Dagur í lífi ritstjóra 1. júní 2012 11:30 Hrund Þórsdóttir, ritstjóri tímaritsins Mannlíf Mynd/Karl Petersson Hrund Þórsdóttir, ritstjóri tímaritsins Mannlíf Fimmtudagur 24.maí 2012 7.30: Vekjaraklukkan hringir. Ég vakna syngjandi og dríf mig út að hlaupa áður en ég skelli í lummur og útbý hollt nesti fyrir daginn. Spaug. Morgnar eru ekki mín sterkasta hlið. Ég var samt vöknuð á undan klukkunni í þetta sinn enda ekki búin að venjast íslensku sumarbirtunni; var að koma heim úr nokkurra mánaða heimsreisu og bý hjá ættingjum fyrstu dagana ... án myrkragardína! 8.30: Við kærastinn, Óskar Páll Elfarsson ljósmyndari, mætum í Efstaleitið því ljúflingarnir í Morgunútvarpi Rásar tvö ætla að spjalla við okkur um ferðalagið góða. Blöðrum svo mikið að við náum bara að tala um tvær heimsálfur af þeim fimm sem við heimsóttum... 9.15: Mæti í vinnuna á nýjan stað; á meðan ég var erlendis flutti Birtíngur, sem gefur út Mannlíf, af Lynghálsi á Lyngás. Frumlegt. Set í fimmta gír enda þarf næsta tölublað Mannlífs að komast í prentsmiðju í dag. 12.00: Bölva morgunletinni og óska þess að ég hefði útbúið nesti. Skrepp í Hagkaup, salatbarinn er vinur minn! 15.30: Samþykki síðustu blaðsíðurnar og sendi Mannlíf í prentun. Hlutirnir gerast hratt þessa dagana. 18.00: Mæti á tilvonandi heimili mitt í Bólstaðarhlíðinni með fiðrildi í maganum og krota nafnið mitt á leigusamning. Brosi hringinn og sé fram á notalega sumardaga á Klambratúninu. 19.00: Bretti upp ermar ásamt góðu fólki og klára að þrífa nýja heimilið. Við ætlum að flytja inn á morgun, enda þriggja daga helgi framundan. 22.30: Hlamma mér í sófann hjá tengdó og horfi á Eurovision undankeppni frá því fyrr um kvöldið. Ég tilheyri eldhressum vinahópi sem gerir mikið úr keppninni á hverju ári, svo það er eins gott að vera með á nótunum. 01.00: Sofna áður en ég leggst á koddann. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Hrund Þórsdóttir, ritstjóri tímaritsins Mannlíf Fimmtudagur 24.maí 2012 7.30: Vekjaraklukkan hringir. Ég vakna syngjandi og dríf mig út að hlaupa áður en ég skelli í lummur og útbý hollt nesti fyrir daginn. Spaug. Morgnar eru ekki mín sterkasta hlið. Ég var samt vöknuð á undan klukkunni í þetta sinn enda ekki búin að venjast íslensku sumarbirtunni; var að koma heim úr nokkurra mánaða heimsreisu og bý hjá ættingjum fyrstu dagana ... án myrkragardína! 8.30: Við kærastinn, Óskar Páll Elfarsson ljósmyndari, mætum í Efstaleitið því ljúflingarnir í Morgunútvarpi Rásar tvö ætla að spjalla við okkur um ferðalagið góða. Blöðrum svo mikið að við náum bara að tala um tvær heimsálfur af þeim fimm sem við heimsóttum... 9.15: Mæti í vinnuna á nýjan stað; á meðan ég var erlendis flutti Birtíngur, sem gefur út Mannlíf, af Lynghálsi á Lyngás. Frumlegt. Set í fimmta gír enda þarf næsta tölublað Mannlífs að komast í prentsmiðju í dag. 12.00: Bölva morgunletinni og óska þess að ég hefði útbúið nesti. Skrepp í Hagkaup, salatbarinn er vinur minn! 15.30: Samþykki síðustu blaðsíðurnar og sendi Mannlíf í prentun. Hlutirnir gerast hratt þessa dagana. 18.00: Mæti á tilvonandi heimili mitt í Bólstaðarhlíðinni með fiðrildi í maganum og krota nafnið mitt á leigusamning. Brosi hringinn og sé fram á notalega sumardaga á Klambratúninu. 19.00: Bretti upp ermar ásamt góðu fólki og klára að þrífa nýja heimilið. Við ætlum að flytja inn á morgun, enda þriggja daga helgi framundan. 22.30: Hlamma mér í sófann hjá tengdó og horfi á Eurovision undankeppni frá því fyrr um kvöldið. Ég tilheyri eldhressum vinahópi sem gerir mikið úr keppninni á hverju ári, svo það er eins gott að vera með á nótunum. 01.00: Sofna áður en ég leggst á koddann.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira