Andrew Bretaprins afhenti Ragnari bikarinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2012 17:46 Ragnar Már Garðarsson. MyndGolfsamband Íslands Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar vann í dag Duke of York golfmótið sem fór fram á Royal Troon vellinum í Skotlandi. Ragnar Már hafði betur gegn Englendingnum Max Orrin og Katja Pogacar frá Slóveníu í bráðabana um sigurinn en þeir léku allir á 225 höggum eða níu höggum yfir pari. Ragnar átti besta hring dagsins en hann lék á 72 höggum eða á pari Royal Troon vallarins. Það var frábært skor enda voru aðstæður í dag mjög erfiðar, mikill vindur og væta inn á milli. Ragnar fékk frábæran fugl á 17. holunni en þá vippaði hann niður öðru höggi sínu fyrir fugli. Hann var í sjöunda sæti fyrir lokahringinn en náði að vinna sig upp töfluna með góðum lokahring og hafði að lokum betur eftir þriggja holu bráðabana. Það er mikið afrek að vinna Duke of York golfmótið en það er eitt sterkasta unglingamót sem haldið er á hverju ári. Í mótinu fá aðeins landsmeistarar unglinga keppnisrétt og því slá því föstu að efnilegustu kylfingar Evrópu og víðar leiki í mótinu. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem íslenskur kylfingur stendur uppi sem sigurvegari í Duke of York mótinu. Fyrir tveimur árum sigraði Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR í þessu sama móti og verður það að teljast magnaður áfangi fyrir íslenskt golf að eiga nú tvo sigurvegara með svo skömmu millibili. Andrew Bretaprins stendur að mótinu og veitti Ragnari Má bikarinn í mótslok. Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar vann í dag Duke of York golfmótið sem fór fram á Royal Troon vellinum í Skotlandi. Ragnar Már hafði betur gegn Englendingnum Max Orrin og Katja Pogacar frá Slóveníu í bráðabana um sigurinn en þeir léku allir á 225 höggum eða níu höggum yfir pari. Ragnar átti besta hring dagsins en hann lék á 72 höggum eða á pari Royal Troon vallarins. Það var frábært skor enda voru aðstæður í dag mjög erfiðar, mikill vindur og væta inn á milli. Ragnar fékk frábæran fugl á 17. holunni en þá vippaði hann niður öðru höggi sínu fyrir fugli. Hann var í sjöunda sæti fyrir lokahringinn en náði að vinna sig upp töfluna með góðum lokahring og hafði að lokum betur eftir þriggja holu bráðabana. Það er mikið afrek að vinna Duke of York golfmótið en það er eitt sterkasta unglingamót sem haldið er á hverju ári. Í mótinu fá aðeins landsmeistarar unglinga keppnisrétt og því slá því föstu að efnilegustu kylfingar Evrópu og víðar leiki í mótinu. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem íslenskur kylfingur stendur uppi sem sigurvegari í Duke of York mótinu. Fyrir tveimur árum sigraði Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR í þessu sama móti og verður það að teljast magnaður áfangi fyrir íslenskt golf að eiga nú tvo sigurvegara með svo skömmu millibili. Andrew Bretaprins stendur að mótinu og veitti Ragnari Má bikarinn í mótslok.
Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira