt vandamál í fylkinu. Skipuleggjendur herferðarinnar vonast til að hafa áhrif á foreldra í Georgíu.

Niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var á síðast ári gefa til kynna að foreldrar í Georgíu geri sér ekki grein fyrir því þegar börn þeirra eru of þung. Þannig telja um 75% þeirra foreldra sem eiga of þung börn að ekkert sé í ólagi. Enn fremur telja 50% þátttakenda rannsóknarinnar að offita í Georgíu sé ekki vandamál.

Gagnrýnendur segja að auglýsingaherferðin sé einungis til þess gerð að brennimerkja börnin og hún geri lítið til að leysa vandamálið.

Hægt er að sjá auglýsingarnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×