Nýjar upplýsingar settu spurningamerki við trúverðugleika Gunnars Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. febrúar 2012 12:23 Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir að nýjar upplýsingar hafi komið fram um störf Gunnars fyrir aflandsfélög sem hafi sett spurningamerki við hæfi hans og trúverðugleika. Áhöld hafi verið uppi um hvort forstjórinn hafi uppfyllt sömu viðmið og stofnunin setur eftirlitsskyldum aðilum. Hafði Gunnar staðið sig illa sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins að mati stjórnarinnar? „Það hefur verið í gangi ferli sem hefur snúist um að meta hvort hann sé hæfur til að gegna þessu mikilvæga starfi. Það voru uppi ávirðingar um hæfi hans og þess vegna fór þetta ferli af stað. Það ferli er enn í gangi," segir Aðalsteinn. Málið snýst um setur Gunnars í stjórnum félaganna LB Holding á Guernsey og NBI Holdings árið 2001, en um var að ræða dótturfélög Landsbankans og sat Gunnar í stjórn þeirra sem starfsmaður bankans. Undir stjórn Gunnars hefur Fjármálaeftirlitið sent um 80 mál til sérstaks saksóknara, en stofnunin var gagnrýnd í tíð fyrri forstjóra fyrir að sýna linkind gagnvart eftirlitsskyldum aðilum og fyrir að vísa ekki málum sem vörðuðu meint brot áfram.Snýst ekki um störf Gunnars og getu heldur trúverðugleika Var hann búinn að standa sig vel sem forstjóri? „Þetta mál snýst ekki um það og það hafa engar ávirðingar verið uppi um hans aðgerðir sem forstjóra, heldur fremur um það hvort það hafi verið einhverjir atburðir í fortíðinni sem gera það að verkum að setja megi spurningamerki við hans trúverðugleika í þessu starfi," segir Aðalsteinn. En hvers vegna að segja honum upp núna. Það er búið að liggja fyrir mjög lengi að hann hefi setið í stjórnum þessara tveggja aflandsfélaga fyrir um tíu árum? „Það hefur legið fyrir lengi að hann hafi setið í stjórnum þessara tveggja aflandsfélaga. Fyrri stjórn lét gera álitsgerð um hæfi hans í því sambandi og tók ákvörðun um að hann væri hæfur til að gegna þessu starfi. Síðan komu fram ávirðingar um nýjar upplýsingar í málinu og þá ákvað stjórnin að setja af stað faglegt og ítarlegt ferli sem gæti klárað þetta mál með trúverðugum og ábyrgum hætti." Aðalsteinn er þar að vitna til upplýsinga sem komu fram í Kastljósi. Hann vill þó ekki svara því nákvæmlega hvaða nýju upplýsingar þetta voru sem settu spurningamerki við hæfi Gunnars, en Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, hafði komist að þeirri niðurstöðu að ekkert nýtt í málinu gerði hæfi Gunnars tortryggilegt. Stjórn FME taldi hins vegar nauðsynlegt að fá annað álit, sem var síðan aflað. En getur þú, sem stjórnarformaður FME, þessarar opinberu stofnunar, útskýrt hvers vegna upplýsingar um setu í stjórn aflandsfélaga fyrir tíu árum hefur áhrif á hæfi og getu Gunnars til að vera forstjóri FME? „Já, nú gengur eftirlitið mjög fast og ákveðið fram í því að fylgja eftir heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum og við göngum líka mjög hart fram í því að fá upplýsingar frá eftirlitsskyldum aðilum um allt það sem kann að skipta máli í þeirri starfsemi og er háð okkar eftirliti. Það voru uppi ávirðingar um það að það hefðu verið atvik þar sem að forstjórinn uppfyllti (ekki) þau sömu viðmið og við setjum eftirlitsskyldum aðilum. Að sjálfsögðu þarf það að vera ljóst fyrir trúverðugleika stofnunarinnar að við notum sömu mælikvarða á okkur sjálf og okkar eigin verk og við notum á eftirlitsskylda aðila," segir Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins.Aðfinnsluvert hjá Gunnari að veita ekki upplýsingar um félögin Eftir því sem fréttastofa kemst næst snýst málið m.a um hvaða upplýsingar Gunnar veitti og veitti ekki um áðurnefnd aflandsfélög meðan hann var enn starfsmaður Landsbankans. Ábendingar bárust um að upplýsingar sem Landsbankinn veitti FME árið 2001 um heildarstarfsemi bankans erlendis hefðu ekki verið jafn ítarlegar og gera mátti kröfu um, en Gunnar, sem þá var framkvæmdastjóri alþjóða- og fjármálasviðs Landsbankans, svaraði FME fyrir hönd bankans ásamt öðrum og upplýsti ekki um aflandsfélögin tvö, LB Holding og NBI Holdings. Gunnar Þ. Andersen og Landsbankinn hafi því ekki veitt FME jafn ítarlegar upplýsingar og gera mátti kröfu um. Þannig hafi Gunnar mögulega leynt stofnunina einhverju fyrir tíu árum síðan, þegar hann var framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum og sat í stjórn umræddra félaga og var því í raun eftirlitsskyldur aðili sjálfur. Þessar upplýsingar koma m.a fram í álitsgerð Andra Árnasonar, en hann segir vankanta á upplýsingagjöf í þessu máli „aðfinnsluverða" en þó ekki ámælisverða og komst að lokum að þeirri niðurstöðu að það væri ekki ástæða til að gera athugasemdir við hæfi Gunnars. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Gunnar undirbýr svar með Skúla Bjarnasyni lögmanni 17. febrúar 2012 00:01 Nýtt álit um Gunnar kynnt eftir helgi Búist er við því að mat sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi unnu á hæfi Gunnars Þ Andersen, forstjóra FME, til þess að gegna starfi forstjóra stofnunarinnar verði gert opinbert eftir helgi. Gunnari var tilkynnt um uppsögn í gær en fær frest fram á mánudag til að mótmæla henni. 18. febrúar 2012 12:11 Formaður stjórnar FME: Niðurstaða ljós snemma í næstu viku „Við erum með mál er tengist athugun á hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins til umfjöllunar," sagði Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, í samtali við fréttastofu, aðspurður um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari Andersen, forstjóra FME, upp störfum. Gert er ráð fyrir að endanleg ákvörðun varðandi Gunnar liggi fyrir snemma í næstu viku. Aðalsteinn vildi ekkert tjá sig um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari upp störfum, þegar eftir því var leitað. Hann vildi ekki staðfesta uppsögnina, eða ræða efnislega um ákvörðunina. 18. febrúar 2012 00:30 Gunnar Andersen rekinn Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur verið sagt upp störfum. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, tilkynnti Gunnari um ákvörðun stjórnar FME þess efnis, samkvæmt heimildum fréttastofu. 17. febrúar 2012 23:08 Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins, segir að nýjar upplýsingar hafi komið fram um störf Gunnars fyrir aflandsfélög sem hafi sett spurningamerki við hæfi hans og trúverðugleika. Áhöld hafi verið uppi um hvort forstjórinn hafi uppfyllt sömu viðmið og stofnunin setur eftirlitsskyldum aðilum. Hafði Gunnar staðið sig illa sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins að mati stjórnarinnar? „Það hefur verið í gangi ferli sem hefur snúist um að meta hvort hann sé hæfur til að gegna þessu mikilvæga starfi. Það voru uppi ávirðingar um hæfi hans og þess vegna fór þetta ferli af stað. Það ferli er enn í gangi," segir Aðalsteinn. Málið snýst um setur Gunnars í stjórnum félaganna LB Holding á Guernsey og NBI Holdings árið 2001, en um var að ræða dótturfélög Landsbankans og sat Gunnar í stjórn þeirra sem starfsmaður bankans. Undir stjórn Gunnars hefur Fjármálaeftirlitið sent um 80 mál til sérstaks saksóknara, en stofnunin var gagnrýnd í tíð fyrri forstjóra fyrir að sýna linkind gagnvart eftirlitsskyldum aðilum og fyrir að vísa ekki málum sem vörðuðu meint brot áfram.Snýst ekki um störf Gunnars og getu heldur trúverðugleika Var hann búinn að standa sig vel sem forstjóri? „Þetta mál snýst ekki um það og það hafa engar ávirðingar verið uppi um hans aðgerðir sem forstjóra, heldur fremur um það hvort það hafi verið einhverjir atburðir í fortíðinni sem gera það að verkum að setja megi spurningamerki við hans trúverðugleika í þessu starfi," segir Aðalsteinn. En hvers vegna að segja honum upp núna. Það er búið að liggja fyrir mjög lengi að hann hefi setið í stjórnum þessara tveggja aflandsfélaga fyrir um tíu árum? „Það hefur legið fyrir lengi að hann hafi setið í stjórnum þessara tveggja aflandsfélaga. Fyrri stjórn lét gera álitsgerð um hæfi hans í því sambandi og tók ákvörðun um að hann væri hæfur til að gegna þessu starfi. Síðan komu fram ávirðingar um nýjar upplýsingar í málinu og þá ákvað stjórnin að setja af stað faglegt og ítarlegt ferli sem gæti klárað þetta mál með trúverðugum og ábyrgum hætti." Aðalsteinn er þar að vitna til upplýsinga sem komu fram í Kastljósi. Hann vill þó ekki svara því nákvæmlega hvaða nýju upplýsingar þetta voru sem settu spurningamerki við hæfi Gunnars, en Andri Árnason, hæstaréttarlögmaður, hafði komist að þeirri niðurstöðu að ekkert nýtt í málinu gerði hæfi Gunnars tortryggilegt. Stjórn FME taldi hins vegar nauðsynlegt að fá annað álit, sem var síðan aflað. En getur þú, sem stjórnarformaður FME, þessarar opinberu stofnunar, útskýrt hvers vegna upplýsingar um setu í stjórn aflandsfélaga fyrir tíu árum hefur áhrif á hæfi og getu Gunnars til að vera forstjóri FME? „Já, nú gengur eftirlitið mjög fast og ákveðið fram í því að fylgja eftir heilbrigðum og eðlilegum viðskiptaháttum og við göngum líka mjög hart fram í því að fá upplýsingar frá eftirlitsskyldum aðilum um allt það sem kann að skipta máli í þeirri starfsemi og er