Erlent

Er háskólamenntun tímans virði?

BBI skrifar
Háskólanemar að snæðingi fyrir utan Háskólatorg.
Háskólanemar að snæðingi fyrir utan Háskólatorg.
Er háskólamenntun ennþá tímans og peninganna virði? Þessari spurningu er varpað fram í breska blaðinu The Guardian í dag.

Sífellt fleiri ungmenni í Evrópu eiga í erfiðleikum með að finna sér vinnu þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum margra ára háskólanám. Mörgum finnst gildi háskólamenntunar hafa fallið.

Tvítug ítölsk stúlka segir hreint út að auðveldara sé að fá vinnu án háskólamenntunar. Hún hefur ákveðið að hætta í háskólanámi og byrja að reka bar við sjávarsíðuna í Ostia. Hvarvetna í Evrópu virðast sífellt fleiri komast að sömu niðurstöðu.

Tölurnar sýna hins vegar að 82,3% þeirra sem útskrifast úr háskóla finna sér starf. Hlutfallið virðist þó færra lækkandi. Þar sem stöðugt fleiri evrópsk ungmenni flykkjast í nám (170 milljón manns árið 2009 miðað við 50 milljónir árið 1980) reyna námsmenn nú á dögum að leita annarra leiða til að skapa sér sérstöðu miðað við fjöldann, t.d. með hærri gráðum og námskeiðum.

Hér má sjá umfjöllun The Guardian um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×