Andrew Bretaprins afhenti Ragnari bikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2012 17:46 Ragnar Már Garðarsson. MyndGolfsamband Íslands Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar vann í dag Duke of York golfmótið sem fór fram á Royal Troon vellinum í Skotlandi. Ragnar Már hafði betur gegn Englendingnum Max Orrin og Katja Pogacar frá Slóveníu í bráðabana um sigurinn en þeir léku allir á 225 höggum eða níu höggum yfir pari. Ragnar átti besta hring dagsins en hann lék á 72 höggum eða á pari Royal Troon vallarins. Það var frábært skor enda voru aðstæður í dag mjög erfiðar, mikill vindur og væta inn á milli. Ragnar fékk frábæran fugl á 17. holunni en þá vippaði hann niður öðru höggi sínu fyrir fugli. Hann var í sjöunda sæti fyrir lokahringinn en náði að vinna sig upp töfluna með góðum lokahring og hafði að lokum betur eftir þriggja holu bráðabana. Það er mikið afrek að vinna Duke of York golfmótið en það er eitt sterkasta unglingamót sem haldið er á hverju ári. Í mótinu fá aðeins landsmeistarar unglinga keppnisrétt og því slá því föstu að efnilegustu kylfingar Evrópu og víðar leiki í mótinu. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem íslenskur kylfingur stendur uppi sem sigurvegari í Duke of York mótinu. Fyrir tveimur árum sigraði Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR í þessu sama móti og verður það að teljast magnaður áfangi fyrir íslenskt golf að eiga nú tvo sigurvegara með svo skömmu millibili. Andrew Bretaprins stendur að mótinu og veitti Ragnari Má bikarinn í mótslok. Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar vann í dag Duke of York golfmótið sem fór fram á Royal Troon vellinum í Skotlandi. Ragnar Már hafði betur gegn Englendingnum Max Orrin og Katja Pogacar frá Slóveníu í bráðabana um sigurinn en þeir léku allir á 225 höggum eða níu höggum yfir pari. Ragnar átti besta hring dagsins en hann lék á 72 höggum eða á pari Royal Troon vallarins. Það var frábært skor enda voru aðstæður í dag mjög erfiðar, mikill vindur og væta inn á milli. Ragnar fékk frábæran fugl á 17. holunni en þá vippaði hann niður öðru höggi sínu fyrir fugli. Hann var í sjöunda sæti fyrir lokahringinn en náði að vinna sig upp töfluna með góðum lokahring og hafði að lokum betur eftir þriggja holu bráðabana. Það er mikið afrek að vinna Duke of York golfmótið en það er eitt sterkasta unglingamót sem haldið er á hverju ári. Í mótinu fá aðeins landsmeistarar unglinga keppnisrétt og því slá því föstu að efnilegustu kylfingar Evrópu og víðar leiki í mótinu. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem íslenskur kylfingur stendur uppi sem sigurvegari í Duke of York mótinu. Fyrir tveimur árum sigraði Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR í þessu sama móti og verður það að teljast magnaður áfangi fyrir íslenskt golf að eiga nú tvo sigurvegara með svo skömmu millibili. Andrew Bretaprins stendur að mótinu og veitti Ragnari Má bikarinn í mótslok.
Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira