Innlent

Öll grunnskólabörn fá verk Þorgríms að gjöf

BBI skrifar
Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur.
Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur. Mynd/Heiða
Grunnskólabörn landsins fengu í dag átta bækur eftir Þorgrím Þráinsson gefins á rafbókarformi. Hér eftir getur hver einasti grunnskólanemi sótt þær á rafrænu formi og lesið án endurgjalds.

Það er útgáfufyrirtækið Emma.is sem stendur að gjöfinni í samvinnu við Þorgrím Þráinsson. Afhending gjafarinnar fór fram í vogaskóla þar sem nemendur á unglingastigi hafa haft kindle-rafbretti til afnota í skólastarfi. Þar eru börn því orðin vön græjunum og sýnt þykir að þær hafi aukið lestur barna.

Nú geta allir sótt verk Þorgríms í kindilinn sinn.
Í sumar var unnið að því á vegum Emmu að færa bækur Þorgríms Þráinssonar á stafrænt form og fengu grunnskólarnir eftirtaldar bækur að gjöf: Með fiðring í tánum (frá 1998), Bak við bláu augun (1992), Lalli ljósastaur (1992), Spor í myrkri (1993), Sex augnablik (1995), Svalasta 7an (2003), Undir 4 augu (2004) og Litla rauða músins (2008).

Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×