háð okkar eftirliti. Það voru uppi ávirðingar um það að það hefðu verið atvik þar sem að forstjórinn uppfyllti (ekki) þau sömu viðmið og við setjum eftirlitsskyldum aðilum. Að sjálfsögðu þarf það að vera ljóst fyrir trúverðugleika stofnunarinnar að við notum sömu mælikvarða á okkur sjálf og okkar eigin verk og við notum á eftirlitsskylda aðila," segir Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins.Aðfinnsluvert hjá Gunnari að veita ekki upplýsingar um félögin Eftir því sem fréttastofa kemst næst snýst málið m.a um hvaða upplýsingar Gunnar veitti og veitti ekki um áðurnefnd aflandsfélög meðan hann var enn starfsmaður Landsbankans. Ábendingar bárust um að upplýsingar sem Landsbankinn veitti FME árið 2001 um heildarstarfsemi bankans erlendis hefðu ekki verið jafn ítarlegar og gera mátti kröfu um, en Gunnar, sem þá var framkvæmdastjóri alþjóða- og fjármálasviðs Landsbankans, svaraði FME fyrir hönd bankans ásamt öðrum og upplýsti ekki um aflandsfélögin tvö, LB Holding og NBI Holdings. Gunnar Þ. Andersen og Landsbankinn hafi því ekki veitt FME jafn ítarlegar upplýsingar og gera mátti kröfu um. Þannig hafi Gunnar mögulega leynt stofnunina einhverju fyrir tíu árum síðan, þegar hann var framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum og sat í stjórn umræddra félaga og var því í raun eftirlitsskyldur aðili sjálfur. Þessar upplýsingar koma m.a fram í álitsgerð Andra Árnasonar, en hann segir vankanta á upplýsingagjöf í þessu máli „aðfinnsluverða" en þó ekki ámælisverða og komst að lokum að þeirri niðurstöðu að það væri ekki ástæða til að gera athugasemdir við hæfi Gunnars. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Gunnar undirbýr svar með Skúla Bjarnasyni lögmanni 17. febrúar 2012 00:01 Nýtt álit um Gunnar kynnt eftir helgi Búist er við því að mat sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi unnu á hæfi Gunnars Þ Andersen, forstjóra FME, til þess að gegna starfi forstjóra stofnunarinnar verði gert opinbert eftir helgi. Gunnari var tilkynnt um uppsögn í gær en fær frest fram á mánudag til að mótmæla henni. 18. febrúar 2012 12:11 Formaður stjórnar FME: Niðurstaða ljós snemma í næstu viku „Við erum með mál er tengist athugun á hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins til umfjöllunar," sagði Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, í samtali við fréttastofu, aðspurður um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari Andersen, forstjóra FME, upp störfum. Gert er ráð fyrir að endanleg ákvörðun varðandi Gunnar liggi fyrir snemma í næstu viku. Aðalsteinn vildi ekkert tjá sig um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari upp störfum, þegar eftir því var leitað. Hann vildi ekki staðfesta uppsögnina, eða ræða efnislega um ákvörðunina. 18. febrúar 2012 00:30 Gunnar Andersen rekinn Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur verið sagt upp störfum. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, tilkynnti Gunnari um ákvörðun stjórnar FME þess efnis, samkvæmt heimildum fréttastofu. 17. febrúar 2012 23:08 Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Nýtt álit um Gunnar kynnt eftir helgi Búist er við því að mat sem Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður og Ásbjörn Björnsson endurskoðandi unnu á hæfi Gunnars Þ Andersen, forstjóra FME, til þess að gegna starfi forstjóra stofnunarinnar verði gert opinbert eftir helgi. Gunnari var tilkynnt um uppsögn í gær en fær frest fram á mánudag til að mótmæla henni. 18. febrúar 2012 12:11
Formaður stjórnar FME: Niðurstaða ljós snemma í næstu viku „Við erum með mál er tengist athugun á hæfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins til umfjöllunar," sagði Aðalsteinn Leifsson, formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, í samtali við fréttastofu, aðspurður um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari Andersen, forstjóra FME, upp störfum. Gert er ráð fyrir að endanleg ákvörðun varðandi Gunnar liggi fyrir snemma í næstu viku. Aðalsteinn vildi ekkert tjá sig um þá ákvörðun stjórnar FME að segja Gunnari upp störfum, þegar eftir því var leitað. Hann vildi ekki staðfesta uppsögnina, eða ræða efnislega um ákvörðunina. 18. febrúar 2012 00:30
Gunnar Andersen rekinn Gunnari Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME), hefur verið sagt upp störfum. Aðalsteinn Leifsson, stjórnarformaður FME, tilkynnti Gunnari um ákvörðun stjórnar FME þess efnis, samkvæmt heimildum fréttastofu. 17. febrúar 2012 23:08
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent